Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020 áhugamál þeirra var fréttir af fjöl- skyldunni, stórum og smáum. Og ekki má gleyma hundinum þeirra, Lukku, sem var gleðigjafi þeirra. Mamma vann hjá Hraðfrysti- húsi Ólafsvíkur í mörg ár og svo á dvalarheimilinu Jaðri, þar eignað- ist hún góðar vinkonur sem héldu tryggð við hana alla tíð ásamt æskuvinkonum, nágrönnum og frændfólki. Þegar kom að því að heilsan leyfði ekki lengur að búa heima fluttu þau á dvalarheimilið Jaðar. Það voru þung skref að yf- irgefa húsið að Sandholti 38. Pabbi þrotinn að kröftum með langt gengið krabbamein, lifði tæpan hálfan mánuð eftir flutn- inginn á Jaðar. Má segja að mamma hafi ekki náð áttum eftir það, en allt var gert til að henni liði sem best og vel hugsað um hana á Jaðri. Hún mamma var alltaf vel til höfð, fædd skvísa má segja, hárið rauða þykka og fallega mátti alls ekki verða grásprengt, þá var allt ómögulegt. Það var eins gott að hún var nýlituð þegar kallið kom svona óvænt. Sárt mun ég sakna elsku mömmu minnar, guð og góð- ir englar gæti hennar. Þín dóttir Jenný. Elsku besta mamma mín. Þú varst kletturinn minn. Alltaf gat ég leitað til þín með hvað sem er. Aldrei varstu dómhörð og ávallt varstu boðin og búin að gera allt fyrir mig og mína. Ég var alltaf, í þínum augum, litla barnið þitt, enda yngst af systkinum. Ég man þegar ég fór ásamt börnum mínum með ykkur pabba í helgarferð til Akureyrar eitt sumarið. Eitt kvöldið kíkti ég út á lífið með vinum mínum og þegar ég kom til baka um nóttina varst þú á vappi um tjaldstæðið að bíða eftir mér að ég kæmi til baka heilu og höldnu. Þú náðir ekki ró fyrr en þú vissir að ég væri komin heim. Þarna er þér vel lýst, elsku mamma, ávallt með áhyggjur af manni. Þegar Parkinsonsjúkdóm- urinn ágerðist lét hann þig hafa enn þá meiri áhyggjur af þínum nánustu. Alltaf var það svo gott að koma heim til ykkar pabba á Sandholtið. Þar var alltaf svo vel tekið á móti manni og þú varst endalaust að stjana við mann, í mat og öðru. Þú varst alveg ótrúleg, elsku mamma. Þrekið sem þú hafðir þrátt fyrir þennan leiðinda sjúk- dóm sem þú hafðir. Þrjóskan og dugnaðurinn var þitt aðalsmerki. Síðasta árið þitt á Dvalarheimilinu Jaðri fannst þér eins og ég væri alltaf í návist þinni, elsku mamma mín, ég vildi að ég hefði getað ver- ið oftar hjá þér í eigin persónu. En ég er svo heppin að eiga svo marg- ar góðar minningar um þig, mamma mín, sem munu ylja hjarta mínu um ókomna tíð. Sofðu unga ástin mín, úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt, sem myrkrið veit, minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, Meðan hallar degi skjótt, Að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson) Díana Harpa Ríkarðsdóttir. Þegar ég minnist ömmu Baddý þá hverfur hugur minn til Sand- holts 38 í Ólafsvík. Amma mín bjó alla ævi í Ólafsvík og bróðurpart- inn af lífi sínu átti hún heima í áð- urnefndri götu. Ég bjó sjálfur í Ólafsvík bæði á barnsaldri og á unglingsárum. Það var alltaf best að vera heima hjá ömmu og afa. Amma tók manni alltaf með opnum örmum og þegar ég var í heimsókn þá snerist allt um mína vellíðan. Hún kallaði mig oft prins- inn hennar ömmu sinnar. Það var svo sannarlega nafn með rentu því það var stjanað við prinsinn frá morgni til kvölds. Prinsinn fékk allt upp í hendurnar þegar hann var í Sandholtinu góða. Ég get ekki sagt að ég hafi verið heimtu- frekt barn. Amma vildi bara að mér liði sem best. Hún setti sig aldrei í fyrsta sæti og það mátti aldrei neinn vera að vesenast í kringum hana. Hún tók það ekki í mál. Börnin og barnabörnin voru alltaf númer 1, 2 og 3. Hundurinn á heimilinu, Lukka, var líka eitt af börnunum hennar ömmu og ég man eitt atvik eins og það hafi gerst í gær. Lukka lenti í því óhappi að verða undir bíl í Sandholtinu. Hún slapp þó með