Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Qupperneq 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2020
ER PLANIÐ SKÍTUGT?
Fáðu tilboð í s: 577 5757
GÖTUSÓPUN
ÞVOTTUR
MÁLUN
www.gamafelagid.is
Það er bæði sérkennilegt og skemmtilegtstarf að taka viðtöl við fólk í beinni út-sendingu. Fólk er ólíkt. Sumir stressast
í viðtölum og koma engu út úr sér á meðan aðr-
ir geta ekki hætt að tala og það er varla hægt
að koma að spurningu. Stundum, sérstaklega
þegar kemur að stjórnmálum, er fólk ósam-
mála og getur jafnvel rifist. En oftast liggur
fyrir í hvaða átt viðtöl fara.
En svo höfum við Kára Stefánsson.
Viðtal við Kára getur verið draumur eða
martröð. Hann getur verið stórkostlega
skemmtilegur og líka svolítið ruddalegur, jafn-
vel dónalegur. Hann er klár og óvenjulegur en
líka óútreiknanlegur. Í viðtölum og blaða-
greinum hefur hann kallað fólk ótrúlegustu
nöfnum en stundum skrifað til fólks af hlýju og
virðingu. Að tala við hann getur verið eins og
að reyna að beisla á með berum höndunum.
Hann kom í viðtal til okkar á K100 um daginn
og ég held að Siggi vinur minn sé nýhættur að
vakna með hjartslátt á nóttunni eftir að Kári
hvæsti á hann. Kára fannst hann mjög fyndinn
og Sigga líka – nokkrum dögum seinna.
Í vikunni tók Einar Þorsteinsson viðtal við
Kára í Kastljósinu. Þar kom fram að Kári er
afskaplega ánægður með Þórólf Guðnason
sóttvarnalækni og langar mikið til að hjálpa
honum að taka sýni úr ferðamönnum sem
koma til landsins. Í næstu setningu segir hann
að Þórólfur geti ekki hringt í hann því að hann
sé búinn að loka á símtöl frá Þórólfi! Þeir hlæja
og Einar segir það sem örugglega margir eru
að hugsa:
„Þú ert alveg ruglaður.“
Kári segir að sennilega væru margir til í að
fallast á það og tekur þetta greinilega ekki
nærri sér og viðtalið, sem er skemmtilegt og
áhugavert, heldur áfram. Þeir skilja sáttir og
maður skyldi ætla að hér væri málinu lokið. En
nei.
Til leiks mætir hópur fólks sem hefur tekið
það að sér að móðgast fyrir hönd annarra.
Krefst þess jafnvel að Einar biðji Kára afsök-
unar. Við þetta fólk langar mig að segja eftir-
farandi:
Kári er fullfær um að móðgast sjálfur. Hann
þarf enga sérstaka hjálp við það frekar en önn-
ur geðbrigði hins daglega lífs. Og í ljósi þess að
hann virðist ekki hafa móðgast, er ekki óþarfi
að fólk úti í bæ bjóði upp á þessa sértæku þjón-
ustu; að móðgast fyrir hönd annarra. Er
kannski kominn tími til að stofna fyrirtækið
Móðgunarþjónustuna ehf.? Engin móðgun er
of lítil fyrir okkur.
Mér finnst eins og þessi tilhneiging hafi far-
ið vaxandi. Fleiri hafi tekið það að sér, óum-
beðið, að móðgast, sárna og jafnvel reiðast yfir
einhverju sem sagt er um eða við einhvern sem
jafnvel tengist þeim ekki neitt. Best er samt
fólkið sem hefur ekki kynnt sér málið neitt,
ekki séð viðtalið eða lesið fréttina, en vill ekki
missa af móðg-
unarlestinni svo
það stekkur á
vagninn umhugs-
unarlaust.
Stundum óttast
ég að við hættum
alveg að segja eitt-
hvað sem er ekki
algjörlega eftir
bókinni af ótta við
að móðga einhvern
af þeim sem hafa
tekið að sér þessa þjónustu fyrir margs konar
hópa fólks. Og það er ekki skemmtileg til-
hugsun.
