Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Blaðsíða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2020
tíma voru ekki margir litaðir hér á landi,
nema hermenn af vellinum. Fólk tók rosalega
vel á móti mér og mér leið strax vel hérna.
Það gerði það að verkum að ég elskaði Ísland
strax.“
Fordómamesti staðurinn
Georg ílentist á Íslandi eftir skiptinemaárið.
„Ég kynntist hér íslenskri konu og við
vorum saman í sex ár og áttum saman dótt-
ur, Sofiu sem er nú sextán ára. Ég bjó svo
um skeið í Brasilíu en kom hingað alkominn
aftur árið 2013,“ segir hann.
Hvað fannst foreldrum þínum um það að
þú værir fluttur til Íslands?
„Það var þeim mikið sjokk. Pabbi talaði
ekki við mig í sjö ár og mamma ekki í þrjú
ár. Lífið í Brasilíu er öðruvísi en hér; þar
skipuleggja foreldrar líf þitt. Hvað maður á
að gera, hvað maður á að læra. Markmiðin
eru tilbúin. Og ég var ekki til í að hlýða því.
Þau vildu að ég færi fyrst í herskóla og yrði
svo lögfræðingur. Ég vildi það alls ekki. Ekki
eftir að ég hafði verið hér á landi. Þá byrjaði
nýtt líf og aðrar pælingar fóru af stað. Ég sá
hvernig var hægt að lifa án þess að finna fyr-
ir fordómum. Heima var ekki hægt að labba
úti á götu og alls kyns reglur í gangi. Það var
margt hættulegt í Brasilíu en á Íslandi var
hægt að gera alls kyns hluti sem ekki var
hægt að gera þar. Hér er miklu meira frjáls-
ræði og hér var fólki meira sama hvernig ég
væri; það var enginn að spyrja mig út í trúar-
brögð eða stétt. Úti er þetta allt öðruvísi og
mikil stéttaskipting. Við vorum í millistétt en
þar eru mjög fáar svartar fjölskyldur í milli-
stétt. Þannig að við vissum aldrei almenni-
lega hvað við vorum; hvaða hópi við til-
heyrðum. Við vorum tveir svartir í skólanum
og manni fannst maður hvergi passa inn. Svo
úti á götu voru 80% svartir. Það eru miklir
fordómar vegna húðlitar í Brasilíu og einnig
vegna efnahags og trúar. Þetta er fordóma-
mesti staður sem ég hef verið á. Fyrir utan
Ítalíu. Hér á Íslandi er enginn að pæla í
svona hlutum,“ segir hann.
„Ég kláraði hér menntaskóla og fór svo í
háskóla árið 2002. Þá var ég farinn að tala
íslensku og fólkið var svo hissa að ég skyldi
leggja það á mig, en þegar ég fór að tala ís-
lensku breyttist allt. Ég fann að ég var sér-
stakur og fann að fólk bar virðingu fyrir mér
og því ákvað ég að búa hér. Fólk kunni að
meta það sem ég var að gera.“
Aldrei lögfræðingur
Georg skildi við barnsmóður sína og sneri
aftur til Brasilíu um hríð.
„Ég fór í lögfræðinám,“ segir hann og
hlær. „Ég tók tvö ár en þetta var rétt hjá
mér, ég átti aldrei að verða lögfræðingur.
Þetta var ekkert skemmtilegt. En á sama
tíma rak ég veisluþjónustu í Brasilíu en svo
hætti ég öllu og fór í ljósmyndaskóla í tvö
ár. Ég kláraði það og vann sem ljósmyndari
bæði í Brasilíu og í Bandaríkjunum. Ég kom
alltaf til Íslands á þriggja mánaða fresti til
að hitta Sofiu. Þegar hún var níu ára fann ég
að ég gat ekki lengur verið svona í burtu frá
henni. Þannig að ég ákvað að flytja aftur
heim,“ segir Georg, og notar orðið heim um
Ísland. Heimasætan Sofia Lea býr nú alfarið
hjá Georg og Anaïs. Hún er á leið í mennta-
skóla í haust og stefnir á Versló.
„Ég stofnaði þá ljósmyndastúdíó og síðar
kom Kaldi til sögunnar og ég fjárfesti í því
með vinum mínum. Það átti að vera hobbí en
það tók yfir. Það varð vinsæll staður og það
varð sífellt meira að gera,“ segir hann og
segist vera nú aðeins að mynda prívatverk-
efni.
„Ég gaf út bók fyrir tveimur árum sem
heitir New Faces of Iceland. Þar myndaði
ég fólk sem er hálfíslenskt, eins og dóttir
mín. En í dag lifi ég ekki á ljósmyndun.“
Hlutverk í Mamma Mia!
Við snúum okkur aftur til ársins 2014, þegar
parið hittist fyrst á dansnámskeiði og svo á
Kalda. Anaïs fór heim til Frakklands að
þessum sex dögum loknum en ekki gátu þau
gleymt hvort öðru. Þau töluðu mikið saman
á netinu og í síma.
„Ég kom aftur til Íslands mánuði seinna
til að hitta hann,“ segir hún og síðar fór
hann að heimsækja hana til Frakklands.
Svona gekk það í eitt ár, að þau flökkuðu
sitt á hvað yfir hafið til að hittast.
„Ég kom svo hingað að vetrarlagi og var í
tvo mánuði, því ég hugsaði með mér að ef ég
myndi þola veturinn hér gæti ég vel búið
hér. Ég var svo alflutt hingað í maí 2015,
einu ári eftir að við kynntumst,“ segir hún.
Hvað fannst þinni fjölskyldu um þennan
ráðahag?
„Ég held ég hafi ekkert spurt þau, en
mamma var dálítið áhyggjufull. Ég er frekar
skipulögð og ég held að hún hafi í raun ekki
haft áhyggjur af mér heldur vildi hún ganga
úr skugga um að nýi maðurinn minn væri
góður maður og að ég væri örugg þar sem
ég væri. Ég var vön að ferðast mikið vegna
vinnu minnar sem dansari og var því alltaf á
ferðinni en kom svo heim inni á milli,“ segir
hún.
„Fyrstu mánuðina var frekar erfitt að
vera hér og ég fann ekki strax vinnu en fór
svo að hitta fólk úr danssamfélaginu hér. Ég
fékk svo tækifæri til að fara í prufu fyrir
Mamma Mia! og fékk hlutverkið. En æfing-
ar byrjuðu ekki fyrr en í janúar þannig að
frá maí og fram í janúar var ég bara að bíða.
En að mörgu leyti var gott að fá smá tíma til
að aðlagast og finna minn stað hér því það
var kúltúrsjokk að koma hingað, þótt mun-
urinn á milli Frakklands og Íslands sé
kannski minni en munurinn á milli Íslands
og Brasilíu. Ég talaði ekki íslensku og ensk-
an mín var ekkert sérstök heldur. Ég þurfti
að venjast nýjum siðum og nýrri menningu.“
Fólk farið að biðja um knús
„Erfiðast fannst mér að þegar ég hitti Ís-
lendinga í fyrsta sinn átti ég erfitt með að
lesa í þá. Fólk gat virst kalt í viðmóti.
Stundum fannst mér fólk jafnvel dónalegt
Anaïs og George fundu ást-
ina á Íslandi og vilja nú
hvergi annars staðar vera.
Morgunblaðið/Ásdís