Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Blaðsíða 2
Hvernig liggur á þér? Mjög vel, betur en oft áður. Ég er kominn aftur af stað sem tónlistarmaður en ég hef ekki spilað gigg síðan 20. febrúar. Ég er búinn að vera tónlistarmaður í 35 ár þannig að það er skrítið að detta svona út. Ertu mikið bókaður á næstunni? Já, alveg svakalega. Íslendingar virðast líka muna eftir þeim sem skemmtu fólki í samkomubanninu. Ég var með sjónvarpsþátt og spilaði svo lög á Facebook, eitt á dag. Þetta skilar sér allt sam- an. Kom eitthvað gott út úr þessu skrítna Covid- tímabili? Ekki þannig, en við hjónin þurftum að fara í sóttkví því við vor- um í flugvél frá München þar sem einhverjir voru sýktir. Við vor- um mest hissa á því hvað okkur fannst gaman að vera tvö ein saman í fjórtán daga. Það var virkilega gaman! Hvaða tónleikar eru þetta á sunnudaginn? Við Stebbi höfum auðvitað spilað saman í þrjátíu ár og komum oft saman sem skemmtiatriði og spilum þá í svona hálftíma, en svona við og við höldum við tveggja tíma tónleika. Við eigum svo mikið af lögum. Rétt eftir að veitingastaðurinn Sjáland var opn- aður höfðu þau samband og báðu okkur að halda tónleika. Við sögð- um strax já. Það er mjög spennandi. Hvaða lög verða spiluð? Okkar lög. Sambland af því sem við höfum verið að gera saman og svo spilum við lögin mín og svo Sálarlög. Allt frá ballöðum upp í arg- asta rokk og ról. EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Ballöður og rokk og ról Morgunblaðið/Eggert Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2020 Mist Þrastardóttir Ég er að útskrifast úr MR og fer svo í aðra stúdentaveislu líka. SPURNING DAGSINS Hvað á að gera um hvíta- sunnuna? Valur Magnússon Ég ætla að elska sjálfan mig og njóta þess að vera í bænum. Sigríður Diljá Vagnsdóttir Ég ætla að vera heima í sauðburði; í Þingeyjarsveit. Karl Rafnsson Ég fer væntanlega út úr bænum, jafnvel til Aðalvíkur. Ég hef aldrei komið þangað. Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson verða með tónleika á Sjálandi sunnudaginn 31. maí kl. 21.00. Miðar fást á tix.is og við innganginn. Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.innlifun.is Vikan hefur verið heldur tíðindalítil, svona persónulega að minnstakosti. Ég skráði mig reyndar á nýliðanámskeið hjá hlaupahópi ogmætti á fyrstu æfingu á mánudaginn. Það var sex stiga hiti, rigning og rok. Fólk var þarna ofurpeppað. Stjórnandinn var ofsaglöð. Mér var bara kalt og heilinn í mér frosinn. Ég sá ekkert út um gleraugum fyrir regn- dropum. Það var hlaupið hring eftir hring og ég sá konur spjalla létt saman á hlaupunum. Ég rak lestina móð og másandi. Samt er ég búin að æfa mig í tvo mánuði. En kannski aldrei í roki og rigningu og ískulda! Var þetta ekki örugglega byrjendanámskeið, hugs- aði ég þegar ég hlunkaðist áfram heilum hring á eftir öllum hinum. Næsti tími var á miðvikudaginn. Aftur voru heilar sex gráður, hífandi rok og úrkoma. Mér varð skyndilega voðalega illt í maganum og með hroll. Ég gat ómögulega farið að pína mig út í þetta veður þegar heima beið sófinn og mjúka teppið mitt frá Perú. Ég var samt með samviskubit. Af hverju get ég ekki verið eins og nafna mín og lífsstílsbloggarinn Ás- dís Ósk Valsdóttir sem stundar heilar fjórar íþróttir? Sem reis eins og fuglinn Fönix úr sófanum og lagðist aldrei í hann aftur? Sem missti tutt- ugu kíló á tveimur árum og fann sér meira að segja kærasta á Tinder, reynd- ar eftir mikla leit. Annars skil ég ekki hvernig hún fann mann þar. Þessir fáu myndarlegu menn á mínum aldri sem eru á Tinder vilja flestir konur sem eru 25 til 45. Einu kallarnir sem læka mig eru sjötíu plús. Og nei, takk. Enda er ég löngu búin að gefast upp á þessu og hef það bara mjög fínt með kettinum, takk fyr- ir. Það þurfa nefnilega ekki allir að vera steyptir í sama mót; sambandsmótið. Það hentar mér bara alls ekki og þið megið alveg hætta að spyrja mig hvort ég sé búin að finna ástina. Ég finn hana ekki því mig langar ekki til þess. Ég hef það bara svaka fínt. Komst loks í klippingu og strípur og sumarið á næsta leiti! Og þetta með hlaupanámskeiðið. Er að spá í að gefa þessu smá séns. Það er tími í fyrramálið klukkan níu. Ég mæti þar spræk og með bros á vör, búin að reima á mig hlaupaskóna og ætla núna að muna eftir húfu og vettlingum. Já, ég ætla að mæta. Ég skal mæta! Tja, ef það rignir ekki! Hlaup eða mjúka teppið frá Perú? Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Einu kallarnir semlæka mig eru sjötíuplús. Og nei, takk. Endaer ég löngu búin að gefast upp á þessu og hef það bara mjög fínt með kettinum, takk fyrir. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.