Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Bændasamtak-
anna. Annað fé-
lag, Bændahöllin
ehf., er einnig í
100% eigu
Bændasamtak-
anna en það er
eignarhaldsfélag
um fyrrnefnda
byggingu.
Rekstrartekjur
Bændahallarinn-
ar eru leigutekjur af húsnæðinu en
langstærstur hluti þeirra kemur frá
hótelstarfseminni. Þá eru Bænda-
samtökin sjálf með skrifstofur í hús-
inu ásamt hárgreiðslustofu, Hinu ís-
lenska bókmenntafélagi og nokkrum
smærri rekstraraðilum.
Árið 2015 var lögð tillaga fyrir Bún-
aðarþing sem opnaði fyrir þann
möguleika fyrir stjórn Bændasam-
takanna að setja fyrirtækið í söluferli.
Var með ákvörðuninni tilgreint að
Bændasamtökin myndu eiga og reka
Hótel Sögu að minnsta kosti næstu
þrjú árin. Var ákvörðunin talsvert
umdeild á þeim tíma er hún var tekin.
Hins vegar var ferðaþjónustan í afar
örum vexti á þessum tíma og margir
sem álitu að Bændasamtökin gætu
notið mjög góðs af auknu verðmæti
hótelrekstrarins sökum þess. Þá voru
margir innan hreyfingar bænda sem
veltu fyrir sér með hvaða hætti hefði
verið rétt að ráðstafa þeim miklu fjár-
munum sem mögulega gætu fengist
úr sölunni.
Tillagan sem lögð var fyrir Búnað-
arþing um heimild til handa stjórn-
inni kom til í kjölfar þess að árið 2014
barst stjórn Bændasamtakanna fyrir-
spurn um mögulega sölu fyrirtækis-
ins. Í framhaldi af því var fyrirtækja-
ráðgjöf MP banka falið að kanna
áhuga fjárfesta á hótelinu. Lögðu
fjórir hópar fram skuldbindandi til-
boð í fyrirtækið og reksturinn en
stjórn Bændasamtakanna hafði hafn-
að þeim öllum þar sem þau þóttu ekki
viðunandi.
Hefðu fengið 2-3 milljarða í vas-
ann ef salan hefði gengið eftir
Heimildir Morgunblaðsins herma
að tilboðin hafi hljóðað upp á að heild-
arvirði starfseminnar væri metið á
bilinu 3 til 4 milljarðar. Í lok árs 2015
voru skuldir Bændahallarinnar ehf.,
sem fer með 100% eign Bændasam-
takanna í hótelbyggingunni, tæpar
970 milljónir. Því er ljóst að Bænda-
samtökin hefðu fengið á bilinu 2 til 3
milljarða út úr sölunni, ef gengið hefði
verið að tilboðunum á árinu 2015.
Sérfræðingar á hótelmarkaði sem
Morgunblaðið hefur rætt við segja
stórar ákvarðanir bíða Bændasam-
takanna. Á sama tíma og Bændahöll-
in ehf. hafi ráðist í afar kostnaðarsam-
ar breytingar á Grillinu, á efstu hæð
hússins, Súlnasal og jarðhæð þar sem
móttaka og veitingastaður eru, standi
eigandi húsnæðisins frammi fyrir því
að auka þurfi hagkvæmni rekstrarins.
Það verði aðeins gert með stórfelld-
um endurbótum á gistirými hótelsins
og nýtingu þess að öðru leyti.
Óhagkvæm eining
Þannig bendir viðmælandi blaðs-
ins, sem ekki vill koma fram undir
nafni, að í greiningu á hótelbygging-
um á höfuðborgarsvæðinu hafi komið
í ljós að fjöldi þeirra fermetra á Hótel
Sögu, sem standi að baki hverju hót-
elherbergi sem unnt er að leigja út, sé
miklum mun meiri en á sambæri-
legum hótelum. Þannig sé gjarnan
viðmiðið, á hótelum sem eru 3-4
stjörnur, að að baki hverju herbergi
standi um 45 fermetrar af húsnæði,
þ.e. herbergið sjálft auk hlutdeildar í
öðrum rýmum, s.s. móttöku, morgun-
verðarsal og herbergjagöngum. Þetta
hlutfall sé hins vegar yfir 70 fermetr-
ar fyrir hvert herbergi á Hótel Sögu
sem geri rekstrareininguna mjög
þunga.
