Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2020 Þ að þurfti hugarfar sem í annarri hlið tilverunnar er sagt sýna „eindreginn brotavilja“ til að draga með ein- kennilegri þögn úr atbeina Kára Stefánssonar og afreki fyrirtækis hans og samstarfsmanna þar að stemma stigu við heimsfaraldrinum hér á landi. Auðvitað hafa margir staðið sig prýðilega, en þarna var um að ræða fólk og starfsemi sem hafði ekki beina skyldu til viðbragða, en hins vegar innbyggða skyldurækni sem manneskjur og öflugt og óvenjulegt íslenskt fyrirtæki. Það væri freistandi að leggja hér lykkju á skrifin og rifja upp hverjir það voru sem gerðu allt sem þeir máttu til að drepa þetta fyrirtæki í fæðingu og sáðu tortyggni um tilgang þess og getu. En þótt nokkuð sé til í tillögu Wildes um að freistingar séu hannaðar sérstaklega til þess að maður falli fyrir þeim, þá skal því kalli ekki svarað að þessu sinni. Má bera saman pestir? Heimurinn horfir í raunum sínum nú iðulega um öxl um heila öld til hinnar baneitruðu pestar, spönsku veikinnar. Í æsku skrifara setti marga þeirra eldri enn hljóða þegar á hana var minnst og höfðu hvorki vilja né þrek til að ræða um hana. Sú pest var ólík af- urð kórónuveirunnar að því leyti að hún hlífði ekki yngri kynslóðum. Fólk í blóma lífsins varð iðulega illa úti þá. Þess vegna voru sár hennar lengur að gróa. Og enn sem komið er má segja að faraldur kórónu- veirunnar sé eins og hann birtist hér á landi eins og minniháttar kvefpest hjá spönsku veikinni. Nú hefur bréfritari engar forsendur til að bera þessar pestir saman í krafti neinna vísinda. Hann getur aðeins horft á það sem allir sjá. Það dóu 484 manneskjur úr spönsku veikinni samkvæmt aðgengi- legum tölum. Landsmenn voru þá 92 þúsund. Sé horft til samanburðar til 365 þúsund Íslendinga nú myndi samsvarandi dánartalan vera 1.920 manns. Nú hafa 10 látist. Verði sú niðurstaðan yrði það mikið þakkar- og fagnaðarefni að ekki fór enn verr. Þá væri sennilega ekki ofsagt að halda því fram að faraldur kórónuveirunnar hefði að mestu siglt framhjá Íslandi. Öldrunarheimilin eiga hrós skilið Mörgum þykir það of gott til að geta verið satt að hægt sé að setja punkt þarna. Þeir geta vísað til þess að mjög fáir Íslendingar hafi fengið virkt mótefni gegn veirunni. Sjálfsagt er ekki hægt að benda á neina aðra þjóð sem er í svo „veikri“ stöðu geri veiran aðra atlögu. En á móti mætti segja margt. Til dæmis það, að það muni hjálpa okkur í samskiptum við aðrar þjóðir hversu smit var útbreitt þar. Annað sem við mættum einnig þakka, svo að eftir því væri tekið, er hversu vel rekstrarfólk og starfs- menn heimila sem ætluð eru eldri borgurum komust frá þessum kafla veirunnar, sem við höldum í að ekki sé útilokað að verði lokaþáttur baráttunnar við hana. Í nálægum löndum var það víða svo, að öldrunar- heimili breyttust í dauðagildrur og sums staðar, eins og til að mynda í New York-ríki, ákváðu yfirvöld að flytja bæri eldra fólk sem smitaðist af veirunni inn á hjúkrunarheimilin. Það voru hrikaleg afglöp. Í Bretlandi og fleiri löndum Evrópu verður útkom- an á heimilum eldri borgara óþægilegt rannsóknar- efni og reyndar líklegt að hún verði flokkuð sem stór- kostleg og illskiljanleg mistök. Hún er farin, farin burt, farin, Guð má vita hvurt En þótt við horfum til örlaga landa okkar sérstaklega í spænsku veikinni fyrir öld þá voru