Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Page 28
Dazed and Con-
fused, sem kom Matt-
hew McConaughey á
kortið er talin ein besta
unglingamynd sögunnar.
Hún gekk þó ekki vel í
kvikmyndahúsum og
sagt er að þegar myndin
kom út, árið 1993, hafi
menn ekki vitað hvernig
markaðssetja ætti mynd
af þessu tagi.
IMDB
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2020
LESBÓK
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Auglýsingamerkingar
Risaprentun, límfilmur, álmyndir, límmiðar, bílamerkingar
LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og
smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum
BYSSUR Rapparinn Killer Mike er harðorður í pistli sem
hann skrifar fyrir fréttasíðuna Colorlines í kjölfar þess að
myndband var birt þar sem George Floyd kafnar undan
þunga lögreglumanns við handtöku. Mike, sem áður
hefur látið í sér heyra varðandi réttindi svarts
fólks í Bandaríkjunum, hvetur það til að bera
byssu. Í pistlinum segir Mike að svart fólk geti
ekki treyst á að lögreglan verji það og því þurfi
það að taka málin í sínar eigin hendur, svo ekki
fari illa fyrir því eða fjölskyldum þess. „Eina manneskjan
sem þú getur treyst til að verja þig og fjölskyldu þína ert
þú,“ segir Mike og nefnir að margir sem börðust fyrir rétt-
indum svartra hafi þurft að bera vopn, svo sem Harriet
Tubman, Ida B. Wells, Malcolm X og fleiri.
Ekki treysta öðrum
AFP
OFURHETJUR Þó að flestir myndasögu-
aðdáendur þekki Chris Evans best sem
Kaptein Ameríku er það ekki fyrsta
ofurhetjan sem hann leikur. Árið 2005 lék
hann Mannlega blysið (e. Human Torch)
í myndinni Fantastic Four og fram-
haldsmynd hennar sem kom út árið 2007.
„Þá var þetta ofurhetjudæmi bara rétt að
byrja,“ segir Evans við hlaðvarp Holly-
wood Reporter. „Kærastan var nýbúin að
hætta með mér og ég þurfti á þessu að
halda!“ Líklega ekki slæm ákvörðun miðað
við stefnuna sem ferillinn hefur tekið
síðan.
Var nýhættur með kærustunni
Chris Evans hefur túlkað tvær ofurhetjur.
AFP
Milioti og Samberg á Sundance-
hátíðinni í byrjun þessa árs.
Ný mynd frá
einmana eyju
KVIKMYNDIR Settur hefur verið
útgáfudagur fyrir nýja mynd háð-
fuglsins Andy Samberg, Palm
Springs. Myndin, sem var frumsýnd
á Sundance-hátíðinni fyrr á árinu,
verður gefin út á streymisveitunni
Hulu og í völdum bílabíóum í Banda-
ríkjunum 10. júlí. Myndin er róm-
antísk gamanmynd og leikur Cristin
Milioti á móti Samberg í myndinni.
Þá er hún framleidd af Samberg og
félögum hans úr hljómsveitinni The
Lonely Island, Akiva Schaffer og
Jorma Taccone og setti hún met í
sölu miða á Sundance í janúar.
Gekk illa en
festust í sessi
Stundum er ekki nóg að gera góða kvikmynd svo að
fólk mæti í bíóhúsin. Tímasetning, markaðssetning
og samfélagsstemning geta oft ráðið úrslitum. Að
endingu finna góðar myndir oftast áhorfendahóp
sinn og verða svokallaðar költmyndir. Sunnudags-
blaðið tók saman nokkrar sem allar komu út á tí-
unda áratugnum að einni undanskilinni.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
David Fincher, leikstjóri hinnar goðsagnakenndu Fight Club, vildi fara allt
aðra leið í markaðssetningu myndarinnar árið 1999 en framleiðslufyrirtækið,
20th Century Fox. Fox fór öruggu leiðina og auglýsti myndina sem stórmynd
með frægum leikurum. Það gekk ekki og skilaði myndin tapi. Þegar myndin var
gefin út fyrir einkanot varð hún ein af mest seldu DVD-diskum sögunnar.
20th Century Fox
Halda mætti að þegar kvikmynd Coen-bræðra, The Big Lebowski, kom út árið
1998 hefði hún verið geysivinsæl meðal kvikmyndaunnenda. Myndin á sér stóran
aðdáendahóp og þá sérstaklega „The Dude“ sem Jeff Bridges leikur. Í kvikmynda-
húsum gekk ekki eins vel og fóru tekjur aðeins rétt yfir kostnað myndarinnar.
Gramercy Pictures
Killer Mike
lætur ávalt í
sér heyra.