Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2020
LÍFSSTÍLL
www.flugger.is
Viðarvörnina fyrir
pallinn færðu
hjá Flügger
Unsplash
Grill-
sumarið
mikla
Sumarið er handan við hornið
og tími til kominn að dusta
rykið af grillinu. Íslendingar
verða flestir á landinu næstu
mánuði og því tilvalið að prófa
sig áfram við grillið í sumar.
Komdu vinum og fjölskyldu á
óvart með geggjaðri grillveislu.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Fyrir 2
2 ferskir maísstönglar í
hýðinu
salt og pipar
Chipotle parmesan
krydd
50 g smjör
1 hvítlauksrif
basilíka eða kóríander
radísur
fetaostur
1 límóna
Flettið hýðinu á
maísnum niður og
látið stönglana liggja í
köldu vatni í um það
bil 15 mínútur.
Þerrið maísinn og
kryddið með salti,
pipar og Chipotle
parmesan kryddinu.
Setjið smávegis af
olíu í pott, saxið nið-
ur hvítlauksrif og létt-
steikið. Bætið smjör-
inu út í pottinn og
bræðið. Hellið smjör-
inu yfir maísinn og
veltið stönglunum vel
upp úr smjörinu.
Grillið í 15-20 mín-
útur.
Berið fram með
fetaosti, enn meira
smjöri, smátt skorn-
um radísum og
ferskum krydd-
jurtum, til dæmis
basilíku eða kórían-
der. Kreistið einnig
límónusafa yfir rétt
áður en þið berið
fram!
Frá evalaufey-
kjaran.is.
Grillaður maís
15-20 kjúklingavængir
3 msk. hveiti
1 tsk. salt
1 tsk. pipar
1 tsk. paprikukrydd
2-3 msk. Buffalo-sósa
Setjið kjúklingavængi,
hveiti og krydd í plast-
poka og hristið dug-
lega eða þannig að
hveiti þeki kjúklinga-
vængina mjög vel.
Setjið vængina á
pappírsklædda ofn-
plötu og bakið í ofni
við 180 °C í 50-55
mínútur. Snúið
vængjunum nokkrum
sinnum á meðan þeir
eru í ofninum.
Setjið sósu yfir
vængina og setjið aft-
ur inn í 2 -3 mínútur,
eða þar til vængirnir
eru stökkir og ljúf-
fengir. Berið þá fram
með gráðostasósu og
selleríi.
GRÁÐOSTASÓSA
200 g 18% sýrður
rjómi
3 msk. majónes
safi úr hálfri sítrónu
100 g gráðostur
salt og nýmalaður pipar
Setjið allt í skál og
maukið með töfra-
sprota eða setjið í
matvinnsluvél.
Maukið þar til sósan
verður silkimjúk,
kryddið til með salti
og pipar.
Frá evalaufey-
kjaran.is.
Buffalóvængir
með gráðostasósu