Hótel Saga á heljarþröm
Morgunblaðið/Hari
Forn frægð Á Hótel Sögu eru nokkur þekkt kennileiti í borgarlífinu, m.a. Súlnasalur, Grillið og Mímisbar.
Mikill taprekstur á nýliðnu ári Félagið greiðir mörgum birgjum ekki reikn-
inga Eigið fé orðið neikvætt um hundruð milljóna Leita nýrra hluthafa
Sagan
» Hótel Saga var reist á ár-
unum 1956 til 1962.
» Viðbygging var reist við hús-
ið norðanvert og lauk fram-
kvæmdum 1985.
» Á hótelinu eru 235 herbergi.
» Einn frægasti veislusalur
landsins, Súlnasalur, er á ann-
arri hæð hússins.
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Rekstur Hótels Sögu gekk afleitlega
á nýliðnu ári. Heimildir Morgun-
blaðsins herma að tapið hafi numið
um 450 milljónum króna. Ingibjörg
Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri hót-
elsins, segir í samtali við blaðið að
reksturinn hafi orðið fyrir afar þungu
höggi við fall WOW air í lok mars-
mánaðar í fyrra.
„Stærsti hluti hótelgesta voru
Bandaríkjamenn eða um 35%, og
brottfall WOW hafði mikil áhrif á
hópabókanir fyrir Hótel Sögu.“ Þá
segir hún að eftirspurn eftir hótelher-
bergjum hafi minnkað vegna kyrr-
setningar Boeing 737-MAX-véla Ice-
landair.
„Herbergjatekjur drógust saman
um 63 milljónir á milli ára vegna
þessa. Veitingatekjur jukust hinsveg-
ar um 93 milljónir vegna tilkomu nýs
veitingastaðar á jarðhæð. Brúttó
framlegð á gistitekjur er u.þ.b. 65%
en rétt fyrir ofan núllið af veitinga-
tekjum, svo þær tekjur eru dýrari.
Launakostnaður hækkaði umtalsvert
á árinu vegna kjarasamningsbund-
inna launahækkana. Húsaleigan
hækkaði svo um 48 milljónir á milli
ára.“
Uppsafnað tap 670 milljónir
Uppsafnað tap af rekstri hótelsins
nemur um 670 milljónum króna síð-
ustu þrjú rekstrarárin. Eigið fé fé-
lagsins nam 5 milljónum króna í árs-
lok 2018 og því ljóst að eiginfjárstaða
félagsins er orðin neikvæð sem nem-
ur hundruðum milljóna. Ingibjörg
segir að vinnan við að vinna úr þeirri
stöðu sé á viðkvæmu stigi en að leitað
verði eftir nýju hlutafé frá nýjum
hluthöfum.
Líkt og önnur hótel í landinu hefur
Hótel Saga orðið fyrir þungum búsifj-
um af völdum kórónuveirunnar.
Rekstrarörðugleikar fyrirtækisins
voru hins vegar orðnir talsverðir áður
en ósköpin tengd veirunni riðu yfir og
hefur Morgunblaðið heimildir fyrir
því að birgjum sem þjónustað hafa
starfsemina hafi gengið erfiðlega að
fá greidda reikninga frá því um ára-
mótin.
Hótel Saga ehf. er rekstrarfélag
um hótelstarfsemi í byggingu sem
stendur við Hagatorg og er um 20
þúsund fermetrar að stærð.
Rekstrarfélagið er í 100% eigu
Ingibjörg
Ólafsdóttir
● Viðskiptajöfnuður við útlönd var já-
kvæður um 11,4 milljarða króna á fyrsta
fjórðungi ársins, samanborið við 50,9
milljarða afgang á síðasta fjórðungi árs-
ins 2019. Á fyrsta fjórðungi síðasta árs
var afgangurinn 44 milljarðar.
