Morgunblaðið - 30.05.2020, Side 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020
Norræna listkaupstefnan CHART,
sem haldin hefur verið í ágúst mörg
undanfarin ár í sýningarsölum
Charlottenborg í Kaupmannahöfn,
með þátttöku allra helstu mynd-
listar- og nú síðast einnig hönn-
unargallería Norðurlanda, verður
með breyttu sniði í ár. Einungis
verða sýnd verk eftir konur í öllum
galleríunum sem taka þátt, og þá
verður listkaupstefnan vegna veiru-
faraldursins ekki haldin í Kaup-
mannahöfn einni heldur í höfuð-
borgum Norðurlandaríkjanna fimm,
sömu helgina, 28. til 30. ágúst, í gall-
eríunum sjálfum sem taka þátt.
Eins og undanfarin ár taka þrjú ís-
lensk gallerí þátt í CHART: i8,
BERG Contemporary og Hverfis-
gallerí.
Í yfirlýsingu frá Nönnu Hjorten-
berg, listrænum stjórnanda
CHART, er markmiðið með því að
sýna einungis verk eftir konur sagt
vera það að varpa ljósi á mikilvæga
áskorun innan myndlistarmarkaðar-
ins. Í galleríunum verða sýningar á
verkum kvenkyns listamanna sem
þau vinna með, auk sérstakra við-
burða á netinu, en þetta er tilraun
til að hjálpa norrænum galleríum
aftur af stað í starfsemi sinni eftir
stöðvunina og höggið sem Covid-19
faraldurinn hefur verið myndlistar-
markaðinum, auk þess að tengja
þau að nýju við alþjóðlega mynd-
listarmarkaðinn.
Hjortenberg segir tölur sem
liggja fyrir sýna að á alþjóðlegum
listkaupstefnum séu 76 prósent
verkanna gerð af karlkyns lista-
mönnum og sú ákvörðun að sýna nú
bara verk eftir konur eigi að benda
á það misræmi og vera um leið til-
raun til að byrja að leiðrétta það.
Það að engar sjáanlegar breyt-
ingar hafi orðið á þessu misræmi á
síðustu árum sýni að það muni ekki
gerast af sjálfu sér.
„Þessi tími nú er gott tækifæri til
að endurhugsa myndlistarsenuna
sem við viljum sjá í framtíðinni,“
segir hún. „Við höfðum þegar, fyrir
faraldurinn, ákveðið að sýna ein-
ungis verk kvenna á CHART 2020 í
Charlottenborg og við munum halda
okkur við það í þessari nýju fram-
setningu.“ Hún segir það aðkallandi
að leiðrétta þetta kynjamisrétti á
listmarkaðinum, aðstandendur
CHART geti ekki leyst það einir en
í sameiningu sé hægt að koma á
hugarfarsbreytingu. „Hér á Norður-
löndum vinnum við gjarnan með
öðrum hætti en gert en annars stað-
ar og getum auðveldlega lært hvert
af öðru,“ segir hún og bætir við að
það sé áskorun fyrir norræna mynd-
listarsamfélagið að skapa jafnari og
fjölbreytilegri myndlistarsenu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Á CHART Gestir fá kynningu á verkum Steingríms Eyfjörð á sýningu
Hverfisgallerís á CHART í Charlottenborg í Kaupmannahöfn í fyrra.
Sýna einungis verk
kvenna á CHART
Mennta- og menningarmálaráð-
herra samþykkti nýverið tillögu leik-
listarráðs um styrki til atvinnu-
leikhópa í átaksverkefni í menningu
og listum fyrir árið 2020. Alls bárust
190 umsóknir frá 170 atvinnu-
leikhópum og sviðslistamönnum og
sótt var um ríflega 930 milljónir
króna. Samkvæmt upplýsingum frá
Rannís hefur verið ákveðið að veita
95 milljónum króna til 30 verkefna
sem skiptast þannig: níu leikverk,
fjögur sviðsverk fyrir börn, þrjú
söngverk, fimm dansverk, tvær
sirkussýningar, tvær hátíðir og
fimm rannsóknar- og námskeiðs-
verkefni. Tíu af verkefnunum hljóta
viðbótarstyrki vegna seinkunar og
tafa síðvetrar. Árangurshlutfall um-
sækjenda er um 16%.
Leikhópurinn Lotta fær hæsta
styrkinn, eða 8.170 þúsund krónur
til uppsetningar á fjölskyldusöng-
leiknum Bakkabræður sem frum-
sýndur verður á miðvikudag. Næst-
hæsta styrkinn, eða 7.668 þúsund
krónur, hlýtur hópurinn Filippus
Kusk ehf. undir stjórn Einars Aðal-
steinssonar til að setja upp söngleik-
inn Halastjarna. Þar næst kemur
hópurinn Sería 3: ég býð mig fram
sem hlýtur 7.175 þúsund krónur til
að setja upp dansverkið Milli stunda.
Pálína frá Grund ehf. undir stjórn
Pálínu Jónsdóttur hlýtur 6.605 þús-
und krónur til að setja upp sviðs-
verkið Ég kem alltaf aftur/
Ódauðleikinn og Galdra Loftur.
Hælið undir stjórn Maríu Pálsdóttur
fær 6.040 þúsund krónur til að setja
upp leiksýninguna Meðan lífs ég er.
Hópurinn Hin fræga önd undir
stjórn Ingibjargar Ýrar Skarphéð-
insdóttur hlýtur 5.330 þúsund krón-
ur til að setja upp barnaóperuna
Fuglabjargið.
