Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020
Af stjórnarskránni
má ráða að forseta Ís-
lands beri fyrst og
fremst að standa vörð
um grunngildi sam-
félagsgerðarinnar (10.,
15.-16., 18.-26. og 28.-
30.gr.). Honum ber
þannig að verja þrí-
skiptingu valdsins og
önnur megineinkenni
stjórnskipunarinnar,
þar með talið lýðræðisskipulagið sem
heildar. Þá ber honum að halda í heiðri
helstu reglur lýðræðisins, t.d. að lög
séu rétt sett og að alþingismenn starfi
í þágu almannahagsmuna, að frelsi og
réttindi séu ekki þrengd með nýjum
lögum, hópum ekki mismunað, reglu-
setning og viðurlög t.d. í atvinnulífinu
ekki felld úr gildi þannig að til upp-
lausnar horfi – eða hið gagnstæða, að
stefni í lögregluríki o.s.frv.
Ekki eru allir sammála um vald-
heimildir forseta, en þó sammála því
að hann geti neitað að skrifa undir lög
(26. gr.) og að ráðherrar eigi að bera
undir hann fyrirhuguð frumvörp (16.
gr.) og skuli sá ráðherra sem flytur
málið gera það (18. gr.). Í því samráði
ríkisstjórnarinnar við forseta hlýtur
hann að geta gert athugasemdir eða
jafnvel lýst sig andsnúinn málinu fyrst
hann getur snúist gegn því á síðari
stigum þess. Hins vegar eru ekki allir
sammála um hve túlka eigi 13. grein-
ina þröngt, en í henni segir að ráð-
herra framkvæmi vald forseta.
Þá er ekki sameiginlegur skilningur
á túlkun 24. og 25. greina, sem segja
annars vegar að forseti geti boðað til
alþingiskosninga og hins vegar að
hann geti flutt mál á Alþingi. Hér er
því haldið fram að í ljósi framkvæmdar
á 16., 18.-19., 22., 26. og 28.-29. grein-
inni, sem er nokkuð samkvæmt
orðanna hljóðan, gæti forseti haldið
því fram að túlka ætti þessi ákvæði
með sama hætti – og jafnvel fleiri
ákvæði.
Forsendur inngripa
Forseti er fulltrúi þjóðarinnar, en
ekki stjórnmálastefnu sem berst fyrir
áhrifum tiltekinna hugmynda. Um
slíkt snúast alþingiskosningar. Forset-
inn á að hefja sig yfir deilur í þjóð-
félaginu og sameina en ekki sundra.
Þannig á hann mjög erf-
itt með að beita sér í póli-
tískum málum, enda þótt
meirihluti þjóðarinnar sé
á öndverðri skoðun við
þingið í tilteknu máli sem
ekki var beinlínis kosið
um í alþingiskosningum.
Hann er fulltrúi allra.
Óánægja tuga þús-
unda manna á hins vegar
að hafa áhrif á Alþingi,
enda þurfa alþingismenn
stuðning kjósenda, en
forseti á hvorki að leita
eftir pólitískum vinsældum – og því
síður að sitja undir bakhlið þeirra, van-
trausti. Hann á hins vegar að styðja
við eðlilega framkvæmd þingstarfa og
getur hvatt þingmenn til að hlusta á
rödd kjósenda ef gjá myndast milli
þings og þjóðar. Heppilegt er að
minnihluti þingmanna hafi málskots-
rétt sem myndi tryggja áhrif andófs á
ákvarðanir Alþingis.
Forsetinn hlýtur að láta fagleg rök
en ekki pólitísk liggja til grundvallar
afstöðu sinni til einstakra mála. Hann
þarf að byggja á yfirstæðum sjón-
armiðum til verndar samfélagsgerð-
inni og stjórnskipuninni og hann á að
vernda almannahag, sjá til þess að
málsmeðferð hafi fylgt góðum reglum
og vera þess fullviss að mál sé í takt
við bestu almennar reglur, s.s. mann-
réttindi. Þannig framkvæmir hann
vald sitt samhliða því að rétt kjörið
þjóðþing hefur fullt og óskorað umboð
til að móta samfélaginu reglur og taka
ákvarðanir í almannaþágu. Á ákveðinn
hátt má segja að hann sé eftirlitsaðili
með stjórnskipuninni og stjórn-
arháttum (samkvæmt áðurnefndum
greinum stjórnarskrár) og alls ekki
ábyrgðarlaus nema í tilteknum þröng-
um skilningi.
