Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2020 Veislulist sér um veitingar fyrir fermingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal eða heimahús Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskarand matreiðslu. FERMINGAVEIsluR Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl. 3ja rétta sTEIKARhlaðborð Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl. PINNAMatur Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við kransaköku 30 manna á kr. 16.500 kaffihlaðborð Ferming Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN 08.00 Strumparnir 08.20 Adda klóka 08.45 Blíða og Blær 09.10 Dóra og vinir 09.30 Mæja býfluga 09.45 Zigby 09.55 Mia og ég 10.20 Lína langsokkur 10.45 Latibær 11.05 Lukku láki 11.30 Ævintýri Tinna 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.05 Nágrannar 13.25 Nágrannar 13.45 Friends 14.10 Borgarstjórinn 14.30 McMillions 15.25 BBQ kóngurinn 16.00 Sápan 16.35 60 Minutes 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.40 The Greatest Dancer 20.15 Between Us 21.00 Killing Eve 21.45 Gasmamman 22.30 Prodigal Son 23.15 Manifest 24.00 Cardinal 00.45 I Know This Much Is True ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Eitt og annað af Aust- urlandi 20.30 Eitt og annað af grillinu 21.00 Eitt og annað af Aust- urlandi 21.30 Tónlistaratriði úr Föstu- dagsþættinum Endurt. allan sólarhr. 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Omega 21.00 Tónlist 22.30 Gegnumbrot 20.00 Mannamál (e) 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 21.00 Helgarviðtalið 21.30 Bærinn minn (e) Endurt. allan sólarhr. 16.05 Malcolm in the Middle 16.25 Everybody Loves Ray- mond 16.50 The King of Queens 17.10 How I Met Your Mother 17.35 A Million Little Things 18.20 This Is Us 19.05 Með Loga 20.00 The Block 21.20 Madam Secretary 22.10 Godfather of Harlem 23.10 The Walking Dead 24.00 FBI 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Biskupar á hrakhólum. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Hall- grímskirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 LungA 20 ára. 14.00 Borgarmyndir. 15.00 Glans. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Úr tónlistarlífinu: Jó- hannesarpassía Bachs. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Tölvufíkn. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Þitt eigið stríð: Smá- saga. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Heima að heiman. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Tulipop 07.19 Molang 07.23 Húrra fyrir Kela 07.46 Minnsti maður í heimi 07.47 Hæ Sámur – 50. þáttur 07.54 Hrúturinn Hreinn 08.01 Bréfabær 08.12 Með afa í vasanum 08.24 Stuðboltarnir 08.35 Konráð og Baldur 08.48 Nellý og Nóra 08.55 Múmínálfarnir 09.18 Ronja ræningjadóttir 09.42 Vísundur 09.45 Krakkafréttir vikunnar 10.00 Lási löggubíll 11.10 Herra Bean 11.40 Fólkið í blokkinni 12.05 Eldsmiðjan 12.50 Poppkorn – sagan á bak við myndbandið 13.05 Undur tunglsins 13.55 Söngvaskáld 14.55 Öldin hennar 15.00 Óratórían Mysterium 16.00 Veröld sem var 16.30 Músíkmolar 16.40 Menningin – samantekt 17.10 Ari Eldjárn 17.40 Bækur sem skóku sam- félagið 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Söguspilið 18.30 Lífsins lystisemdir 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.40 Kvenfólk – Hundur í óskilum 21.15 Músíkmolar 21.25 Viktoría 22.15 Framúrskarandi vinkona: Saga af nýju ættarnafni 23.15 Saknað 00.45 Kaleo á tónleikum 13 til 16 Pétur Guðjóns Góð tónlist og létt spjall á sunnudegi. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 með DJ Dóru Júlíu Einn vinsælasti plötusnúður landsins kynnir vinsæl- ustu lög landsins á K100. Tónlistinn er eini opinberi vinsældalisti landsins, unninn upp úr gögnum frá Fé- lagi hljómplötuframleiðanda. 