Skessuhorn - 08.01.2020, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 1.–2. tbl. 23. árg. 8. janúar 2020 - kr. 950 í lausasölu
• 2 STÓ
RAR P
IZZUR
AF M
ATSEÐ
LI
• 2 ME
ÐLÆT
I AÐ E
IGIN V
ALI
• 2 SÓS
UR AÐ
EIGIN
VALI
• 2 L G
OS
AÐEIN
S 5.99
0 KR.
Þrír bankar
í Arion appinu
arionbanki.is
Við opnum Arion appið og bjóðum Landsbankann og Íslandsbanka velkomna.
Nú getur þú skoðað alla reikninga og kort í íslenskum bönkum í appinu.
Opin og þægileg bankaþjónusta fyrir alla.
Val á Vestlendingi ársins stóð yfir
í desember og var kynnt 3. janú-
ar síðastliðinn. Þetta er í 21. skipti
sem Skessuhorn - fréttaveita Vest-
urlands, stendur fyrir valinu. Aug-
lýst var eftir tilnefningum frá al-
menningi sem ritstjórn vann úr.
Niðurstaðan var afgerandi. Vest-
lendingar ársins 2019 eru björg-
unarsveitarfólk á Vesturlandi. Það
hefur nú sem fyrr sýnt hversu mik-
ilvægt starf þess er fyrir samfélagið
allt, íbúa jafnt sem gesti. Hinn sanni
björgunarsveitarmaður er ávallt
reiðubúinn til aðstoðar og leitar, að
nóttu sem degi, leggur á sig ómæld-
an fjölda vinnustunda við æfingar,
fjáraflanir, leit og björgun á sjó og
landi. Síðastliðið föstudagskvöld
var fulltrúum allra níu björgunar-
sveitanna á Vesturlandi fært, við at-
höfn í Landnámssetrinu í Borgar-
nesi, viðurkenningarskjal og blóm
frá Skessuhorni og íbúum með
kæru þakklæti fyrir störf þeirra.
Samkvæmt tölfræði sem Slysa-
varnafélagið Landsbjörg heldur
utan um eru á fimmta hundrað virk-
ir björgunarsveitarmenn á Vestur-
landi. 469 björgunarsveitarmenn,
af svæði 4 og 5, mættu í samtals
5.709 útköll frá 1. janúar 2014 til
loka árs 2019. Það gerir að meðal-
tali 12,2 útköll á hvern einstakling.
Fimm hafa mætt í yfir hundrað út-
köll á þessu sex ára tímabili. Það
eru þeir Einar Þór Strand í Stykk-
ishólmi, 169 sinnum, Bragi Jóns-
son, áður búsettur á Reykhólum,
121 sinni, Ægir Þór Þórsson í Snæ-
fellsbæ, 111 sinnum, Arnar Grét-
arsson í Borgarfirði, 110 sinnum og
Björn Guðmundsson á Akranesi,
108 sinnum.
Í Skessuhorni í dag tökum við
hús hjá öllum björgunarsveitum á
Vesturlandi, ræðum við formenn
þeirra og heyrum um áherslur og
hvað er efst á baugi í starfi sveit-
anna. Í viðtali við formenn kem-
ur fram að framan af árinu 2019
var fremur rólegt en það átti eftir
að breytast. Undir lok árs fór stór
hópur af Vesturlandi til dæmis til
leitar- og björgunarstarfa á Norð-
urlandi í kjölfar óveðursins sem þar
gekk yfir. Milli jóla og nýjárs hófst
svo leit að manni sem saknað er í
Hnappadal. Þess má geta að fjór-
ir af þeim níu sem tóku við verð-
launum fyrir hönd sinna björgun-
arsveita á föstudagskvöldið komu
til athafnarinnar beint úr leit í fjal-
lendi Hnappadals.
Meðfylgjandi mynd sýnir full-
trúa björgunarsveitanna á Vest-
urlandi. Frá vinstri talið: Krist-
ján Ingi Arnarsson frá Björgunar-
sveitinni Ósk í Búðardal, Jóhanna
María Ríkharðsdóttir frá Björgun-
arsveitinni Berserkjum í Stykkis-
hólmi, Davíð Ólafsson frá Björg-
unarsveitinni Heiðari í Borgarfirði,
Elín Matthildur Kristinsdóttir, en
hún tók við verðlaunum f.h. Björg-
unarsveitarinnar Klakks í Grundar-
firði, Jóhannes Berg frá Björgunar-
sveitinni Oki í Borgarfirði, Krist-
ín H Kristjánsdóttir frá Björgun-
arsveitinni Elliða á sunnanverðu
Snæfellsnesi, Helgi Már Bjarnason
frá Björgunarsveitinni Lífsbjörgu í
Snæfellsbæ, Þórður Guðnason frá
Björgunarfélagi Akraness og Einar
Örn Einarsson frá Björgunarsveit-
inni Brák í Borgarnesi.
Vestlendingum ársins er óskað til
hamingju með viðurkenninguna.
Sjá nánar bls. 16-20 um starf
björgunarsveitanna.
mm/ Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson.
Björgunarsveitarfólk er
Vestlendingar ársins 2019
Icelandic
Hot Dog combo
Pylsu
tilboð
549 kr.
Tilboðið gildir út janúar 2020
Pylsa og pepsi/pepsi max
1/2 l í plasti
sími 437-1600
Nýtt á Sögulofti
Landnámsseturs
Öxin – Agnes og Friðrik
sunnudaginn 12. janúar kl. 14:00
frumsýning
Næstu sýningar
laugardaginn 18. janúar kl. 20:00
sunnudaginn 26. janúar kl. 16:00
miðasala á landnam.is/vidburdir
eða á landnam@landnam.is
UPPSELT