Framkvæmd GThJ
Ef við beitum þessari röksemda-
færslu á störf núverandi forseta,
Guðna Th. Jóhannessonar, bar honum
að andæfa setningu laga um bráða-
birgðaleyfi til fiskeldis á Vestfjörðum
og hafna þeim ef með þurfti, þar sem
þau gengu gegn þrískiptingu rík-
isvaldsins. Í 2. grein stjórnarskrár-
innar er tilgreint nákvæmlega hvaða
aðilar fara með framkvæmdarvald
með sambærilegum hætti og hverjir
fara með dómsvald – sem útilokar að
Alþingi keyri yfir ákvarðanir fram-
kvæmdarvaldsins rétt eins og það
getur ekki fellt dóma úr gildi. Að
þessu leyti skýrir íslenska stjórnar-
skráin vel hverjir fara með valdþætti
ríkisins, en það er óljósara hvað varð-
ar framkvæmdarvaldið í þeirri
dönsku. Hér er því ekki hægt að beita
dönskum ríkisrétti umhugsunarlaust.
Einnig hefur verið rökstutt að
málsmeðferð frumvarpsins á Alþingi
hafi ekki verið í takt við ákvæði
stjórnarskrár um störf þess. Sjón-
armiðum bókar minnar Um Alþingi:
Hver kennir kennaranum? Um máls-
meðferð frumvarpa á þingi í ljósi
stjórnarskrárákvæða um störf þess
hefur Guðni Th. ekki sýnt áhuga enn
sem komið er, en þau varða þó hlut-
verk hans beint. En úr því getur hann
bætt. Þá hefði forsetinn átt að snúast
gegn lagasetningu um bætur til
handa sakborningum í Geirfinns- og
Guðmundarmálum. Bæði vegna þess
að málið var til úrlausnar hjá dóm-
stólum og Alþingi á ekki að reyna að
hafa áhrif á aðra þætti ríkisvaldsins
og ekki síður þar sem Alþingi á ekki
að setja íþyngjandi lög (fyrir rík-
issjóð) til handa einstöku aðilum –
nema við mjög sérstakar aðstæður.
Ef Alþingi setur íþyngjandi lög ættu
þau að minnsta kosti að vera almenn.
Það er síðan framkvæmdarvaldsmál
að framkvæma slík lög og þá á grund-
velli stjórnsýslulaga, til dæmis að
semja um bætur, en dómstóla ef það
gengur ekki upp.
Hins vegar gat Guðni Th. ekki beitt
sér með beinum hætti í orkupakka-
málinu; það var afgreitt með þings-
ályktun og þær þurfa ekki samþykki
forseta. Þá var málið í raun há-
pólitískt. Enda þótt forsetinn eigi að
verja ákvæðið um alþjóðasamninga
(21. gr.) var því ekki ógnað í málinu og
því hafði hann á engan hátt forsendur
til inngripa.
Um vald forseta Íslands
Eftir Hauk
Arnþórsson
Haukur Arnþórsson
» Forsetinn hefur völd
sem leiðtogi í ríkis-
kerfinu. Hann á að beita
þeim á grundvelli yfir-
stæðra sjónarmiða til
verndar samfélagsgerð-
inni og almannahag.
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
haukura@haukura.is
Það eru margir
duglegir á Íslandi.
Sérstaklega kannski
þeir sem hafa stund-
að 100% háskólanám
samhliða 100% vinnu.
Viðkomandi voru
kannski of duglegir –
Ísland er í öllu falli
að refsa þeim fyrir
dugnað sinn þessa
stundina. Hafi þetta
duglega fólk misst vinnuna á það
nefnilega ekki rétt á atvinnuleys-
isbótum. Vinnumálastofnun flokk-
ar það sem námsmenn en ekki
launþega þó að viðkomandi hafi
verið í 100% starfi.
Er ekki svolítið skrýtið að við
búum í landi þar sem það er ekki
sjálfgefið að fólk í 100% starfi eigi
rétt á atvinnuleysisbótum, hafi það
misst vinnuna? Þeir sem voru í
100% starfi, en engu eða litlu námi
samhliða, eiga rétt á atvinnuleysis-
bótum. Ekki þeir sem voru í 100%
starfi samhliða 73,3% námi eða
meira.
Meikar það einhvern sens? Auð-
vitað ekki. Þetta er kerfisgalli sem
þarf að laga. Þetta er svo augljós-
lega fáránlegt að það ætti ekki að
vera til sú manneskja sem veit af
þessu ástandi og gerir ekkert til að
reyna að laga það.
Samt er ekki búið að laga þetta.
Kerfið lítur á þetta fólk sem
námsmenn sem stunduðu vinnu
samhliða námi. Kerfið ætti að líta
á þetta fólk sem launþega sem
stunduðu nám samhliða vinnu. Það
er nefnilega þannig að þetta fólk
getur ekki einu sinni leitað að-
stoðar hjá LÍN. Það
var nefnilega of tekju-
hátt árið 2019 til að fá
námslán að nokkru
ráði – enda launþegar
árið 2019. Þau fá
kannski 20.000 krónur
í námslán. Þurfa svo
að bíða fram í janúar
2021 til að fá námslán
sem miða að tekjum
ársins 2020. Nú – eða
einfaldlega segja sig
úr námi og bíða eftir
því að geta talist í virkri atvinnu-
leit.
