Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020
Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is
Í húsinu hefur verið rekið þjónustumiðstöð, veitingar- og sýningarstarfsemi.
Fasteignin er ekki í rekstri í dag. Stærð fasteignar er 835,7 fm.
Stærð lóðar er 11.186 fm. Fyrir liggja teikning af 70 herbergja hóteli og
samþykkt deiluskipulag.
Frekari upplýsingar hjá palmar@thingvangur.is, sími 896 1116..
Veitingarými - salir – gistirými
Tækifæri til frekari uppbyggingar
á gistimöguleikum á svæðinu
TIL SÖLU EÐA LEIGU
HELLNAR
Við lifum á einkennilegum tímum. Lýð-skrumarar beita fyrir sig tungutaki semvið héldum mörg að væri komið á ösku-hauga sögunnar. Á eina hönd er end-
urnýtt slípuð mælskulist róttækra kommúnista og
sósíalista frá miðbiki síðustu aldar og óánægju al-
þýðunnar beint að íbúum í Arnarnesinu. Á hina er
óánægju þeirrar sömu harðduglegu alþýðu beint að
frjálslyndu elítunni sem óski sér einskis heitar en
lepja evrópska kaffidrykki í bíllausri miðborg. Hug-
myndaheimur síðari hópsins kemur vel fram í
skrýtlu sem sögð var í Sovétríkjum kommúnismans
um af hverju þrír lögreglumenn gengju alltaf vaktir
í Moskvu: einn til að lesa, annar til að skrifa og sá
þriðji hafði gát á þessum menntamönnum.
Það setur að manni leiða þegar gömlu orðfæri er
beitt í valdabaráttu samtímans án þess að reynt sé
að endurnýja hugmyndaheiminn og þar með tungu-
takið. Það liggur fyrir að tímarnir breytast og tungutakið líka. Við höfum séð
það í kófinu hvað orðaforðinn hefur spilað með og átt sinn þátt í að spegla
hinn nýja farsóttarveruleika – sem er að vísu bara nýr fyrir okkur nútíma-
fólki. Nýyrðunum hefur verið fagnað og þau höfð til marks um að íslenskan
sé sprelllifandi og endurnýi sig
í takt við nýja tíma.
Það mætti ætla að sami
fögnuður brytist fram þegar
tungutakið lagar sig að auknu
frjálslyndi, víðsýni og um-
burðarlyndi. En þá bregður
svo við að sumir telja að þar
sé hinn frjálslyndi menntamaður að þvinga tungumálið að pólitískum rétt-
trúnaði sinnar elítu með því að benda á að mörg gömul orð geymi gamlar og
nú ótækar hugmyndir; líkt og þegar talað var hiklaust um vitleysingahæli,
aumingja og hóruhús – og gleðimenn sem þau stunduðu (í því samhengi eru
konur ekki menn). Nú hugsum við og tölum með öðrum hætti um geðrask-
anir og þroskafrávik hvers konar; að ekki sé minnst á gleðikonurnar sem eru
nú fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis – þótt stöku gleðimenn hafi á árum áð-
ur haft aðrar hugmyndir um ástleitni senjórítanna.
Tungutakið endurspeglar alltaf viðteknar hugmyndir þeirra sem ráða
mestu í samfélaginu. Þegar fornafna- og kynjakerfi indóevrópskra tungu-
mála var í mótun voru það til dæmis eingöngu karlar sem fóru með opinber
mál og ráðskuðust með þjóðfélögin; konur voru hafðar heima að gæta bús og
barna. Við þær aðstæður voru allir viðstaddir á mannamótum líffræðilega
karlkyns – og velkomnir. Þetta feðraveldi hélst lítt breytt fram undir þarsíð-
ustu aldamót. Síðan þá hefur konum fjölgað við stjórnvölinn og nú er ekki
lengur hægt að ganga að því vísu að forsætisráðherra, biskupinn, fyrrver-
andi forseti og háskólarektor séu allir jafn glaðir að hittast og þeir hefðu get-
að verið í jólaboði fyrir aðeins 40 árum. En að sjálfsögðu mun það taka tíma
að vinda ofan af þeim kynjahalla sem hafði búið um sig í tungutakinu öll ár-
þúsundin þar á undan frá því ísinn fór að hopa af sléttunum við Svartahaf.
Endurnýting
og endurnýjun
tungutaksins
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Endurnýjun orðaforða
„Tungutakið endurspeglar
samtímann hverju sinni.“
Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginnhjá íslenzkri æsku og þá sérstaklega þeimsem eru að ljúka ákveðnum áföngum ínámi. Útskriftir verða með öðrum hætti en
tíðkast hefur í áratugi hjá nýstúdentum og þeir sem
eru að ljúka háskólanámi, ýmist heima eða erlendis,
standa frammi fyrir erfiðri stöðu. Íslenzkir náms-
menn sem stundað hafa nám við erlenda háskóla
hafa margir hverjir komið heim og stundað fjarnám
við þá sömu skóla og tekið próf með sama hætti.