18 til 00 K100 tónlist Besta blandan af tónlist á K100 í allt kvöld. Dj Dóra Júlía sagði frá per- sónulegri upplifun sinni á opnun líkamsræktar- stöðva í vikunni í Ljósa punktinum á K100 en þar lýsti hún góðum áhrifum samkomubannsins á hana líkamlega. „Ég fann mikla gleði í því að geta farið aft- ur í jógatíma, enda búin að sakna dýnunnar mikið. Ég var þó svolítið stressuð að mæta aftur í tíma. Áður en allt skall á var ég vön að mæta oft í viku og var komin í gott jógaform, kunni æfingarnar vel og var ansi öflug. Það að missa tvo mánuði úr æfingu fékk mig til þess að efast um sjálfa mig og ég var alveg viss um að ég hefði öllu gleymt,“ sagði hún. Það kom henni því á óvart að þetta var með betri tímum sem hún hafði farið í. Lestu pistil Dóru Júlíu á K100.is „Með betri tímum sem ég hef tekið“ París. AFP. | „Ekkert verður aftur eins,“ heyrist iðulega sagt í kór- ónuveirufárinu. Í tískuheiminum gætu það orðið orð að sönnu. Í höftunum vegna veirunnar hefur mikil umræða farið af stað og fjöldi hönnuða staðið upp og sagt að draga verði úr ógnarhraðanum í fjölleika- húsi tískunnar. Árum saman hafa margir gagnrýnt hraðan takt, sóun og offramleiðslu, en fáir úr hópi stóru nafnanna hjá tísku- húsunum hafa vogað sér að draga í efa árstíðabundnar tískulínur, sem þau senda frá sér eins og hamstrar á hjóli. Fyrstu merkin um breytta tíma komu fram þegar Anthony Vacca- rello, hönnuður hjá Saint Laurent, til- kynnti í apríl að hann yrði ekki með á tískuvikunni í París á þessu ári. Héð- an í frá myndi „merkið fylgja sínum eigin takti“. Í þessari viku gekk Alessandro Michele hjá Gucci til liðs við bylting- una og sagði að tískuhúsið myndi fækka sýningum úr fimm í tvær. Dró hann þar með í efa hugmyndina um árstíðabundnar línur, sem hafa verið undirstaða tískuheimsins frá síðari heimsstyrjöld. „Föt ættu að lifa lengur,“ sagði hann á fréttafundi í Mílanó og hamr- aði á því að héðan í frá yrðu fatalínur hans óháðar árstíðum. Michele er ekki þekktur fyrir upp- reisnargirni. Hann er reyndur í við- skiptum og hefur breytt Gucci í mjólkurkú franska lúxusvörusam- steypunnar Kering með kaldhæðn- islegum stíl með poppmenningar- legum vísunum sem minna á myndir Wes Andersons og Johns Waters. Það eru ekki bara ungu hönn- uðirnir sem hafa fengið nóg. Nest- orinn Giorgio Armani, sem enn er að orðinn 85 ára gamall, sagði tímabært að draga úr óþarfa og vinda ofan af hraðanum í tískunni. „Við lifum á ólgutímum, en í því felst einstakt tækifæri til að átta okkur á hvað virk- ar ekki,“ sagði hann. Ekki var minni slagkraftur í bréfi sem belgíski meistarinn Dries Van Noten og hin rísandi franska stjarna Marine Serre áttu frumkvæði að opnu bréfi þar sem hvatt er til þess að hugsa að nýju hvernig tískuheim- urinn virkar. Nokkur hundruð innan- búðarmenn úr tískuheiminum hafa skrifað undir bréfið, þar á meðal frá merkjum, hönnuðum og verslunum á borð við Chloe, Thom Browne, Y/ Project, Lemaire, Alexandre Mat- tiussi, Nordstrom, Bergdorf Good- man, Selfridges og Harvey Nichols. Þar er hvatt til „grundvallarbreyt- inga, sem muni einfalda fyrirtæki þannig að þau verði sjálfbærari gagn- vart umhverfi og samfélagi“. Nú eiga Van Noten og Serre í viðræðum við aðstandendur fjögurra stóru tísku- vikanna í París, Mílanó, New York og Róm. Van Noten hefur einnig hvatt til þess að bundinn verði endi á afslátt- aræðið og útsöludaga á borð við svartan föstudag. Fötin eigi að staldra lengur við í búðunum. Hann er þeirrar hyggju að vetrarföt eigi að koma í búðir á veturna og sumarfötin á sumrin í stað margra mánaða fyrr eins og nú er. Hann segir í viðtali við franska dagblaðið Le Monde að þessi hugsunarháttur í fatasölu hafi búið til vítahring sóunar og offramleiðslu. Framleiðandinn Kering svaraði ekki fyrirspurnum AFP um viðbrögð við þessum áskorunum og ekkert hef- ur heldur heyrst úr herbúðum LVMH, helsta framleiðanda heims- ins á lúxusvörum, sem er með merki á borð við Louis Vuitton og Dior. Fyrirsætur sýna föt frá Yves Saint Laurent í París í janúar. Anthony Vaccarello, hönnuður hjá Saint Laru- ent, er meðal þeirra sem vilja grund- vallarbreytingar í tískuheiminum. AFP TÍSKUFRÖMUÐIR RÆÐA GAGNGERAR BREYTINGAR Vilja draga úr sóun og hraða AFP Alessandro Michele, hönnuður hjá Gucci, kemur fram á tísku- viku í Mílanó 2016. Hann vill draga úr hraða og sóun í fram- leiðslu í tískuheiminum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.