Samkvæmt könnun sem
Nemendafélag Háskólans á Bifröst
gerði í lok mars voru 65% nem-
enda í 76-100% vinnu. Þó höfðu
tæplega 4% þá þegar misst vinn-
una vegna COVID-19. Það er
nefnilega nóg til af duglegu fólki
sem vann mikið með námi.
Eigum við að refsa þessu dug-
lega fólki – hrekja það úr námi og
segja því að halda sig á vinnu-
markaði? Eða eigum við að fara að
líta á launþega sem launþega –
óháð því hvað þeir gera að öðru
leyti?
Refsum fyrir dugnað
Eftir Leif
Finnbogason
Leifur Finnbogason
» Launþegar sem
stunduðu 100%
vinnu samhliða 73,3%
námi eða meira eiga
ekki rétt á atvinnu-
leysisbótum hafi þeir
misst vinnuna.
Höfundur er formaður Nemenda-
félags Háskólans á Bifröst.
Núna eru í mið-
bænum fjölmargar
göngugötur. Þar á
meðal hluti Austur-
strætis og Hafnar-
strætis, Vallarstræti,
Steinbryggjan, Kola-
gata, Reykjastræti,
Bergstaðastræti,
neðsti hluti Laugaveg-
ar ásamt neðsta hluta
Skólavörðustígs. Núna
í byrjun sumars verður
bætt við þá flóru fleiri götum. Það
eru Bankastræti, Vatnsstígur og
miðhluti Laugavegarins sem einnig
verða göngugötur.
Miðbærinn mun skarta sínu feg-
ursta í sumar með fullt af gróðri og
blómum. Það verður fallegur og hlý-
legur miðbær sem tekur á móti fólki
og í sumar verður þétt dagskrá af
viðburðum víða um miðbæinn.
Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á
stóra menningarviðburði í miðborg-
inni og þeim verður dreift yfir allt
sumarið í smærri viðburðum í stað
þess að hafa einstakar stórar hátíðir.
Í könnun sem gerð var af Maskínu
sumarið 2018 kemur einmitt fram að
af þeim sem koma vikulega eða oftar
í miðborgina eru 89% sem telja að
göngugötur hafi jákvæð áhrif á
mannlíf í miðborginni. Þess vegna er
mikilvægt að gera göngugötur.
Það er líka ábyrgðarhlutverk að
gera miðbæinn aðgengilegan sem
flestum og er göngugatan stærsta
skrefið í átt að því. Aldrei áður hefur
verið unnið jafn stíft að því að bæta
aðgengi allra að miðborginni.
Göngugötur bæta aðgengi með
meira plássi fyrir fólk á öllum aldri,
með römpum inn í verslanir og með
fleiri stæðum fyrir hreyfihamlaða í
hliðargötum.
Maskína hefur einnig gert kann-
anir vorið 2019 og 2020
þar sem kemur fram
að í fyrra var 49,1%
hlynnt göngugötum
allt árið og 18,2% svör-
uðu hvorki né. Í ár
hafa tölurnar aðeins
breyst þar sem 41,1%
er hlynnt göngugötum
allt árið og 14,7% svara
hvorki né. Þeim sem
eru andvígir göngugöt-
um hefur farið fjölg-
andi úr 32,7% árið 2019
í 44,2% núna í ár.
Það er hinsvegar deginum ljósara
að göngugötur hafa jákvæð áhrif á
umhverfið, þær draga úr mengun,
auka öryggi, skapa pláss fyrir fólk
og gróður ásamt því að vera sá þátt-
ur í öðrum borgum sem styður best
við verslun og þjónustu þar sem
gangandi vegfarandi er líklegri til
að versla en sá sem er staddur inni í
bíl.
Árið hefur framan af verið óvenju
erfitt. Því er verið að leggja aukna
áherslu á að skapa hlýlegan miðbæ
þar sem allir upplifa sig velkomna
og geta slakað á. Við þurfum að setj-
ast niður, loka augunum eitt augna-
blik, lifa og njóta.
Sumarið 2020 verður fullt af við-
burðum, gróðri og gleði. Verið öll
hjartanlega velkomin í miðbæinn.
Stærri og meiri
göngugötur
Eftir Sigurborgu
Ósk Haraldsdóttur
» Göngugötur bæta
aðgengi með meira
plássi fyrir fólk á öllum
aldri, með römpum inn í
verslanir og með fleiri
stæðum fyrir hreyfi-
hamlaða í hliðargötum.
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi og for-
maður skipulags- og samgönguráðs.