Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2020, Page 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2020
F
yrir rúmum tveimur áratugum
lenti hér á landi sautján ára bras-
ilískur skiptinemi sem féll fyrir
landi og þjóð. Georg Leite er nú
íslenskur ríkisborgari, ljósmynd-
ari, viðskiptafræðingur og einn eiganda hins
vinsæla bars Kalda. Fyrir sex árum síðan
var hann gabbaður á dansnámskeið sem
kennt var af franska atvinnudansaranum
Anaïs Barthe, en hún var hér einungis í sex
daga stoppi til að kenna. Skemmst er frá því
að segja að Amor hitti þau bæði í hjartastað
og var Anaïs flutt til Íslands ári síðar. Anaïs
og Georg eignuðust soninn Samuel Mána í
fyrra en fyrir átti Georg dótturina Sofiu
Leu. Þessi blandaða fjölskylda unir hag sín-
um vel á Íslandi og vill hvergi annars staðar
vera. Í bláu timburhúsi vestast í Vest-
urbænum hitti blaðamaður hjónaleysin og
forvitnaðist um hvað í ósköpunum þau væru
að gera hér í kuldanum á hjara veraldar.
Ást við fyrstu sýn
Anaïs er frá Toulouse í Suðvestur-Frakk-
landi, fædd þar og uppalin. Hún var ung að
árum þegar dansinn tók öll völd.
„Það er enginn dansari í fjölskyldunni en
ég byrjaði ung að dansa og það tók fljótt yf-
ir. Mamma er efnafræðingur og pabbi tækni-
teiknari hjá Airbus. Ég er lærður dansari og
hef dansað sem atvinnudansari í rúman ára-
tug. Ég dansaði hjá ýmsum danshópum í
Frakklandi og ferðaðist vítt og breitt en lífið
breyttist töluvert þegar ég flutti hingað,“
segir Anaïs.
Upphafið að Íslandsævintýrinu var
helgarnámskeið í Kizomba sem Anaïs var
beðin um að kenna eina helgi í maí árið
2014. Hún bókaði hingað sex daga ferð og
hugðist kenna í þrjá daga og skoða sig svo
um hina dagana.
„Þá hitti ég Georg,“ segir hún og brosir.
Örlög hennar voru þar með ráðin. Stutt
ferð til Íslands að kenna dans breytti lífinu
til frambúðar.
Þannig var mál með vexti að Georg skráði
sig á áðurnefnt dansnámskeið.
„Vinkona mín vildi fá mig með á nám-
skeiðið og ég sló til. Ég heyrði að Anaïs tal-
aði smá portúgölsku í tímanum og fór því að
spjalla við hana eftir annan tímann, en við
hittumst óvænt aftur það kvöld, á Kalda,“
segir hann, en hann var þá að vinna það
kvöld.
„Hún kom inn með öðrum kennara og við
fórum að spjalla,“ segir Georg.
Var þetta ást við fyrstu sýn?
Georg svarar því játandi og horfir á konu
sína.
Anaïs segir frá sinni hlið.
„Ég sá hann auðvitað í tímanum fyrst en
þar sem ég var kennarinn hélt ég ákveð-
inni fjarlægð. Ég heyrði hann tala íslensku
en svo kom hann til mín og spurði hvers
vegna ég væri að tala portúgölsku,“ segir
Anaïs.
Georg segist í upphafi hafa haldið að Ana-
ïs og annar kennari, karlkyns, væru jafnvel
par.
„Svo þegar þau komu saman á Kalda og
við fórum að spjalla skynjaði ég strax að
þau þekktust ekki mjög vel,“ segir hann og
segist hafa orðið glaður að komast að því.
„Já, við komum sem hópur inn á þennan
bar en ég hafði ekki hugmynd um að ég
myndi hitta Georg aftur eða að hann ætti
þennan bar. Svo sá ég hann bak við bar-
borðið og hugsaði, þvílík tilviljun!“
Þau brosa hvort til annars.
„Við höfum aldrei talað um þetta!“ segir
Georg og hlær.
þegar kórónuveiran skall á og er hér enn.
Spurður hvers vegna Ísland hafi orðið fyr-
ir valinu þegar hann valdi sér skiptinema-
land segir Georg:
„Við fengum norskan skiptinema heim til
mín í Brasilíu og í gegnum hann kynntist ég
Íslendingum sem voru einnig skiptinemar í
mínum bæ. Þess vegna vildi ég fara til
Norðurlanda þegar ég átti að fara sem
skiptinemi,“ segir Georg.
Fékkstu kúltúrsjokk að koma hingað?
„Þetta var jákvætt kúltúrsjokk,“ segir
Georg á nánast óaðfinnanlegri íslensku.
„Ég fann að ég var öðruvísi, en á þessum
„Fólk tók rosalega vel á móti mér
og mér leið strax vel hérna. Það
gerði það að verkum að ég elskaði
Ísland strax,“ segir Georg sem sést
hér ásamt Anaïs og börnunum
tveimur, Sofiu Leu og Samuel Mána.
Morgunblaðið/Ásdís
„Fékk jákvætt kúltúrsjokk“
Hinn brasilíski Georg Leite og hin franska Anaïs Barthe eru sest að á Íslandi. Georg hefur verið hér meira og minna í tvo áratugi en
Anaïs í fimm ár. Helgarnámskeið í dansi leiddi parið saman og síðan þá hafa þau skapað sér gott líf hér ásamt börnum sínum tveimur.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’ Í Frakklandi erum við vönað kyssa alla en hér erþetta öðruvísi og mér fannsterfitt að átta mig á því á
hvaða tímapunkti í kynnum
við fólk maður ætti að
kyssast. Heima í Frakklandi
kyssir maður bara alla.
Leið strax vel hér
Georg er frá Bahia-héraði í Brasilíu og kom
hingað fyrst árið 1998 sem skiptinemi. Í dag
er hann viðskiptafræðingur frá Háskólanum
í Reykjavík. Hann rekur sem fyrr segir
Kalda bar og er einnig með heildverslunina
Drykkur sem selur áfengi og gosdrykki.
„Ég er frá litlum bæ í Brasilíu; já, eða þar
búa tvær milljónir manna,“ segir hann og
hlær.
Móðir hans hefur unnið hjá póstinum í 35
ár og faðir hans var búfræðingur en hann
lést í fyrra. Hann á eina systur sem er nú
stödd hér á landi, en hún var í heimsókn