Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Blaðsíða 15
31.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Hátt til lofts og vítt til veggja.
Nánar á harpa.is/radstefnur
Rými fyrir
ráðstefnur og
fundi í Hörpu
en ég held það hafi í raun ekki verið viljandi.
Fólk sagði mér að þetta væri bara svona
víkingadónaskapur,“ segir hún og þau hlæja.
Við ræðum kossa og faðmlög á Íslandi og
erum sammála um að Íslendingar séu farnir
að opna sig meira og knúsast meira en áður,
þó það gildi kannski ekki um síðustu kór-
ónuveirumánuði.
Georg segist einnig hafa lent í óvissu með
þessi atriði en ákveðið að faðma fólk að
fyrra bragði.
„Ég elska að faðma fólk og geri það gjarn-
an. Ég sagði við einn félaga minn á Kalda að
ég væri með eina reglu; að þegar við hitt-
umst þyrfti ég að faðma hann. Hann var
ekkert spenntur fyrir því en ég sagði honum
bara að hann þyrfti ekkert að faðma mig á
móti. Svo nokkrum mánuðum seinna hitt-
umst við og ég var upptekinn við eitthvað og
bara kastaði á hann kveðju. Hann varð hálf-
skrítinn og spurði hvort það væri ekki allt í
lagi. Ég sagði allt vera í fínu lagi og spurði
hann af hverju hann spyrði. „Af því að þú
faðmaðir mig ekki í dag.“,“ segir hann og
brosir.
„Þetta er kannski ekki íslenska leiðin. Ég
man að fyrst þegar ég kom hingað fannst
fólki ég stundum of glaður eða að ég brosti
of breitt. Stundum var það mistúlkað; ef ég
brosti til konu hélt hún að ég væri að reyna
við sig. Ég var bara að brosa,“ segir hann.
„Íslendingar voru ekki vanir þessu á þess-
um tíma. Í Brasilíu eru allir brosandi og
knúsandi hver annan. En ef fólk þar segist
ætla að hringja í þig á morgun gerir það það
ekki. Á Íslandi, ef þú segist ætla að hringja,
þá hringir þú. Vinskapur á Íslandi er miklu
traustari en í Brasilíu,“ segir hann.
„Svo þekkja allir alla hér.“
„Í Frakklandi erum við vön að kyssa alla
en hér er þetta öðruvísi og mér fannst erfitt
að átta mig á því á hvaða tímapunkti í kynn-
um við fólk maður ætti að kyssast. Heima í
Frakklandi kyssir maður bara alla,“ segir
hún og segist hafa verið óörugg í upphafi.
„Svo ákvað ég bara að gera þetta á minn
hátt og fór að faðma fólk. Og eins og Georg
segir, fólk var farið að biðja mig um knús,“
segir hún og brosir.
Mikið hark að vera dansari
Það var meira en nóg að gera hjá Anaïs eftir
að Mamma Mia! fór á fjalirnar, en það var
sýnt í tvö ár.
„Þetta var mjög skemmtilegt og ég kynnt-
ist fjölmörgu fólki. En ég átti mér varla fé-
lagslíf því ég var bara að dansa í Mamma
Mia! öll kvöld og allar helgar í tvö ár,“ segir
hún og Georg þótti stundum nóg um. Ekki
var hægt að plana neitt fram í tímann því
Anaïs var alltaf að dansa.
„Eftir Mamma Mia!
fór ég að vinna með
Íslenska dans-
flokknum í ýmsum
verkefnum og hef túr-
að með honum í tvö ár,
fyrst á Íslandi og svo í
Evrópu. Svo minnkaði
sú vinna en það eru
svo fá pláss í flokknum
og erfitt að komast að. Það eru mjög sjaldan
dansprufur til að komast inn í flokkinn en
þegar það var síðast var ég komin fimm
mánuði á leið. Ég fór samt í prufuna þótt ég
vissi að ég gæti ekki unnið sem dansari með
nýfætt barn. Það er mikið hark að vera
dansari á Íslandi og það gildir líka um ís-
lensku dansarana.“
Samuel Máni fæddist svo í janúar 2019 og
er því rúmlega eins árs.