Svo er allur gangur á því hversu móðg-
unargjarnt fólk er og það sem einum finnst í
lagi þykir öðrum óhæfa. Mér finnst sem sagt
augljóst lykilatriði í þessu öllu að meintur þol-
andi hafi eitthvað um það að segja hvort tilefni
sé til móðgunar eða ekki. Þegar það gerist er
eðlilegt og rétt að biðjast afsökunar. Eða ekki.
Engin regla er án undantekninga og það er
vissulega svo að stundum getur verið þörf á að
benda á það sem er óviðeigandi, ósanngjarnt
eða niðrandi. Til dæmis þegar rætt er um fólk
eða hópa sem eiga bágt með að bera hönd fyrir
höfuð sér.
En trúið mér, það er ekki vandamál þegar
Kári Stefánsson á í hlut.
’Kári er fullfær um að móðg-ast sjálfur. Hann þarf engasérstaka hjálp við það frekar enönnur geðbrigði hins daglega
lífs. Og í ljósi þess að hann
virðist ekki hafa móðgast, er
ekki óþarfi að fólk úti í bæ bjóði
upp á þessa sértæku þjónustu;
að móðgast fyrir hönd annarra?
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Ég móðgast fyrir þig
Þetta óvenjulega sumar gefurokkur tækifæri til að upplifaferðalag um fallega landið
okkar eins og við gerðum fyrir
mörgum árum, þegar erlendir
ferðamenn voru margfalt færri en
undanfarin ár. Sú reynsla gæti opn-
að augu okkar fyrir ýmsum hliðum
uppgangs ferðaþjónustunnar og
gefið okkur nýja sýn á hann.
Jákvæður vöxtur
ferðaþjónustunnar
Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur að
mínu mati haft mun fleiri jákvæðar
hliðar en neikvæðar. Hann hefur
skapað mikla atvinnu, miklar
tekjur fyrir ríkissjóð og mikla
grósku í þjónustu og afþreyingu
víða um landið. Á heildina litið hef-
ur vöxtur ferða-
þjónustunnar
þannig stuðlað að
bættum lífs-
kjörum og aukn-
um lífsgæðum
landsmanna.
Skiljanlega
hefur okkur stundum fundist nóg
um fjölda gesta á allra vinsælustu
stöðum landsins en það hefur að
mestu leyti verið bundið við örfáa
staði á Suður- og Vesturlandi.
Enginn veit hvað átt
hefur …
Það er óvenjulegt og að vissu leyti
eftirsóknarvert að fá núna tækifæri
til þess að upplifa vinsæla staði á
borð við Þingvelli, Geysi og Jökuls-
árlón í fámenni.
En þó að við fáum núna tækifæri
til þess, sem mörgum finnst
kannski kærkomið, þá er ekki ólík-
legt að við munum á ferðum okkar
um landið í ár líka sakna þess sem
fjölgun ferðamanna gaf okkur og
við höfum ekki lengur. Hversu
mörg hótel og gististaðir verða lok-
uð þegar við knýjum þar dyra?
Hversu margir veitingastaðir verða
ekki lengur starfandi, sem við
hugðumst heimsækja og njóta?
Hvaða afþreying verður ekki leng-
ur í boði af því að ferðamönnum
hefur fækkað?
Við skulum hugleiða þessa hlið
málsins, um leið og við njótum líka
þess góða sem fylgir því að vera
nær því en í einhverja áratugi að
hafa Ísland út af fyrir okkur.
Stefna okkar í
ferðaþjónustu
Að undanförnu hef ég í tvígang séð
málsmetandi fólk halda því fram að
við höfum ekki stefnu í ferða-
málum. Það er af og frá.
Við erum nú á síðasta ári fimm
ára aðgerðaáætlunarinnar sem
nefnd var Vegvísir í ferðaþjónustu.
Vegvísirinn hefur varðað götu okk-
ar á fáheyrðu vaxtarskeiði í grein-
inni og leitt af sér margvíslegar
framfarir.
