Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Qupperneq 29
Þegar það er asnalegt að segja að
ákveðin kvikmynd sé uppáhalds-
myndin þín veistu að myndin er góð.
Shawshank Redemption situr á
toppi lista kvikyndasíðunnar IMDB
yfir bestu myndir allra tíma. En þeg-
ar myndin kom út árið 1994 var hún
ekki eins vinsæl og ætla mætti og
opnunarhelgin var hræðileg.
Castle Rock Entertainment
Skrifstofuþrælar um allan heim hafa skemmt sér yfir kvikmyndinni Office
Space síðan hún kom út árið 1999. Þrátt fyrir það gekk illa í kvikmyndahúsum
og rétt náði myndin að koma út á sléttu. Á myndinni að ofan má sjá frægt atriði
þegar aðalsöguhetjurnar lumbra á faxvélinni á vinnustaðnum.
IMDB
Myndin sem margir telja hafa komið Jake Gyllenhal á kortið, Donnie Darko,
gekk hræðilega í kvikmyndahúsum vestanhafs þegar hún kom út árið 2001,
stuttu eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september. Utan Bandaríkjanna gekk
myndin betur og enn betur þegar hún var gefin út á DVD um allan heim.
Newmarket Films
31.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni.
Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur
beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL
KVIKMYNDIR Framleiðendum í
Hollywood leiðist ekki að gera
framhaldsmyndir. Staðfest hefur
verið að framhald af myndinni
Sonic the Hedgehog verði fram-
leitt, en fyrri myndin kom út í febr-
úar. Var myndin sett til sölu á
streymisveitum fljótlega eftir að
kórónuveirufaraldurinn fór af stað.
Aðalsöguhetjuna, Sonic, leikur Ben
Schwartz og vin hans, Tom, leikur
James Mardsen. Eins og fram kom í
síðasta blaði leikur Jim Carrey
erkióvin þeirra, Dr. Robotnik.
Broddgölturinn snýr aftur
Sonic og Schwartz á góðri stundu.
AFP
BÓKSALA 20.-26. MAÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Fólk í angist Frederik Backman
2 Blokkin á heimsenda Arndís Þ./Hulda Sigrún B.
3
Dagbók Kidda klaufa 12
– flóttinn í sólina
Jeff Kinney
4
Stjáni og stríðnispúkarnir 5
– partýpúkar
Zanna Davidson
5
Hryllilega stuttar
hrollvekjur
Ævar Þór Benediktsson
6 Sögur úr Múmíndal Tove Jansson
7 Þess vegna sofum við Matthew Walker
8 Sumarbókin Tove Jansson
9 Elskuleg eiginkona mín Samantha Downing
10 Litla land Gaël Faye
1 Eylönd Stefán Sigurðsson
2 Sjálfstætt fólk Halldór Laxness
3 Barn náttúrunnar Halldór Laxness
4 Tilfinningabyltingin Auður Jónsdóttir
5 Skólaus á öðrum fæti Ana María Matute
6
Sunnan við mærin vestur
af sól
Haruki Murakami
7 Aðferðir til að lifa af Guðrún Eva Mínervudóttir
8 Systa Vigdís Grímsdóttir
9 Brekkukotsannáll Halldór Laxness
10 HKL ástarsaga Pétur Gunnarsson
Allar bækur
Skáldverk og hljóðbækur
Ég er nýbúin með bókina Glæpur
við fæðingu eftir Trevor Noah.
Mér fannst hún
mjög sérstök en
bókin hefur vakið
mikla athygli.
Þetta er saga af
æsku Noah en
móðir hans var
svört og faðirinn
hvítur. Noah elst
upp í skugga að-
skilnaðarstefnunnar í Suður-
Afríku og þar sem foreldrarnir
voru af sitt hvorum kynþætti er
hans tilvist glæpur. Höfundurinn
er víst í dag uppistandari og
stjórnmálaskýr-
andi. En bókin er
ansi athyglisverð
og vel þess virði
að lesa.
Svo er ég líka
nýbúin með bók-
ina Gæðakonur
eftir Barböru
Pym. Mér fannst
hún mjög skemmtileg og fyndin.
Hún fjallar um Mildred Lathbury,
sem er á fertugsaldri og tilheyrir
hópi einhleypra kvenna sem
stundum eru kallaðar gæðakon-
ur. Bókin fjallar um þegar Mild-
red eignast nýja nágranna,
Napier-hjónin, sem eru glæsileg
en það kemur í ljós að það eru
erfiðleikar í hjónabandinu.
Svo er einn sænskur krimmi á
náttborðinu sem
heitir Brennu-
vargar eftir Mons
Kallentoft. Ég er
ekki komin langt
en bókin lofar
góðu. Ég er mjög
hrifin af krimma-
sögum frá Skand-
inavíu og hef lesið
þær margar í gegnum árin.
Önnur bók liggur á náttborð-
inu og bíður. Það er bókin eftir
Michelle Obama sem heitir
Verðandi á ís-
lensku. Mér finnst
hún forvitnileg og
hlakka til að
glugga í hana.
Um daginn
kláraði ég bókina
Hvítt haf sem er
sjálfstætt fram-
hald af bókinni
Hin ósýnilegu eftir Roy Jacobsen,
sem ég las líka og fannst mjög
góð. Bækurnar eru um Ingrid,
stúlku sem elst upp á Barrey í
Noregi. Fjölskyldan býr þarna
nokkuð ein-
angruð og lífsbar-
áttan er hörð. Í
Hvítu hafi er Ing-
rid uppkomin og
snýr aftur á eyj-
una og kemst að
því að hún er ekki
ein þar, en enginn
bjó þar lengur.
Sögusviðið er seinni heimsstyrj-
öldin og hafa
Þjóðverjar her-
tekið Noreg.
Ingrid dvelur
þarna og ástin
bankar upp á
nokkuð óvænt.
Þetta er mann-
eskjuleg saga um
lífið á eyju við
strönd Norður-Noregs snemma
á síðustu öld. Ég get hæglega
mælt með báðum þessum bók-
um.
ÁSLAUG FAABERG ER AÐ LESA
Glæpir og gæðakonur
Áslaug Faa-
berg, sjúkraliði
á eftirlaunum.