En stóra strikið er kannski að það unga fólk sem
er að ljúka háskólanámi og hefur stefnt að því að
fara út á vinnumarkaðinn að því námi loknu stendur
allt í einu frammi fyrir gjörbreyttum aðstæðum og
„fordæmalausum“, svo notað sé alþekkt orð.
Atvinnulíf og viðskiptalíf um heim allan er nánast í
rúst og enginn veit hversu langan tíma endurreisnin
tekur.
Óhætt er að segja að engin kynslóð ungs fólks
hefur staðið frammi fyrir áþekkum aðstæðum nema
kannski þær sem stóðu í sömu sporum í lok heims-
styrjaldanna beggja á síðustu öld. Þá
hafa aðstæður á margan hátt verið
svipaðar og nú þótt „rústirnar“ séu
annars eðlis nú en þá.
Það liggur í augum uppi að það
getur orðið erfitt fyrir þá sem eru að
ljúka háskólanámi á þessu ári að finna starf á sum-
um þeirra sviða sem þetta unga fólk hefur menntað
sig til. Og þar með er umhugsunarefni hvort hægt er
að finna því verkefni og nýta menntun þess og
starfskrafta í þjóðar þágu. Þetta á ekki bara við um
Ísland heldur öll lönd í okkar heimshluta og vafa-
laust í öðrum heimshlutum líka.
Það er óskemmtilegt að þurfa að hefja starfsævina
á atvinnuleysisbótum. Nú má auðvitað vel vera að
einhverjir í þessum aldurshópum grípi til þess ráðs,
sem dæmi eru um frá fyrri kynslóðum, að þau skapi
sér verkefnin sjálf og byggi þá á eigin hugviti. Það
er í takt við þá áherzlu sem nú er lögð á „nýsköpun“.
Í kreppunni miklu upp úr 1930 náði atvinnuleysi í
Bandaríkjunum nær 25%. Aðgerðir Roosevelts
Bandaríkjaforseta á þeim tíma, sem kenndar eru við
„New Deal“, snerust mjög mikið um ungar kynslóðir
þeirra tíma. Tveir greinarhöfundar í brezka blaðinu
Guardian bentu á það fyrir nokkrum dögum að af
þeim aðgerðum mætti sitthvað læra. Þessir tveir
greinarhöfundar, sem skrifa sameiginlega grein um
þetta, David Blanchflower, prófessor við Dartmouth
College í Hanover í New Hampshire (en við þann há-
skóla var hið mikla pólarbókasafn Vilhjálms Stef-
ánssonar landkönnuðar varðveitt og er kannski enn),
og maður að nafni David Bell, vekja athygli á einum
þætti í „New Deal“ Roosevelts, sem gekk undir nafn-
inu Civilian Conservation Corps (og þeir segja að
hafi verið uppáhald hans) sem réði ungt fólk til
starfa til þess að stuðla að varðveizlu og þróun nátt-
úruauðlinda í dreifðum byggðum.
Kannski má segja að hinar ungu friðarsveitir
Johns F. Kennedy, þremur áratugum síðar, hafi
byggt á sömu hugsun, en þær voru byggðar upp af
ungu fólki sem var þjálfað til að starfa í þróunar-
ríkjum og aðstoða við uppbyggingu þeirra.
Blasa einhver slík verkefni við á Íslandi sem hægt
væri að nýta þekkingu og hugvit íslenzks æskufólks
við?
Kannski ættum við að nota tækifærið og senda
ungar sveitir landverndarfólks út um allt Ísland til
þess að lagfæra þær skemmdir sem orðið hafa víða á
vinsælum ferðamannastöðum, bæði í byggð og
óbyggðum, vegna gífurlegrar umferðar erlendra
ferðamanna. Nú eru þeir horfnir um skeið og þá get-
um við gert tvennt: Annars vegar lagfært skemmdir
á náttúrunni og hins vegar búið okkur undir mót-
töku ferðamanna á ný með því að móta reglur um
takmörkun á fjölda ferðamanna á
hverju stað, hverju sinni, svo að slíkar
skemmdir verði ekki endurteknar.
Slíkar ungar sveitir landverndarfólks
gætu bæði tekið að sér lagfæringar á
skemmdum og mótun nýrrar stefnu í
móttöku útlendinga sem vilja kynna sér náttúru
Íslands.
Greinarhöfundarnir tveir í Guardian benda á að ný
útgáfa af CCC-sveitum Roosevelts (sem íslenzkar
landverndarsveitir yrðu á sinn hátt) mundu byggja á
brennandi áhuga æsku allra landa að bjarga jörð-
inni. Sænska stúlkan Greta Thunberg er eins konar
tákn þeirrar ástríðu ungs fólks.
