Morgunblaðið - 30.05.2020, Page 40

Morgunblaðið - 30.05.2020, Page 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020 30. maí 1987 Arnór Guðjohnsen er marka- kóngur efstu deildar og meistari með Anderlecht, auk þess sem hann er útnefndur besti leikmaður deildarinnar af tveimur stærstu dagblöðum landsins. 30. maí 1998 Jón Arnar Magnússon setur Ís- landsmet í tugþraut, 8.573 stig, og er þriðji í keppni flestra bestu tugþraut- armanna heims í Götziz í Aust- urríki. Hann bætir eigið met um 103 stig og kemst í 20. sæti í heimslista greinarinnar frá upphafi. Metið stendur enn. 30. maí 2010 Kiel, með Alfreð Gíslason sem þjálfara og Aron Pálmarsson sem leikmann, er Evr- ópumeistari í handknattleik eftir sigur á Barcelona, 36:34, í úrslitaleik Meistaradeild- arinnar í Köln. 31. maí 1982 Jón Diðriksson setur Íslands- met í 1.500 metra hlaupi á móti í Rehlingen í Vestur- Þýskalandi, 3:41,65 mínútur. Metið stendur enn. 31. maí 1984 Sigurður T. Sigurðsson setur Íslandsmet í stangarstökki á móti í Lage í V-Þýskalandi, stekkur 5,31 metra. Metið stendur enn. 31. maí 1989 Vésteinn Haf- steinsson setur Íslandsmet í kringlukasti á móti á Selfossi, kastar 67,64 metra. Metið stendur enn. 31. maí 1989 Ísland nær afar óvæntu jafn- tefli við Sovétríkin í Moskvu, 1:1, í und- ankeppni HM í knattspyrnu karla og er fyrst liða til að ná stigi gegn Sov- étmönnum í þessari keppni á heimavelli þeirra frá upphafi. Halldór Áskelsson jafnar á 86. mínútu og það er fyrsta mark sem Sovétríkin fá á sig á heimavelli í keppninni í 24 ár. 31. maí 1997 Ísland sigrar Egyptaland, 23:20, í leik um 5. sætið á HM karla í handknattleik í Kuma- moto í Japan og nær þar besta árangri sínum í keppn- inni frá upphafi. 31. maí 1997 Jón Arnar Magnússon setur Íslandsmet með raftímatöku í 100 m hlaupi þegar hann hleypur á 10,56 sekúndum á tugþrautarmóti í Götziz í Austurríki. Metið stendur enn. 31. maí 2009 Ólafur Stefánsson skorar markið sem ræður úrslitum þegar Ciudad Real sigrar í Meistaradeild Evrópu annað árið í röð. Hann skorar átta mörk þegar Ciudad vinnur upp fimm marka forskot Kiel á útivelli. Á ÞESSUM DEGI og á frábærar minningar, þetta var alveg fullkomið dæmi til að kýla á.“ Sveinbjörn segist hafa haft mikla löngun til að snúa aftur, en þó aðeins erlendis þar sem hann getur einbeitt sér að fullu að handboltanum. „Það var lengi í kollinum á mér að reyna að spila aftur en þá bara erlendis, þar sem þetta er full atvinnumennska. Það er aðeins auðveldara fyrir líkam- ann að vera atvinnumaður heldur en að vinna sem málari heilan dag og spila með því. Núna verð ég bara í handboltanum og í flottri aðstöðu með aðgang að sjúkra- þjálfara. Maður er kannski bara í vinnunni í 3-4 tíma á dag og hefur allan tímann þar á milli til að hugsa vel um sig.“ Íslendingahefð í Aue Þó nokkrir Íslendingar hafa spilað fyrir Aue en Rúnar Sig- tryggsson þjálfaði meðal annars liðið á árunum 2012 til 2016 eða á sama tíma og Sveinbjörn var þar. Hann er einn sjö Íslendinga sem hafa spilað fyrir félagið en sig- ursælasti kaflinn í sögu félagsins kom einmitt á þessum árum. „Arnar Jón Agnarsson braut ís- inn þarna 2009. Svo komum við á færibandi, ég og Rúnar komum saman 2012 og svo komu Bjarki Már Gunnarsson og Árni Þór Sig- tryggsson ári á eftir. Svo kom Hörður Fannar Sigþórsson og auðvitað spilaði Sigtryggur, sonur Rúnars þjálfara, þarna. Þetta voru bestu árin hjá liðinu, við náðum 6.-7. sæti tvö ár í röð. Þeir kunna vel við okkur Íslendingana og við áttum frábæra tíma þarna allir sem einn,“ segir Sveinbjörn en eins og áður sagði verður hann með landa sínum Arnari Birki Hálfdánssyni í liðinu á næstu leik- tíð. „Við höfum verið í smá sam- bandi eftir að þetta kom upp, hann spurði mig út í Aue, hvernig liðið og bærinn væru, áður en þetta kom upp hjá mér. Þetta kom upp hjá mér fyrir kannski tveimur vikum og ég skrifaði undir um síð- ustu helgi.“ Þá segist Sveinbjörn ekki vera að fara til Þýskalands til að gera neitt annað en að spila en hann ætlar sér að vera í stóru hlutverki í þýsku annarri deildinni í vetur. „Sá sem meiddist var alveg númer eitt, svo er einn 18 ára markvörð- ur sem er nýstiginn upp í meist- araflokk og annar nokkuð ungur að láni frá öðru liði. Ég býst við að spila mikið og stefni að því, þó auðvitað sé ekkert öruggt í því. Ég er fenginn þangað til að spila og ég ætla mér gott hlutverk,“ sagði Sveinbjörn ennfremur.  