Morgunblaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.05.2020, Blaðsíða 20
VIÐTAL Snorri Másson snorrim@mbl.is Tvennt fornkveðið: Öll él birtir upp um síðir og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Ekki klisjur, heldur sannindi, sem renna nú í eitt: KK, Kristján Kristjánsson, og Plastic- boy sonur hans Kristján (Steinn) Kristjánsson, voru að gefa út lag saman. Boðskapur lagsins er boðskapur dagsins: Aftur kemur vor, heitir það. „Þetta er lag um að það birti alltaf til,“ segir Kristján eldri, í samtali mbl.is við hvorn tveggja. „Það er boðskapur sem er alltaf nauðsynlegur.“ Kristján yngri, sem er í listnámi við Konunglegu akademíuna í Den Haag, sá þann kost vænstan á dög- unum að bregða sér heim til Íslands á meðan það versta gengi yfir í heimsfaraldrinum. Hann mætti aft- ur í kjallarann heim, og fór eins og aðrir að fara út í gönguferðir. „Ég hafði saknað fjallanna og þegar ég kom heim og fór að taka þau inn, virkilega horfa á þau, þá var útkoman eiginlega bara þetta lag. Ég byrjaði að glamra á gítarinn þegar ég kom heim og það varð til,“ segir hann. Hvað það var nákvæmlega sem hann sá í fjöllunum má finna vís- bendingu um í þessari línu lagsins: „Er ég stend úti á klakanum, finn fyrir fjöllunum, segja mér hver ég er.“ Fyrsta formlega lag feðga Það var síðan svo að segja í miðju glamri sem Kristján eldri blandaðist í málið og fór að raula með syni sín- um. Þeir hafa áður gert tónlist sam- an en þó aldrei þannig að þeir hafi gefið saman út lag, heldur hafði sá eldri hjálpað til við að radda lögin hjá syni sínum og annað slíkt. Feðgana langar að gera í það minnsta eitt lag enn saman í sumar, segja þeir. Hæg eru heimatökin, þeir verða skiljanlega ekki á of miklu flakki og búa saman í Laug- ardalnum. Önnur síður listrænni samstarfsverkefni eru þá fyrir- huguð: Vonir KK standa til að fá Plasticboy til að hjálpa til við að skipta um klæðningu á húsinu í sumar. Þess á milli – músík. KK hefur ekki gefið út plötu um árabil en hefur gefið út lag við og við og heldur áfram að stíga á svið. Plasticboy gaf út plötu síðasta vor, sem hét einmitt Plasticboy. Þar kennir ýmissa grasa en til einföld- unar má kalla það sem þar er að finna rapp. Tónlistarmyndbandinu að Aftur kemur vor leikstýrði Móki, öðru nafni Jóhann Ingi Skúlason. Mel- korka Embla Hjartardóttir sá um leikmyndina og stílisti var Karítas Spanó. Þá tók Lóa Yona Zoé Fenzy ljósmyndir. Faðir, sonur og glænýtt lag  KK og sonur hans Plasticboy með nýtt lag  Annað í vinnslu, en fyrst: Skipta um klæðningu á húsinu Ljósmynd/Karítas Spanó Feðgar KK og Plasticboy koma úr ólíkum áttum í tónlist, en í nýju lagi renna þær snurðulaust saman. Ljósmynd/Lóa Yona Fenzy Vor Tónlistarmyndbandið er á YouTube. