Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Blaðsíða 10
LÆKNAVÍSINDI
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2020
Það má segja þetta byltingarkennda breyt-
ingu,“ segir Magnús Karl.
Hann segir Crispr ódýrari aðferð en gena-
ferjuna að því leyti að hún sé ekki eins tíma-
frek. „Með eldri aðferðum tók það eitt til tvö ár
bara að geta sett upp tilraun þannig að þú gæt-
ir fengið svarið út.“ Með Crispr tekur þetta
nokkra mánuði auk þess sem breytingin er mun
sérhæfðari.
Gera tilraunir á fólki
En hvernig nýtist Crispr okkur?
Í fyrsta lagi er hægt að breyta líkams-
frumum einstaklinga, t.d. til þess að lækna erf-
iða erfðasjúkdóma, og eru rannsóknir á mönn-
um þar sem slíkir möguleikar eru skoðaðir vel á
veg komnar.
„Það hefur tekið þó nokkurn tíma að fara yfir
í að gera tilraunir á fólki,“ segir Magnús, en
gera þarf fyrst rannsóknir á tilraunadýrum áð-
ur en farið er út í slíkt. „Síðan þarftu að feta þig
áfram eftir ákveðnum skrefum til að sannfæra
eftirlitsaðila að þú valdir fólki ekki ófyrirséðum
skaða. Við gerum ekki rannsóknir á fólki nema
við teljum yfirgnæfandi líkur á því að við séum
ekki að valda skaða.“
Í áratugi hafa verið gerðar rannsóknir á að-
ferðum við að breyta erfðamengi ákveðinna
frumna fólks og lækna þannig sjúkdóma. Crispr
færir vísindamönnum mikla möguleika á þessu
sviði.
„Þessi nýja tækni er siðferðislega alveg óum-
deild þegar um er að ræða breytingar á líkams-
frumum. Þarna erum við komin með að-
ferðafræði sem er markvissari og nákvæmari
en gamla aðferðin. Það eina sem við erum að
gera er að laga vefinn í sjúklingnum, við erum
ekki að breyta erfðamengi hans í heild,“ segir
Magnús. Í baráttu gegn sjúkdómum þar sem
genalækningar hafa borið árangur árum áður
geti Crispr bætt um betur í náinni framtíð.
Magnús nefnir tvær aðferðir sem notaðar
eru við genabreytingar á líkamsfrumum; þegar
vefur eins og blóðvökvi er tekinn úr ein-
staklingi, stofnfrumum breytt og sprautað aft-
ur í viðkomandi; og þegar reynt er að breyta
stofnfrumum í líkamsvefnum sjálfum. Fyrri að-
ferðin er markvissari en ekki er hægt að beita
henni við meðferð allra erfðasjúkdóma.
Lækning á krabbameini?
„Af því sem ég hef fylgst með eru tveir angar
mjög spennandi,“ segir Magnús um téðar rann-
sóknir. Það er í sjúkdómnum sigðfrumublóð-
leysi annars vegar og krabbameini hins vegar.
Sigðfrumublóðleysi þekkist ekki mikið hér á
landi en hefur svipaða dreifingu og malaríusýk-
illinn, þ.e. í Suðaustur-Asíu og Afríku. „Þetta er
stökkbreyting í erfðamenginu sem veldur mjög
illvígum blóðsjúkdómi þar sem rauðu blóðkorn-
in eiga það til að kekkjast. Það hefur reynst erf-
itt að finna lækningu við þessum sjúkdómi.“
Lengi hafa menn hugsað sér að breyta erfða-
mengi blóðfruma til að lækna sjúkdóminn.
„Núna eru menn mjög spenntir fyrir þessari
Crispr-tækni.“
Spennandi framfarir eru einnig að eiga sér
stað í baráttunni við krabbamein. „Það er ekki
verið að erfðabreyta neinu í krabbameininu
sjálfu heldur er verið að breyta ónæmiskerfi
einstaklinganna svo að ónæmiskerfið fari að
ráðast á krabbameinið.“
Fyrstu niðurstöður hafa verið birtar á rann-
sóknum á þessu en óvíst er með framhaldið.
„Það er allt of snemmt að segja til um en fyrstu
niðurstöður voru lofandi,“ segir Magnús.
Borið hefur á því að sjúklingar, t.d. foreldrar
barna með sjúkdóminn Duchenne muscular
dystrophy(DMD), komist ekki að í rannsóknum
og séu ósáttir við að missa rétt af lestinni enda
geta sjúklingar sjaldan beðið eftir að tækninni
fleyti fram. Rannsóknirnar eru dýrar og fáir
komst að.
Magnús segir að það eigi við um tilraunir sem
byggja á Crispr eins og aðrar klínískar tilraunir,
til dæmis með lyfjum, að félagslegur bak-
grunnur getur haft áhrif á hverjir komist að í
þær tilraunir. „Það er áhyggjuefni en ekkert
sérstakt við þessa aðferðafræði,“ bætir hann við.