Sveinbjörn Pétursson var hættur eftir bílslys  Málningarvinna eða handbolti Morgunblaðið/Þórir Tryggvason Endurkoma Sveinbjörn Pétursson er á leið til Þýskalands á ný eftir að kallið kom frá Aue. HANDBOLTI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Handknattleiksmarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson er á leiðinni aftur í atvinnumennskuna eftir að hafa hætt í handbolta fyrir tæpu ári. Hann lenti í bílslysi veturinn 2018 og í kjölfar þess að hafa glímt við erfið meiðsli í baki vegna þess ákvað hann að leggja skóna á hilluna í fyrrasumar eftir að hafa varið mark Stjörnunnar í Garðabænum frá 2016. Nú er hann hins vegar að ganga í raðir þýska B-deildarfélagsins Aue sem hann spilaði með á árunum 2012 til 2016 og verður því annar tveggja Íslendinga sem spila með liðinu næsta vetur. Arnar Birkir Hálfdánsson varð fyrr í vikunni sjöundi Íslending- urinn í sögunni til að semja við Aue en félagið tilkynnti komu þeirra beggja á fimmtudaginn. Þegar Morgunblaðið slær á þráð- inn til Sveinbjörns er hann í vinnunni en Ísfirðingurinn er mál- ari. Hann segist ekki hafa hætt í handboltanum vegna þess að hann langaði til þess, meiðslin sem hann varð fyrir í bílslysinu hafi einfaldlega sett honum afarkosti: hætta að vinna eða hætta í hand- bolta. „Fyrir slys vann ég 6-7 tíma á dag og fór svo á æfingu, allt í góðu. Eftir á þurfti ég hins vegar að velja á milli; annaðhvort að vinna eða spila bolta. Ég var ekki að fá það mikið borgað að geta bara spilað og ég gat ekki gert hvort tveggja. Ég hætti aldrei af því að mig langaði til þess,“ segir Sveinbjörn sem er fullur tilhlökk- unar yfir að byrja aftur. „Þetta kom upp fyrst í byrjun janúar, þá meiðist hjá þeim mark- vörður og þeir hafa samband, spyrja hvort ég geti hoppað inn. Það var of stuttur aðdragandi að því fannst mér en svo slítur þessi sami markvörður krossband í endurhæfingunni fyrir u.þ.b. tíu dögum,“ bætir Sveinbjörn við og segist hafa verið á leiðinni til Þýskalands með kærustu sinni. Það stóð alltaf til að komast aftur í handboltann og var hann tilbú- inn að semja við töluvert lægra skrifað félag. „Það hefur alltaf verið gott samband á milli mín og félagsins síðan ég var þarna og kærastan mín er þaðan. Þeir vissu að við vorum á leiðinni til Þýska- lands aftur og ég hafði stefnt á að byrja að spila aftur. Ætlaði í hvaða lið sem er Ég ætlaði bara að komast í hvaða lið sem er, bara það sem var í boði til að koma mér aftur af stað og sýna mig. Ég bjóst ekki við því að tilboð kæmi úr annarri deildinni, ég var alveg undir það búinn að fara í deildina fyrir neð- an og byrja þar. Ég er í góðu sambandi við marga stráka þarna Sveinbjörn Pétursson » Markvörður frá Ísafirði en lék fyrst í meistaraflokki á Ak- ureyri. » Hér heima hefur hann leikið með HK, Akureyri og Stjörn- unni. » Snýr nú aftur til Aue þar sem hann lék árin 2012-2016. Þeir kunna vel við Íslendinga Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur í Wolfs- burg sneru aftur í þýsku efstu deildinni í knattspyrnu eftir tveggja mánaða hlé vegna kór- ónuveirufaraldursins. Toppliðið fékk Köln í heimsókn og spilaði Sara allan leikinn fyrir heimakonur, sem unnu öruggan 4:0-sigur. Liðið er á toppi deild- arinnar með átta stiga forystu á Bayern München og fer loka- umferðin fram 28. júní. Sara ætlar sér fjórða titilinn í röð í sumar áður en hún fer frá félaginu. Öruggt hjá Söru í endurkomunni Morgunblaðið/Eggert Sigur Sara Björk Gunnarsdóttir vann öruggan sigur með Wolfsburg. Íris Björk Símonardóttir, fyrrver- andi landsliðsmarkvörður í hand- knattleik, verður markmannsþjálf- ari U-16 ára landsliðs kvenna og verður hluti af teymi þeirra Ágústs Jóhannssonar og Árna Stefáns Guðjónssonar sem þjálfa liðið. Íris Björk hætti í handbolta fyrr í vik- unni eftir glæstan feril en hún var einn besti markvörður landsins um árabil. Á þarsíðasta tímabili, 2018- 19, var hún kjörin besti leikmaður deildarinnar en þá vann Valur alla þrjá titlana sem í boði voru. Fékk hún sömu nafnbót árið 2015. Íris þjálfar efni- lega markverði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjálfari Íris Björk Símonardóttir hefur snúið sér að þjálfun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.