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020 Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Halla Lögg. fast. 659 4044 Ólafur Sölu- og markaðsstjóri 690 0811 Ellert Sölustjóri 661 1121 Sigþór Lögg. fast. 899 9787 Hafrún Lögg. fast. 848 1489 Bárður Sölustjóri 896 5221 Elín Urður Lögg. fast. 690 2602 Elín Rósa Lögg. fast. 773 7126 Lilja Sölufulltrúi 820 6511 Kristján Sölufulltrúi 691 4252 Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélagið Skagafjörður hefur kynnt átak í atvinnumálum og fjár- festingum sem viðspyrnu vegna efna- hagslegra afleiðinga kórónu- veirufaraldursins. Þegar teknar eru með fjárfestingar á vegum ríkisins sem í mörgum tilvikum er þegar unn- ið að nema fjárfestingar nokkuð á fjórða milljarð, að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, formanns byggðaráðs. Þá fjölgar atvinnutæki- færum nokkuð. „Við töldum rétt að gera lista yfir aðgerðir sem sveitarfélagið og ríkið gætu farið í til að veita viðspyrnu og spýta krafti inn í atvinnulífið til að draga úr högginu sem verður hér, eins og annars staðar,“ segir Stefán Vagn. Tillögurnar hafa verið unnar í samvinnu allra fulltrúa í byggðaráði og voru kynntar í gær á vef sveitarfé- lagsins. Ný störf verða til Stærstu fjárfestingarverkefnin eru á vegum Landsnets og Rarik í tengslum við lagningu nýrrar Sauð- árkrókslínu frá Varmahlíð sem tekin verður í notkun í haust og fram- kvæmdir á vegum Vegagerðarinnar í höfnum og sjóvörnum á Sauðárkróki og Hofsósi. Áætlað er að endurbætur á sjóvörn í Sauðárkrókshöfn og við Strandveg sem fór illa í óveðrum í vetur kosti á þriðja hundrað milljónir kr. Vegna þessara framkvæmda eyk- ur sveitarfélagið fjárfestingar sínar um 180 milljónir en áður voru 500 milljónir kr. ætlaðar til fjárfestinga og viðhalds. Stefán Vagn segir að atvinnu- ástandið hafi versnað á síðustu vikum og mánuðum en sé eigi að síður þokkalegt. Þó þurfi að bæta í, til að snúa vörn í sókn, og næg tækifæri séu til þess. Sveitarfélagið skapar 140 störf í sumar. Auk þess hefur komið fram að Reykjadalur mun ráða í 20 ný sum- arstörf við ævintýrabúðir í Háholti í Skagafirði. Loks hefur félagsmála- ráðherra tilkynnt um átta ný varan- leg störf hjá Húsnæðis- og mann- virkjastofnun á Sauðárkróki. Húsnæðisskortur hefur verið á Sauðárkróki og víðar í Skagafirði. Verið er að byggja eða undirbúa byggingu á um 30 íbúðum þar og í Fljótum og Stefán Vagn segir að samningar séu á lokastigi um að hefj- ast handa við uppbyggingu á 40-80 íbúða byggð við Freyjugötu á Sauð- árkróki. Taka upp þráðinn Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sveitarstjóri Skagafjarðar skrif- uðu fyrr í vikunni undir viljayfirlýs- ingu um að koma upp koltrefjafram- leiðslu á Sauðárkróki. Þetta verkefni hefur lengi verið í umræðu og undir- búningi en ekkert orðið úr. Gísli Sigurðsson, oddviti sjálfstæð- ismanna í sveitarstjórn, segir að fyrir bankahrun hafi staðið á rafmagni en nú sé það mál að leysast með jarð- streng. Notkun á koltrefjum hafi aukist. Hann segir að viljayfirlýsing- in geri sveitarfélaginu kleift að fara aftur af stað og vísa til bakstuðnings ríkisins. Haft verði samband við kol- trefjaframleiðendur en tengsl við marga þeirra hafi aldrei rofnað þótt verkefnið hafi legið í láginni um tíma. Átak í atvinnumálum boðað í Skagafirði Ljósmynd/adsend Vilji Gísli Sigurðsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Stefán Vagn Stef- ánsson og Sigfús Ingi Sigfússon eftir undirritun samnings um koltrefjar.  Koltrefjaframleiðsla sett á dagskrá á nýjan leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.