Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2020
LÍFSSTÍLL
Við Árni erum búin að eiga þetta fallegahús eftir Sigvalda Thordarson í 20 ár. Það er ýmislegt sem ég kann að
meta við húsið, m.a. blómabeðið sem Sigvaldi
hannaði í handriðinu við aðalinnganginn sem
mér finnst mjög sérstakt og gefur húsinu
skemmtilegan svip. Ég er mikil blómakona og
nýt þess að vera í garðinum.“
Ásdís segir það koma fólki á óvart að hægt
sé að rækta svona mikið af fallegum blómum
og rósum svona nálægt sjónum en það er hægt
með mikilli vinnu og natni.
Með blóm alls staðar
„Garðurinn er skjólgóður og trén taka af allan
vind. Hann lokast líka alveg af þegar trén
laufgast. Við pössum að taka ofan af trjánum á
hverju ári svo að garðurinn verði ekki of
skuggsæll. Ég hef blóm allstaðar sem sólin
nær að skína. Ég elska að setja blóm í allavega
potta og blanda saman sumarblómategundum.
Ég set þá í tröppur og hengi upp, og helst alls
staðar þar sem sól skín.
Í fyrstu var það bara ég sem hafði þennan
mikla áhuga á blómum og garðrækt en svo
fékk Árni maðurinn minn áhuga líka og núna
erum við í þessu saman.“
Hvert rekur þú þennan áhuga þinn á garð-
rækt?
„Ég er alin upp í margverðlaunuðum
blómagarði á Suðurbrekkunni á Akureyri.
Mamma og pabbi áttu mjög fallegan garð sem
þau voru öllum stundum í. Mamma sáði fyrir
öllum sínum blómum og hún var með gróð-
urhús sem var fullt af blómstrandi blómum og
rósum. Við systurnar fimm fengum blóma-
áhugann frá mömmu og við elskum blóm og
alla ræktun. Ég lærði af mömmu að vökva
blómin mjög mikið og oft. Ég nota næringu
þegar ég vökva og mér finnst mikið atriði að
hafa stóra potta og mikið af góðri mold í
þeim.“
Með alls konar tré í garðinum
Hvaða blóm og tré ertu með í garðinum?
„Það eru mörg stór og gömul tré í garðinum
og sérstaklega eru tveir hlynir fallegir, annar
er í bakgarðinum og hinn úti við götu. Þeir eru
báðir orðnir yfir 60 ára gamlir. Þeir eru mjög
plássfrekir en mjög fallegir. Ég hef keypt
mörg falleg tré sem verða ekki hávaxin, eins
og úlfareyni, hegg, kirsuberjatré, runnarósir
og runna sem fá fallega haustliti.
Ég rækta eitthvað af blómunum mínum sjálf
og sái og forrækta inni. Dalíur eru uppáhalds-
blómin mín, ég set laukana niður í mars og for-
rækta þær í stórum pottum fram í júní, þá set
ég dalíurnar út á pall. Þær verða oft mjög háar
og blómstra vel frá byrjun júní fram í sept-
ember.
Ég er með mikið af fjölærum blómum í stóru
beði og á milli trjánna eru burknar og hostur
sem eru skuggaþolnar. Ég er líka með mikið af
fallegum runnum.“
Þau eru einnig með ágræddar rósir í sér
beði sem blómstra oft vel fram í nóvember.
„Garðurinn er mjög fallegur strax í apríl. Þá
er hann ein breiða af bláum vetrargosum. Fólk
sem gengur framhjá á ekki orð yfir þessum
fallegu vorlaukum. Svo taka vorlaukarnir við
og í byrjun júní fara sumarblómin og fjölæru
blómin að blómstra.“
Hvaða ráð áttu fyrir þá sem eiga landskika í
kringum húsin sín og langar að fara af stað
með að rækta eitthvað áhugavert í garðinum?
„Að búa til skjól með runnum eða smíða
skjólveggi. Kaupa sumarblóm og búa til beð
eða hafa þau í pottum. Að fá lit í garðinn er svo
skemmtilegt.“
Ræktarðu grænmeti í garðinum þínum líka?
„Mjög lítið, ég er með spínat og kál í pottum
sem ég sái allt sumarið og borða jafnóðum.“
Mikil vinna að halda
garðinum fallegum
Hvað eyðir þú mörgum stundum á viku í garð-
inum?
„Við hjónin erum mjög mikið í garðinum
frá apríl fram í september. Þetta er mikil
vinna en ótrúlega skemmtileg og gefur okkur
mikið. Við fjölskyldan erum mjög mikið í
garðinum og við borðum alltaf úti þegar veð-
ur er gott. Þegar kólnar kveikjum við í arn-
inum og höfum notalegt. Við erum með lýs-
ingu í garðinum sem er skemmtileg þegar fer
að rökkva í ágúst. Ég set líka upp seríur og
kertaluktir.“
Er garðrækt að þínu mati góð fyrir börnin
okkar líka?
„Já, börn vilja leika sér í grasi og sjá hvernig
blómin vaxa og fá að vökva og halda blómum
fallegum. Einnig að taka þátt í að sá fyrir
grænmeti og sjá það vaxa og fá að borða það
beint úr garðinum. Börn vilja klifra í trjám.
Rækta rósir í garðinum
á Ægisíðunni
Ásdís Alda Þorsteinsdóttir leikskólakennari og Árni Þór Bjarnason framkvæmda-
stjóri búa á Ægisíðunni í húsi með garði sem margir telja einn af fallegri görðum
borgarinnar. Hér deila þau listinni á bakvið blómlega garðrækt.
Elínrós Líndal elinros@mbl.is
Ásdís Alda Þorsteinsdóttir
og Árni Þór Bjarnason búa í
glæsilegu Sigvalda Thordar-
sonar húsi á Ægissíðunni.
Ásdís hvetur fólk til að gróð-
ursetja allskonar blóm í garð-
inum til að gera hann líflegan.
Það krefst mikillar
vinnu að halda
garðinum fallegum.