„Margir eru bjartsýnir á að Crispr verði hluti
af lækningatólum til þess að leiðrétta gölluð
gen, þá sérstaklega í vefjum þar sem við getum
beitt genalækningum og í krabbameins-
meðferð.“ Þá er Crispr notað um allan heim til
að skilja sjúkdóma fremur en að lækna þá í
beinni merkingu orðsins, þar á meðal hér á
landi. „Þetta er orðið eitt af grundvallartól-
unum í sameindalíffræði.“
Framleiðsla á „æskilegu“ fólki
Í öðru lagi er hægt að erfðabreyta kím- og ok-
frumum, sem gerir það að verkum, ólíkt því
þegar líkamsfrumum er breytt, að erfðabreyt-
ingin erfist með næstu kynslóðum. Þetta á við
um „gene drive“-aðferðafræðina sem rædd var
hér að ofan. Annað dæmi, sem vekur áhuga
margra, er að erfðabreyta fósturvísi manns.
Í dag eru þessar breytingar of mörgum
óvissuþáttum háðar; ekki er öruggt að fram-
kvæma þær ennþá og óvíst er hvaða ófyrir-
sjáanlegu áhrif breyting á ákveðnu geni hefur.
Vel getur verið að ekki sé allt vitað um áhrif
þess á líkamsstarfsemina.
En möguleikarnir eru vissulega margir. Ef
hægt er að framkvæma breytingarnar með
öruggum hætti væri hægt að lækna fjölda sjúk-
dóma, einfaldlega eyða þeim úr genasafni okkar.
Þá velta margir fyrir sér hvort hægt er að bæta
eiginleika fólks, breyta t.d. genum sem stjórna
gáfum, sköpunargáfu eða íþróttahæfileikum.
Hræðir marga að tæknin lendi í höndum ríkra
forréttindaseggja sem geti þá orðið t.d. gáfaðri en
aðrir og þannig enn ríkari og ýtt enn frekar undir
ójöfnuð.
En þar erum við komin á leikvöll vísinda-
skáldsagna. Sem dæmi hafa mörg gen áhrif á
sköpunargáfu og ekki er vitað hvaða gen það
eru né nákvæmt samspil þeirra við umhverfi
einstaklingsins. Þess utan hafa gen oft áhrif á
fleiri en einn þátt og því er erfitt að ætla að
skapa einkar gáfaðan einstakling.
Hættulegt og flókið
„Það eru flestir sammála um að í dag sé þetta
svið sem við eigum ekki að fara inn á. Sumir
segja að það gerist kannski í framtíðinni en við
vitum allt of lítið um þessa aðferð svo það sé
siðfræðilega verjandi að breyta erfðamengi
sem flyst á milli kynslóða,“ segir Magnús.
„Að taka fósturvísi og útsetja hann fyrir að-
ferðafræði sem við vitum ekki hvort er örugg,
óháð siðferðilegum spurningum, er óverjandi
tilraun á einstaklingi því við vitum allt of lítið
um langtímaáhrifin.“
Magnús segir að erfitt verði að sýna fram á
öryggi erfðabreytinga af þessu tagi. „Við get-
um notað tilraunadýr en hvort við munum geta
yfirfært þá þekkingu yfir á mannfólk er ekki
ljóst.“
Við þessar aðstæður sé tiltölulega einföld sið-
ferðisleg spurning hvort eigi að nota tæknina,
að sögn Magnúsar. Verði hins vegar búið að
ganga úr skugga um öryggi þess flækist málið.
Eigum við þá að gera það? „Ég einfaldlega veit
það ekki.“
Magnús segir ekki siðferðilega rétt að nota
Crispr til að bæta einstaka eðliseiginleika okk-
ar, fyrir utan hve flókið það yrði. „Við erum að
læra að erfðafræði flókinna hluta eins og hæð-
ar, gáfna, vöðvastyrks og ýmissa þátta sem
menn geta hugsað sér að breyta er það flókin
að í flestum tilfellum ræðst þessi eiginleiki af
hundruðum mismunandi arfbreytileika. Það er
hægt að leiðrétta arfbreytileika sem veldur því
að þú sért með einhvern stórkostlegan galla,“
segir hann en efling eðliseiginleika mannsins
væri langtum flóknari.
„Við höfum tækni í dag þar sem hægt er að
frjóvga nokkur egg og við getum valið þau egg
þar sem hættulegar stökkbreytingar eru ekki
til staðar.“ Slík tækni hefur verið notuð í nokk-
urn tíma og er mun minna umdeild en Crispr.
Fyrstu erfðabreyttu börnin
Í nóvember 2018 hélt kínverski vísindamaður-
inn He Jiankui því fram að hann hefði erfða-
breytt fósturvísi tvíburastúlkna, sem svo fædd-
ust undir lok sama árs, með Crispr. Vakti það
mikla ólgu innan vísindasamfélagsins og flestir
sögðu aðgerðir hans óafsakanlegar en He faldi
tilraun sína fyrir tækniháskólanum í Shenzen.