Inn í slíkt stórt verkefni væri hægt að setja hinn
nýja miðhálendisþjóðgarð, sem vonandi verður að
veruleika.
Í stuttu máli sagt væri með þessu íslenzku æsku-
fólki falið það viðamikla verkefni að vernda einstæða
náttúru Íslands, sem er í hættu stödd vegna mikils
átroðnings, þótt lítið hafi verið um það fjallað í opin-
berum umræðum. Það verkefni yrði þeim ungu sveit-
um innblástur til að vernda þá náttúru um aldur og
ævi. Um leið myndi unga fólkið kynnast landinu bet-
ur og öðlast nýja sýn á það hvað við erum heppin
sem hér búum og höfum tekið þetta land í arf frá
forfeðrum okkar.
Það er ekki bara miðhálendið sem hér kemur við
sögu. Hið sama má segja um nyrztu svæðin á Vest-
fjarðakjálkanum, sem munu í framtíðinni ekki síður
verða eftirsótt.
Náttúra Íslands er ígildi fiskimiðanna. Hana þarf
að vernda ekki síður en fiskistofnana í kringum land-
ið. Hún er auðlind ekki síður en fiskurinn. Sú auð-
lind mun gera okkur kleift að lifa farsællega í þessu
landi um langa framtíð. En við þurfum að læra af
reynslunni að fara betur með þá auðlind, alveg eins
og við þurftum að stöðva rányrkjuna á fiskimið-
unum.
Landverndarsveitir Íslands! Takið til höndum!
Unga fólkið og kórónuveiran
Fram Landvernd-
arsveitir Íslands!
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Í frjálsum löndum leyfist okkur aðhafa skoðanir, en rökfræðin
bannar okkur þó að lenda í mótsögn
við okkur sjálf. Þriðji frumburður
móður er ekki til, aðeins frumburð-
urinn eða þriðja barnið. Á Íslandi
eru þrjár mótsagnir algengar í
stjórnmálaumræðum.
1. Sumir segjast vera jafnaðar-
menn, en berjast gegn tekjuskerð-
ingu bóta, til dæmis barnabóta eða
ellilífeyris frá ríkinu. En auðvitað er
slík skerðing tilraun til að skammta
það fé skynsamlega, sem til skipt-
anna er, láta það renna til þeirra,
sem þurfa á því að halda, ekki ann-
arra. Maður, sem nýtur ríflegs líf-
eyris úr lífeyrissjóði starfsgreinar
sinnar eða af einkasparnaði, þarf
ekki þann opinbera grunnlífeyri,
sem fólk á lífeyrisaldri nýtur, hafi
það ekki aðrar tekjur. Menn geta
deilt um, við hversu háar tekjur á að
hefja skerðingu, en varla um sjálfa
regluna: að skammta opinbera að-
stoð eftir þörf, en ekki óháð tekjum.
2. Sumir vilja leggja niður krón-
una, taka upp evru, en afnema verð-
tryggingu. En efnahagsleg áhrif af
því að taka upp evru í öllum við-
skiptum væru svipuð og af því að
taka upp verðtryggða krónu í öllum
viðskiptum. Við gætum þá engu
breytt um peningamagn í umferð.
Gjaldmiðillinn væri á föstu og
óbreytanlegu verði. Nú eru á Íslandi
notaðir tveir gjaldmiðlar, venjuleg
króna í hversdagslegum viðskiptum
og verðtryggð króna í langtíma-
viðskiptum. Kosturinn við hina fyrri
er, að hana má fella í verði, þegar
það er nauðsynlegt. Kosturinn við
hina síðari er, að hana er ekki hægt
að fella í verði. Hún er stöðug, held-
ur gildi sínu, hvað sem á bjátar. Lán-
ardrottnar (oftast lífeyrissjóðir og
því vinnandi fólk) fá fé sitt til baka.
3. Sumir þykjast vera frjáls-
hyggjumenn, en berjast fyrir auð-
lindaskatti og jafnvel fyrir því að
taka kvóta af útgerðarmönnum. En
frjálshyggja hvílir á tveimur stoðum,
einkaeignarrétti og viðskiptafrelsi.
Einkaeignarrétturinn er hag-
kvæmur, af því að menn fara betur
með eigið fé en annarra og vegna
þess að ágreiningur leysist þá af
sjálfum sér: menn fara hver með
sína eign og þurfa ekki að eyða tíma
í þrætur um, hvernig eigi að fara
með sameign. Sjaldan grær gras í al-
menningsgötu. En hvernig geta
menn verið hlynntir einkaeign á nýt-
ingarrétti beitarlands og laxveiðiár
og ekki einkaeign á nýtingarrétti
fiskistofns? Hvers vegna vilja þeir
breyta útgerðarmönnum í leiguliða
ríkisins og útvega misvitrum stjórn-
málamönnum nýjan tekjustofn til að
þræta um?
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Þriðji frumburður
móðurinnar