Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Blaðsíða 17
Hún var svona:
Sæll vert þú! síglaði vinur!
Signi þig himinn og frón.
Fátt er um fundi okkar,
ég finn það er andanum tjón.
Embættisskjal hef ég skrifað,
í skyndi og stílað til þín.
Til smekkbætis ber ég á borðin
Boðnar-, og Sónar vín.
Ég ætla að segja þér sögu,
sem þó er alls ekki ný.
Hún er alltaf að endurtakast,
og er mér hvimleið af því.
Fólkið vill tafarlaust fá mig
og finnst ekki þurfa neitt víl.
En enginn vill leggja það á sig
að útvega í ferðina bíl.
Ég á að hlaupa í húsin
og heimta bílana fljótt.
Stundum í vitlausu veðri
vetrar; um koldimma nótt.
Ef að ég æmti eða hika,
óðara heyri ég ragn:
„Því í andskotans erki-djöfli
áttu ekki sjálfur vagn?!!!
„Skortir þig skyldurækni
skaffir þú eigi vagn.
Að annarri eins læknislýju
er lítið sem ekkert gagn.“
Tilraunir takast mér engar
að telja fram skynsamleg rök.
Ef eitthvað er ekki í lagi.
það eingöngu reiknast mín sök.
Þetta er óboðlegt ástand
minni ágætu!, viðkæmu sál.
Þú verður að líkna okkur ljúfi,
og leysa það rækallans mál.
Skipaðu nefnd nú í skyndi.
Skynsemi er nefndanna fag. -
Af fundi hún má ekki fara
fyrr en hún sett hefir lag,
á fartækja málið að fullu
og falið þér úrslita ráð.
Allir munu á þessu græða,
ef alls er með skynsemi gáð.
Og fólkið það hlýtur að fagna
þeim flýti, sem verður mér á
að byrla því blöndur og skera
og bjarga því - guðsríki frá.
Því þangað mun enginn mjög óðfús.
Hver einasti biður um frest.
Sérhverri sálu finnst nauðsyn
að syndga sem lengst og mest.
Þetta er ekkert gaspur minn góði,
né guðlast sem varðar við lög.
En lögmál sem lífið skal hlýða,
að lýsingu alþjóðar drög.
Ég er ekki upplagður núna,
andinn er stokkinn frá mér.
Í guðsfriði, göfugi vinur,
gæfan sé stöðugt með þér.
Það átti fyrir bréfritara að liggja að sitja alllengi við
þann enda borðsins sem margs konar erindi lenda á
þegar allt um þrýtur.
Er hann ekki frá því að svona bréf hefði virkað á
hann fremur en ýmislegt annað.
Og það þótt einhver annar en afi manns hefði skrif-
að undir skjalið.
Morgunblaðið/Eggert
31.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17