Fór svo að He var dæmdur í þriggja ára fang-
elsi og gert að greiða háa sekt.
Magnús segist vissulega óttast fleiri slík til-
felli en vonast til að sjúklingar og aðrir sem leiti
til aðila af þessu tagi stígi varlega til jarðar og
gangi úr skugga að reglum sé fylgt. Því sé
mikilvægt að fræða almenning. Hann nefnir
dæmi um að einstaklingar sem leiti sér lækn-
inga með stofnfrumuaðferðum geri það hjá
stofnunum sem ekki hafi farið gegnum vís-
indasiðanefnd viðkomandi lands.
Þarf samþykki komandi kynslóða
Ef hægt yrði að breyta kímfrumum til að
fyrirbyggja alvarlega erfðasjúkdóma með
öruggum hætti gæti orðið mikil bót að því, að
sögn Vilhjálms Árnasonar, prófessors í heim-
speki við Háskóla Íslands. Hann segir einn
meginmuninn á því að breyta erfðum líkams-
frumna og kímfrumna vera að í fyrrnefnda til-
fellinu sé hægt að leita eftir upplýstu sam-
þykki einstaklingsins en ekki í því
síðarnefnda. „Það er auðvitað ekki hægt að fá
samþykki þeirra kynslóða sem erfðabreyting
kímfrumna gæti haft áhrif
á,“ segir hann.
„Þó að manni fyndist að
það mætti gera ráð fyrir
samþykki þess að lifa ekki
við erfiðan erfðasjúkdóm er
áhættan á ófyrirsjáanlegum
aukaverkunum enn svo mik-
il að það er ekki boðlegt að
fara út í þetta.“
Þá segir Vilhjálmur auðvitað meginmun á því
hvort verið sé að nota Crispr í lækningaskyni
eða í þeim tilgangi að bæta eða efla tiltekinn
einstakling. Ef aðferðin sé hættulaus sé ekki
umdeilt að vilja lækna örkumlandi sjúkdóma.
„Hitt er miklu umdeilanlegra hvort eigi að
reyna að nota tæknina til mannbóta eða efl-
ingar.“
Þá sé umdeilanlegt hvað kalla megi æskilega
eiginleika. „Það gæti verið farið út í að hanna
börn eftir einhverjum umdeilanlegum hug-
myndum um æskilega eiginleika sem þau væru
síðan sjálf ósátt við. Einnig eru flestir slíkir
eiginleikar háðir flóknu samspili erfða og um-
hverfis og nær væri að einbeita sér að því bæta
uppeldisskilyrði barna til að efla einstaklinga.“
Vilhjálmur segir þó hægt að finna grá svæði í
þessari umræðu. „Til dæmis ef það er verið að
efla ónæmiskerfið. Það er ákveðin efling eigin-
leika sem gerir einstakling sterkari gegn sjúk-
dómum. Þá er spurningin hvoru megin þetta
lendir. Er þá verið að gera þetta í eflingarskyni
eða lækningaskyni? Það geta verið tilvik þar
sem eru ekki alveg skýrar línur þarna á milli.“
Mikilvægt að stíga varlega til jarðar
Ein hættan er sú að tækni á borð við Crispr,
sem hafi marga jákvæða möguleika í för með
sér, geti farið illa út úr því að vísindamenn á
borð við He Jiankui fari ekki eftir siðferðissátt-
mála vísindamanna. Hópar aktívista geta
sprottið upp sem fordæma tæknina í heild
vegna gjörða eins eða nokkurra einstaklinga.
Það getur aftrað framförum tækninnar og
komið á hana slæmu orði sem erfitt getur
reynst að afmá.
Þó að vísindamenn séu góðir í mörgu eiga
þeir oft erfitt með að fá hóp fólks í lið með sér
enda beita þeir oftast beinum rökum. Það reyn-
ist oft illa og á sama tíma notast popúlistar við
aðrar aðferðir sem byggja á hræðslu og ótta al-
mennings við alls kyns vísindi sem hann skilur
ekki. Dæmi um það er herferð andstæðinga
bólusetninga, sem hafa náð undraverðu fylgi
miðað við ósannindin sem þeir prédika. Svo
miklu að forseti Bandaríkjanna hefur opin-
berlega efast um ágæti bólusetninga.
Mikilvægt er því að stíga varlega til jarðar en
ef allt fer vel gæti Crispr-tæknin bjargað og
bætt líf fjölda manna í náinni og fjarlægri fram-
tíð.
Rannsóknir á notkun CRISPR/
Cas9 til lækninga á sjúkdómum
í mönnum lofa góðu en enn er
nokkuð langt í land.
Colorbox
’Það eru flestir sammála umað í dag sé þetta svið sem viðeigum ekki að fara inn á. Sumirsegja að það gerist kannski í
framtíðinni en við vitum allt of
lítið um þessa aðferð svo það sé
siðfræðilega verjandi.
Vilhjálmur Árnason