„Ég fór að kenna Kizomba mánuði eftir að
hann fæddist en áttaði mig fljótt á því að
það var of mikið og setti það á bið. Ég þurfti
að einblína á barnið og fjölskylduna en við
höfum auðvitað ekki bakland hér; engar
ömmur eða afa. Það er yndislegt núna að
hafa systur hans Georgs hér, en hún verður
auðvitað ekki að eilífu,“ segir hún.
„Ég er líka lærður grafískur hönnuður og
þar sem ég hef ekki getað dansað eins mikið
og ég vildi hef ég farið að líta í kringum mig
í þeim geira. Ég hef tekið að mér einstaka
verkefni í grafískri hönnun en ekki fengið
fasta vinnu.“
Sakna sólarinnar
Georg og Anaïs fara gjarnan að heimsækja
föðurlönd sín.
„Áður en Sammi fæddist fór ég einu sinni
á ári til Brasilíu. Við förum oftar til Frakk-
lands því það er nær. Við eigum hús í Suð-
vestur-Frakklandi
og förum gjarnan
þangað,“ segir
Georg.
„Afi og amma áttu
það hús og þau vildu
selja það. Ég vildi
ekki að húsið færi úr
fjölskyldunni og
Georg stakk upp á
að við keyptum það, sem við gerðum,“ segir
hún.
Parið talar saman á portúgölsku því Anaïs
kunni hrafl í því þegar þau kynntust en hún
vann mikið með portúgölskum dönsurum og
hafði áður lært spænsku.
„Allir á heimilinu tala portúgölsku. Henni
hefur farið mjög fram í henni en ég tala ekk-
ert í frönsku. Nú talar hún portúgölsku með
hreimnum frá mínu héraði, Bahia,“ segir
hann og brosir.
„Ég tala frönsku við Samma, Sofia talar
íslensku við hann og Georg talar portú-
gölsku við hann. Sammi mun læra þrjú
tungumál,“ segir Anaïs, en hún er enn að ná
tökum á íslenskunni.
„Sammi verður líklega sá sem kennir
mér að lokum íslensku! En ég var áður svo
smeyk við að tala íslensku en er það ekki
lengur. Ef fólk talar við mig á íslensku
reyni ég að svara því á íslensku,“ segir
hún.
Er eitthvað sem þið saknið frá heimalönd-
um ykkar?
„Sólarinnar!“ segja þau bæði og hlæja.
„Já, ég sakna sólarinnar og líka vina og
fjölskyldu,“ segir Georg en bætir við að þau
eigi mjög góða íslenska vini.
Lifum hér góðu lífi
Ætlið þið að búa á Íslandi að eilífu?
„Já, en ég myndi kannski ekki lofa að við
munum búa hér að eilífu, það er dálítið
stórt loforð. Við ræðum oft um þetta en við
viljum ekki flytja til Brasilíu og ekki til
Frakklands. Ég kann ekki frönsku og það
er sífellt að verða hættulegra í Brasilíu.
Skólarnir þar eru líka rándýrir. Við endum
alltaf á því að horfa í kringum okkur og
sjáum að hér lifum við góðu lífi, við getum
ferðast og viðskiptin ganga vel. Við erum
hér í draumahúsinu, en mig langaði alltaf í
svona gamalt timburhús. Svo á Sofia líka
eftir að fara í menntaskóla. Við eigum hér
frábæra vini og erum mjög vel tengd. Allt
þetta gerir það að verkum að lífið er einfalt
og gott hér. Ef við myndum flytja þyrftum
við að byrja upp á nýtt; kynnast nýju fólki
og fá það til að treysta okkur,“ segir
Georg.
Þannig að þið eruð ánægð á Íslandi?
„Já, mjög, í það minnsta hingað til.“
’ Fólk gat virst kalt í viðmóti.Stundum fannst mér fólkjafnvel dónalegt en ég held að þaðhafi í raun ekki verið viljandi.
Fólk sagði mér að þetta væri bara
svona víkingadónaskapur.