skrekkinn og endaði einungis með ör undir auganu. Það fyrsta sem Lukku datt í hug eftir þetta óhapp var að hlaupa beinustu leið til ömmu. Lukka vissi að hjá ömmu myndi hún fá ást og umhyggju. Þetta vissi hundurinn og þetta vissum við sem stóðum henni næst. Ef eitthvað bjátaði á þá gat maður alltaf leitað til ömmu. Hún var svo góður hlustandi og svo ótrúlega stuðningsrík. Það var allt- af hægt að treysta á hana og hún stóð alltaf með manni. Amma vann vel og lengi á elli- heimilinu í Ólafsvík. Hún var alveg sniðin í það umönnunarstarf. Það er ekki langt síðan hún fór af vinnu- markaðinum og man ég vel eftir því að hafa sótt hana í vinnuna á að- fangadagskvöldi fyrir rúmum 10 árum. Það voru því hröð og erfið umskipti fyrir hana að leggjast inn á sama elliheimili og hún áður vann á. Konan sem vildi alla tíð hjálpa öðrum var nú hjálparþurfi. Hún fann sig aldrei í þessu hlutskipti og það var henni erfitt. Amma og afi voru mjög náin hjón og kynntust þau þegar amma var aðeins 15 ára gömul. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að hún hafi fundið sinn lífsförunaut svona ung. Þau áttu mjög fallegt sam- band alla tíð og ég man ekki eftir því að hafa séð þau rífast eða vera í fýlu út í hvort annað. Ef það kom upp ágreiningur á milli þeirra þá horfðu þau hvort á annað og flissuðu. Þau drápu alltaf rifrildin í fæðingu, með hlátri og bros á vör. Það var einstaklega fal- legt að sjá. Þau voru heppin að eiga hvort annað í öll þessi ár. Nú eru þau sameinuð á ný og sé ég þau fyrir mér á sólríkum sumar- degi horfa friðsamlega yfir speg- ilsléttan Breiðafjörð. Sátt með líf- ið sem þau áttu saman. Það er svo margt sem ég hef lært af ömmu. Góðvild, hjálpsemi og þolinmæði og svo mætti lengi telja. Hún á stóran sess í hjarta mínu og var mér sem önnur móðir. Blessuð sé minning hennar. Andri Freyr Ríkarðsson Elsku fallega, góða Gréta frænka er látin. Við erum svo þakklátar fyrir að hafa haft hana sem frænku okkar. Hún var svo hamingjusöm með Torfa sínum, en Gréta var ein- staklega hlý og góð manneskja og yndisleg móðir Nínu og Sigur- jóns. Við vorum alltaf velkomin inn á glæsilegt heimili þeirra hjóna. Svo sorglegt og ósanngjarnt að Gréta hafi ekki fengið lengur að njóta lífsins. Allt sem Gréta tók sér fyrir hendur var alveg ein- staklega glæsilegt, hún var sann- ur höfðingi heim að sækja. Alltaf fjör og gaman í kringum hana. Gréta var mjög hjálpsöm og alltaf reiðubúin að hlusta og gefa góð ráð. Þegar ég bað hana að fylgja Leu til Kanada var það sko ekk- ert mál. Gréta flugfreyja var til staðar. Hún var svo flott flug- freyja sem virkilega elskaði vinn- una sína. Gréta var líka einstak- lega mikill dýravinur og sýndi það hversu ljúf og góð manneskja hún var hvernig hún hugsaði um dýrin sín. Kærleikurinn skein frá henni og man ég hversu mikið hún dáði og elskaði meðal annars Sesa, Bassa og hestana sína. Elsku Gréta barðist við illvígan sjúkdómi í eitt ár og var búin að standa sig eins og hetja, hún ætl- aði svo virkilega að klára þessa baráttu. Að lokum varð hún að láta undan. Nú hafa amma og afi tekið á móti þér, elsku frænka. Hennar verður sárt saknað. Blessuð sé minning góðrar konu. Elsku Torfi, Nína og Sig- urjón, megi góður Guð blessa ykkur og gefa ykkur styrk í sorg- Gréta Garðarsdóttir ✝ Gréta Garð-arsdóttir fædd- ist 26. júlí 1961. Hún lést 13. maí 2020. Útför Grétu fór fram 25. maí 2020. inni. Ykkar missir er mikill. Samúðarkveðj- ur, Lísa og Salome. Ótalmargar gleðistundir skjóta upp kollinum þegar við hugsum um Grétu. Aldrei þurfti sérstakt tilefni til að gera sér glaðan dag og njóta félagsskapar með þeim hjónum. Bæði voru þau víðförul og höfðu upplifað margt í gegnum atvinnu sína og áhugamál. Gréta var heimsborgari, hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum og kunni ýmislegt fyrir sér