Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2020
LÍFSSTÍLL
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
Það gefur þeim mikið að finna hvað þau þrosk-
ast og verða sterkari og komast hærra upp í
trén. Moltugerð er líka þroskandi fyrir börn,
en við erum með moltutunnur bæði hér heima
og í leikskólanum. Það kennir börnunum
hvernig við endurvinnum matarafganga og
garðaúrgang og notum svo sem áburð í potta
og beð.“
Hvernig er að vinna með börnum?
„Ég er leikskólakennari og deildarstjóri og
ég hef unnið með börnum í um 40 ár. Það er
mjög gaman að vinna með börnum. Bæði gef-
andi og skemmtilegt og alltaf mikið að gera.
Ég hef reynt að koma blómaáhuganum að hjá
börnunum og sái fyrir sólblómum með þeim
sem þau taka með sér heim.“
Undirbýr garðinn fyrir
sumar og vetur
Ásdís segir að hún finni fyrir mikilli ró og gleði
að vera úti og róta í moldinni.
„Það er alveg sérstök gleði sem fylgir því að
sjá gróðurinn taka við sér á vorin og sjá rós-
irnar og blómin blómstra. Það er alveg dásam-
legt. Það er líka sérstök gleði að vera með gos-
brunn í garðinum og horfa á vatnið og hlusta á
vatnsniðinn.“
Hvernig undirbýrðu garðinn fyrir sumarið?
„Ég reyni að ná skriðsóleynni, mosanum
og öðrum gróðri í burtu sem ég vil ekki hafa í
garðinum. Við berum á grasið fyrst Turbo
kalk og svo Blákorn nokkrum dögum síðar.
Ég ber áburð líka á rósirnar og á runnana.
Ég set moltu og áburð í beðin á vorin og
stundum hænsnaskít. Ég ber á grasið nokkr-
um sinnum yfir sumarið. Klippi runna, tré og
rósir.“
En fyrir veturinn?
„Fyrir veturinn setur Árni steinull við rót-
arhálsinn á ágræddu rósunum og svo ramma
utan um rósabeðið, hann klæðir svo ramm-
ann með striga þannig að rósirnar, sér í lagi
lyngrósin, séu vel varðar fyrir veðrum og
vindi. Þetta er haft þannig frá nóvember
fram í maí.“
Garðáhuginn smitast yfir í börnin
Hvað keyptir þú þér síðast inn í garðinn?
„Ég er búin að kaupa mikið af sumar-
blómum og nokkra nýja blómapotta í vor.“
Voru börnin þín mikið með þér í garðinum
hér á árum áður?
„Já, börnin okkar fjögur hafa líka mikinn
blómaáhuga. Elsti sonur okkar á mjög fallegan
garð í Dallas þar sem hann ræktar ótrúlega
margt skemmtileg sem gaman væri að geta
ræktað hér heima.“
Þegar kemur að garðhúsgögnum segir Ás-
dís að hún sé með gamalt borð í garðinum sem
hún setji vanalega dúk á og Ikea-stóla við.
Hvað með garðáhöld?
„Við eigum öll garðáhöld sem við þurfum á
að halda. Sláttuvél, grasklippur, runnaklippur,
trjáklippur, smáverkfæri, skóflur og annað
sem þarf að nota.“
Ásdís segir að börnin hafi einstaklega gaman að því að leika sér í garðinum.
Ásdís er hrifin af stjúpunum
í blómabeðinu sem Sigvaldi
hannaði í handriðinu við
aðalinnganginn.
Ljósmyndir/Sigurður Unnar
Blómin vaxa fallega þó garðurinn standi nálægt sjó.
Ásdís leggur dúk fallega á gamalt útiborð og raðar í kringum það Ikea stólum.
Að hafa tjörn í garðinum er bæði fallegt en einnig róandi.