Reykjavík Dance Festival undir
stjórn Árgerðar Guðrúnar Gunnars-
dóttur hlýtur 4.860 þúsund krónur
til að setja upp röð dansverka undir
heitinu Stefnumót. Sirkus Íslands
ehf. undir stjórn Öldu Brynju
Birgisdóttur hlýtur 4.640 þúsund
krónur fyrir sýningarferð Farand-
sirkussins. Galdur Productions sf.
undir stjórn Steinunnar Ketils-
dóttur hlýtur 4.060 þúsund krónur
fyrir dansverkið Verk nr. 2. Kóme-
díuleikhúsið undir stjórn Elfars
Loga Hannessonar hlýtur 3.940 þús-
und krónur til að setja upp leiksýn-
inguna Beðið eftir Beckett. Hand-
bendi Brúðuleikhús ehf. undir stjórn
Gretu Ann Clough hlýtur 3.470 þús-
und krónur fyrir brúðulistahátíðina
Hvammstangi International.
Önnur verkefni sem hljóta styrk
eru (í stafrófsröð umsækjenda):
Afsakið fær 1.940 þús. fyrir upplif-
unarsýninguna Afsakið mig; Dáið er
allt án drauma fær 2.610 þús. fyrir
samnefnda samtímaóperu; Frið-
þjófur Þorsteinsson 1.250 þús. fyrir
vefvanginn Showdeck; Hominal fær
2.710 þús. fyrir samnefnda barna-
sýningu; Konserta fær 1.640 þús.
fyrir leiksýninguna Sagan; Lalalab,
Miðnætti og Smartílab 1.430 þús.
fyrir barnasýninguna Hjálpum
trénu; Listbrú 2.040 þús. fyrir rann-
sókina Ferðanet sviðslistafólks
innanlands; Lið fyrir lið 780 þús. fyr-
ir leikferð Skarfs; Margrét Bjarna-
dóttir 1.135 þús. fyrir dansverkið
Síðasti dansinn; Menningarfélagið
Tær 2.109 þús. fyrir dansverkið
Tapað – fundið; Möguleikhúsið ehf.
1.190 þús. fyrir hljóðverkið Eldbarn-
ið; PólÍs 1.640 þús. fyrir sviðsverkið
Co za poroniony pomysl; Svartur
jakki 1.120 þús. fyrir óperuna KOK;
Tabúla rasa 1.230 þús. fyrir sviðs-
verkið The last kvöldmáltíð; The
Institute of Recycled Expectations
1.438 þús. fyrir dansverkið Svanna-
vatnið; Tinna Ottesen 1.270 þús. fyr-
ir rannsóknina Tæknileg og fagur-
fræðileg rannsókn á latexi, silicone
og plastefnum og Á meðan 1.230
þús. fyrir leikverkið Trámað í
hárinu.
Samkvæmt vef Stjórnarráðs
Íslands skipa Leiklistarráð árin
2019-2021 Páll Baldvin Baldvinsson
formaður skipaður án tilnefningar,
Hjálmar Hjálmarsson tilnefndur af
Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa og
Karen María Jónsdóttir tilnefnd af
Sviðslistasambandi Íslands.
95 milljónir til 30
verkefna atvinnuhópa
Alls bárust 190 umsóknir frá 170 atvinnuleikhópum
og sviðslistamönnum Sótt var um ríflega 930 milljónir
Bræður Leikhópurinn Lotta fær hæstan styrk fyrir Bakkabræður.
Þýska leikkonan Irm Hermann er
látin, 77 ára að aldri. Hermann var
með þekktari leikkonum Þýska-
lands og lék bæði á sviði, í sjón-
varpi og útvarpi og var lengi vel
ein helsta samstarfskona leikstjór-
ans Rainer Werner Fassbinder.
Hann kynntist henni þegar hún
starfaði sem einkaritari og sann-
færði hana um að segja starfi sínu
lausu og leika fyrir hann í stutt-
myndinni Der Stadtstreicher árið
1966. Vakti sú mynd athygli á þeim
báðum í kvikmyndaheiminum
þýska.
Hermann lék í fjölda kvikmynda
Fassbinders og hlaut mikið lof
fyrir. Þau Fassbinder áttu í stuttu
sambandi en hann lést aðeins 37
ára árið 1982. Greindi Hermann frá
því síðar að hann hefði beitt hana
ofbeldi. Hermann lék einnig í kvik-
mynd Werner Herzog, Woyzeck, á
móti Klaus Kinski, og í heildina lék
hún í yfir 160 kvikmyndum og sjón-
varpsþáttum á ferli sínum.
Leikkonan Irm Hermann látin, 77 ára
Látin Leikkonan Irm Hermann í hlutverki
sínu í kvikmynd Rainer Werner Fassbinder,
Händler der vier Jahreszeiten, frá 1972.
Fyrirhuguð kvikmynd með Tom
Cruise í aðalhlutverki og sú fyrsta
sem tekin verður upp úti í geimnum
er nú komin með leikstjóra, Doug
Liman, að því er kvikmyndavefur-
inn Deadline greinir frá. Cruise og
Liman hafa unnið saman áður, við
kvikmyndirnar Edge of Tomorrow
og American Made, og segir í frétt-
inni að Liman sé einnig handrits-
höfundur geimmyndarinnar og
einn framleiðenda. Engar upplýs-
ingar hafa borist um umfjöllunar-
efni myndarinnar eða söguþráð en
þó hefur verið staðfest að tökur
munu fara í alþjóðlegri geimstöð
NASA. Þá er fyrirtæki Elon Musk,
SpaceX, einnig tengt verkefninu ef
marka má tíst milljarðamæringsins
á Twitter nýverið, að því er fram
kemur á vef Guardian.
Doug Liman fer með Cruise út í geim
Geimfari Tom Cruise ætlar út í geim.
Hér sést hann leika í Edge of Tomorrow.