Segir í tilkynningu frá Seðlabank-
anum að lakari afgangur nú en yfir
sama tímabil í fyrra skýrist fyrst og
fremst af umtalsvert óhagstæðari vöru-
viðskiptum og nemur viðsnúningurinn í
þeim efnum 21,3 milljarði króna. Út-
flutningstekjur drógust saman um 26,4
milljarða en verðmæti innfluttra vara
dróst einnig saman, um 5,1 milljarð.
Þjónustuviðskipti voru óhagstæðari
um sem nam 5,5 milljörðum og frum-
þáttatekjur um 5,3 milljarða. Halli
rekstrarframlaga var lítillega meiri en á
sama tíma í fyrra, eða 0,5 milljarðar
króna.
Hrein staða við útlönd var jákvæð um
692 milljarða, eða 23,3% af vergri
landsframleiðslu, og batnaði um 64
milljarða frá áramótum. Erlendar eignir
þjóðarbúsins námu 4.210 milljörðum í
lok marsmánaðar en skuldir stóðu í
3.518 milljörðum.
11,4 milljarða viðskipta-
afgangur á 1. fjórðungi
30. maí 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 137.04
Sterlingspund 167.84
Kanadadalur 99.47
Dönsk króna 20.229
Norsk króna 13.861
Sænsk króna 14.274
Svissn. franki 141.28
Japanskt jen 1.2718
SDR 187.18
Evra 150.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 191.2207
Hrávöruverð
Gull 1723.3 ($/únsa)
Ál 1504.0 ($/tonn) LME
Hráolía 33.92 ($/fatið) Brent
● Félagið Brekkuás ehf. keypti 300.000
hluti í Arion banka í gær á genginu
59,99. Nemur kaupverðið því tæpum 18
milljónum króna. Félagið er í eigu Ragn-
heiðar Ástu Guðnadóttur, eiginkonu
Benedikts Gíslasonar, bankastjóra Arion
banka. Þá keypti félagið BBL VII ehf.
149.994 hluti í bankanum á sama gengi.
Það félag er í 100% eigu félagsins Reyk-
fjörð ehf. sem aftur er í 100% eigu Ás-
geirs Helga Reykfjörð Gylfasonar, að-
stoðarbankastjóra Arion banka. Mikil
viðskipti voru með bréf bankans eða upp
á ríflega 1,3 milljarða króna. Hækkuðu
bréfin um 1,5% í viðskiptunum og stend-
ur gengi þeirra nú í 60,4.
Topparnir bæta við hlut
sinn í Arion banka
STUTT
Erlendir ferðamenn keyptu 3.000
gistinætur á hótelum í apríl síðast-
liðnum. Íslendingar keyptu hins
vegar 6.200 gistinætur, eða 67,3%
allra seldra gistinótta í mánuðinum.
Sala hótelherbergja, mæld í seldum
nóttum, dróst saman um 97% frá
sama mánuði 2019. Jafngilti það
3,5% herbergjanýtingu í mánuðin-
um og dróst saman um 45,7 pró-
sentur frá fyrra ári.
Litið til allra tegunda gististaða
voru seldar gistinætur 20.800 í apr-
íl. Í sama mánuði í fyrra voru þær
519.000. Hlutfall Íslendinga í þess-
um tölum var 68% en útlendra
ferðamanna 32%.
Í lok marsmánaðar tóku forsvars-
menn margra hótela ákvörðun um
að loka tímabundið vegna kórónu-
veirufaraldursins, sem þá var í
miklum vexti. Var 75 hótelum lokað
samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Framboð gistirýmis minnkaði því
um 44,6% frá aprílmánuði 2019,
mælt í fjölda hótelherbergja.
ses@mbl.is
96% færri gistinætur
75 hótelum var
lokað hér á landi í
apríl síðastliðnum
Greiddar gistinætur ferðamanna 2018-2020
Þúsundir gistinátta frá maí 2018 til apríl 2020
1.800
1.600
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
Hótel og
gistiheimili
Vefsíður á borð
við Airbnb
Aðrar tegundir
2018 2019 2020
Heimild: Hagstofa Íslands