í matargerð og framreiðslu. Hún var því smekk- kona og höfðingi heim að sækja. Þau hjónin höfðu því frá mörgu að segja og þess vegna var stutt í skemmtilegar sögur og sögusvið- ið gat verið framandi. Alltaf hafði Gréta eitthvað á prjónunum og margt var brallað í gegnum tíðina. Fylgdumst við með ýmsum áætlunum þeirra hjóna verða að veruleika. Þær gátu bæði varðað framkvæmdir í bænum, í Borgarfirði og víðar og tómstundir á fjórhjólum, flugvél- um eða öðrum farartækjum. Einu sinni bar þau að garði á vél- fák einum miklum, en sem betur fer var honum lagt skömmu síð- ar. Það var sárt að fylgjast með Grétu takast á við illvígan sjúk- dóm og hún kvaddi þennan heim alltof snemma en við varðveitum minningarnar um góðar stundir saman og erum þakklát fyrir þær. Nú á fjölskyldan um sárt að binda og er hugur okkar fyrst og fremst hjá Sigurjóni, Nínu og Torfa á þessum erfiða tíma og sendum við þeim og öðrum ást- vinum innilegustu samúðarkveðj- ur. Sigrún og Ólafur Briem. Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, LÚÐVÍK LÚÐVÍKSSON, Strandaseli 11, lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. maí. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 4. júní klukkan 13. Pála Kristín Bergsveinsdóttir Ívar Örn Lúðvíksson Kristófer Páll Lúðvíksson Lúðvík Lúðvíksson Steinunn J. Kristófersdóttir Sigurlaug Pálsdóttir Bergsveinn Þorkelsson Sigríður Jónatansdóttir Valgarður V. Lúðvíksson Berit Willysdóttir Eide G. Arna Lúðvíksdóttir Guðbrandur Elí Lúðvíksson Fatima Fahmi Lea Valdís Bergsveinsdóttir Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, VALDIMAR JÓNSSON frá Garðbæ, Stokkseyri, lést á dvalarheimilinu Lundi þriðjudaginn 26. maí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 2. júní klukkan 14. Sigrún Helga Valdimarsd. Guðrún Jóna Valdimarsd. Ole Olesen Steinar Ingi Valdimarsson Steingerður Katla Harðard. Óskar Þorsteinsson Hildur Harðardóttir Bragi Birgisson Haukur Harðarson Anna Baldvinsson Sveinn Harðarson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN HARALDSDÓTTIR Sella, frá Seyðisfirði, Borgarvegi 29, Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 2. júní klukkan 14. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun undanfarið. Ísleifur Guðleifsson Arnbjörg Ísleifsdóttir Sveinhildur Ísleifsdóttir Mekkín Ísleifsdóttir Guðmundur Sæmundsson Guðleifur Ísleifsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra HULDA KRISTÍN VATNSDAL lést á Landspítalanum sunnudaginn 24. maí. Jarðsungið verður frá Seljakirkju föstudaginn 5. júní klukkan 15. Arnar Þór Vatnsdal Sandra Dögg Vatnsdal Karl Kristinn Júlíusson Ragnheiður J. Gissurardóttir Ásgerður S. Gissurardóttir Þorvaldur H. Gissurarson Hörn Gissurardóttir Gunnlaug Gissurardóttir Hrefna Guðbjörg Ásmundsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT HELENA HÖGNADÓTTIR Álfhólsvegi 103, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 27. maí. Útför fer fram frá Áskirkju föstudaginn 5. júní klukkan 11. Hallgrímur Sigurðsson Elín S. Hallgrímsdóttir Sigurjón E. Einarsson Anna Helga Hallgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR INGI HJÁLMARSSON Siggi á Ásfelli, lést í faðmi fjölskyldunnar á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi, 27. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 5. júní klukkan 13. Einnig verður streymt frá útförinni á akraneskirkja.is. Sigríður Sigurðardóttir Jón Ágúst Þorsteinsson Sæunn Ingibjörg Sigurðard. Björn Baldursson Haraldur Sigurðsson Elín Heiða Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÓLAFSSON Fossvegi 6, Selfossi, lést sunnudaginn 24. maí á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fösudaginn 5. júní klukkan 14. Ólafur Jónsson Sigríður Jónsdóttir Ólafur Óskarsson Vigdís Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.