Síðastliðið sumar kynntum við
það sem tekur við af Vegvísinum:
sameiginlega framtíðarsýn stjórn-
valda og atvinnugreinarinnar til
ársins 2030 undir heitinu „Leiðandi
í sjálfbærri þróun“, ásamt 12 skýr-
um leiðarljósum sem styðja fram-
tíðarsýnina og tölusettum mark-
miðum um lykilþætti. Aðgerða-
áætlun á þessum sterka grunni er í
mótun.
Um svipað leyti kynnti ég Jafn-
vægisás ferðamála sem er viðamik-
ið mat á því álagi sem ferðaþjónust-
an veldur á fjölmarga lykilþætti
sjálfbærni í okkar samfélagi, um-
hverfi og efnahag. Mín sýn er að
Jafnvægisásinn verði mikilvægt
stjórntæki en við þurfum að sjálf-
sögðu að þróa hann áfram og betr-
umbæta.
Stefnuna lesum við ekki bara í
plöggum og glærukynningum því
að hún birtist okkur líka í fjölda að-
gerða og stefnumarkandi yfirlýs-
inga bæði stjórnvalda, sveitar-
stjórna og greinarinnar sjálfrar.
Við höfum gert stórátak í uppbygg-
ingu innviða á ferðamannastöðum,
stórbætt ástandsmat einstakra
áfangastaða út frá náttúrufari,
markað nýja stefnu um markaðs-
setningu lands-
ins í samstarfi
stjórnvalda og
atvinnulífs á
vettvangi Ís-
landsstofu, haf-
ið gjaldtöku fyr-
ir bílastæði í
þjóðgörðum og almennt heimilað
hana í dreifbýli, og stigið fyrstu
skrefin í afgerandi stýringu á tak-
mörkuðu svigrúmi til atvinnu-
rekstrar, samanber Silfru. Allt er
þetta stefna. Ég hef sagt frá upp-
hafi að við eigum ekki að einblína á
fjölda gesta. Það er stefna. Ég hef
sagt frá upphafi að við eigum ekki
að einblína á opinbera gjaldtöku.
Það er stefna. Ég hef ekki orðið við
óskum sumra um að takmarka
notkun á starfsheitinu „leiðsögu-
maður“. Það er stefna. Ég hef auk-
ið fjárstuðning við SafeTravel-
verkefnið. Það er stefna. Þannig
mætti lengi telja.
Stefna í ferðamálum verður aldr-
ei afgreidd í eitt skipti fyrir öll því
nýjar áskoranir munu stöðugt
knýja á. Og síðast en ekki síst: Öll
lönd, líka þau sem þykja fyrir-
myndir annarra í stefnumótun
ferðaþjónustunnar, glíma engu að
síður við mjög sambærilegar áskor-
anir og við.
Jarðvegur fyrir stýringu
Sum stefnumál þurfa að fá að gerj-
ast í töluverðan tíma áður en skyn-
samlegt er að hrinda þeim í fram-
kvæmd. Ég hef lengi talað fyrir
aukinni stýringu í ferðaþjónustu
þar sem færa má rök fyrir henni út
frá annaðhvort sanngirnis- eða
álagssjónarmiðum. Ég finn fyrir
auknum stuðningi við slíkar ráð-
stafanir, jafnvel ákalli um þær.
Álagsstýring er einmitt eitt af tólf
sameiginlegum leiðarljósum stjórn-
valda og ferðaþjónustunnar sem við
kynntum á liðnu ári.
Mér finnst það mikið heilbrigðis-
merki að framtíðarsýnin og leiðar-
ljósin sem við kynntum síðastliðið
sumar halda að fullu gildi sínu
þrátt fyrir kórónuveiru-áfallið. Við
skiptum því ekki um kúrs vegna
þessara atburða en þeir kunna að
gefa okkur nýja sýn á leiðirnar að
markinu.
Ný sýn á þróun
ferðaþjónustunnar
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
’ Við skiptum ekki umkúrs vegna þessaraatburða en þeir kunna aðgefa okkur nýja sýn á
leiðirnar að markinu.