aðstæður svo gjörólíkar að enginn samanburður er vitrænn utan fyrrnefndra talna. Víða voru mörk baráttunnar gegn kórónuveiru í öndverðu dregin þannig að markmiðið sem horfa þyrfti til væri að ná að fletja út kúfinn sem ella yrði svo að hann drekkti sjúkrahúskerfinu sem næði ekki vopnum sínum eftir það og yrði ófært um að sinna sínu hlutverki með fullnægjandi hætti. Hér á landi myndaðist enginn kúfur. Forgangs- verkefnið var tryggt. En hið langa viðráðanlega álag kom ekki heldur. Fari svo, þvert á vonir og vænt- ingar, að ný atlaga verði, þá má samt ætla að við séum í betri stöðu en í upphafi. Veiran og afleiðingar hennar eru nú mun betur þekktar en var fyrir þremur mánuðum. Smitleiðir eru betur kortlagðar. Reynsla hefur komist á læknis- og heilbrigðisaðgerðir. Þótt enn séu engin „bóluefni“ komin hefur aðeins miðað áleiðis með viðurkenningu lyfja sem sannanlegt þykir að hjálpi sjúklingum við að berjast með árangri við veiruna. Ósambærilegur heimur Fyrir öld verður varla sagt að hér hafi verið heild- stætt heilbrigðiskerfi eða spítalar sem bera má við þá sem við nú þekkjum. Læknar sátu einir í stórum hér- uðum. Fram yfir seinna stríð urðu þeir einatt að fara á hestum um langa leið í öllum veðrum til að vitja sjúklings sem langoftast bjó við þröngbýli, ónýtar heilbrigðisaðstæður í ókyntum húsum og lakan kost. Læknar komu einir og höfðu ekki annað með sér en það sem komst í litlu læknatöskuna þeirra. Og yrði niðurstaðan sú að óhjákvæmilegt væri að senda menn suður á spítala var það hægara sagt en gert. Sjúklingurinn var þá að vetrarlagi iðulega dreginn á flekum allt fram undir seinni hluta 20. aldar þar til koma mætti honum í bíl og áfram með honum eftir misgóðum vegum, ef færð leyfði. Og þá er verið að ræða um suður-undirlendið sem næst er Reykjavík. Spænska veikin var ekki ein á ferð vondra tíðinda um þessar mundir. Hafísár, frostavetur og gos í einni okkar helstu eldstöð voru meðal annarra trakteringa tímans. Jú, heimsstyrjöld lauk, sem voru auðvitað töluverð tíðindi. En eins og Pétur Hoffmann benti Stefáni Káraföður Jónssyni á þá hafði verið stofnað til þeirr- ar styrjaldar án nokkurs samráðs við Mýramenn og það hefur sjálfsagt gilt um fleiri sveitir þótt ekki hafi komið á bók. Lokin komu því okkur varla við. Fullveldi fengum við og fámennur hópur fagnaði því í kulda og trekki fyrir framan gamla Stjórnar- ráðshúsið við Lækjartorg. Afi sendir bréf Bréfritari þekkir þetta aðeins í gegnum afa sinn sem var læknir á Eyrarbakka og svo héraðslæknir þar og þeir bræður voru á Selfossi í skjóli hans, þar til hann varð að hætta veikur og slitinn maður tæplega sex- tugur að aldri. Afi fór lengi sínar læknisferðir á hesti á öllum tímum árs. Hann bað um að hann fengi hjálp til að koma sér upp bifreið eða bættan kostnað við að fá aðgang að þeim tiltölulegu fáu bílum sem kostur var á. Þegar hann hafði gengið lengi bónleiður til búðar skrifaði Lúðvík D. Norðdal læknir vini sínum Páli Halgrímssyni sýslumanni formlega beiðni 23. nóv- ember 1944. Veira, ekki meira, ekki meira ’Hér á landi myndaðist enginn kúfur. Forgangsverkefnið var tryggt. En hiðlanga viðráðanlega álag kom ekki heldur.Fari svo, þvert á vonir og væntingar, að ný atlaga verði, þá má samt ætla að við séum í betri stöðu en í upphafi. Reykjavíkurbréf29.05.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.