Skessuhorn - 08.01.2020, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 20206
Kemur tvisvar í
sumar
AKRANES: Skemmtiferða-
skipið Le Boreal er væntanlegt
til Akraness á komandi sumri.
Tvær komur skipsins hafa ver-
ið bókaðar, annars vegar 30. júlí
og hins vegar 13. ágúst. Skipið
er gert út af franska fyrirtækinu
Pontant, en það hefur alls fimm
skemmtiferðaskip í sínum flota.
Skipið var smíðað árið 2010, er
142 metrar á lengd, 18 metrar á
breidd og tekur 264 farþega. Le
Boreal kom fyrst til Akraness
sumarið 2017 og var þá fyrsta
skemmtiferðaskipið sem sótti
bæinn heim.
-kgk
Engin
flugeldaslys
VESTURLAND: Áramót-
in fóru að mestu friðsamlega
fram í umdæmi Lögreglustjór-
ans á Vesturlandi að þessu sinni.
Mest um vert var að engin slys
voru tilkynnt af völdum flug-
elda í umdæminu þessi ára-
mótin, að sögn lögreglu. Að-
fararnótt gamlársdags sást til
manna sem óku um Akranesbæ
og köstuðu flugeldum út úr bíl.
Hafðist uppi á mönnunum sem
lofuðu að gera þetta aldrei aftur.
Þá var eitthvað um að fólk hafi
ekki alltaf sýnt nægilega nær-
gætni þegar það var að skjóta
upp flugeldum á áramótunum
og reyk af þeim lagt yfir bíla og
hús nágranna. Lögregla minnir
á að efnin í flugeldum eru eitr-
uð og þau geta, ef þau liggja til
dæmis á lakki bifreiða, vald-
ið skemmdum á því. Að öðrum
kosti fóru áramótin almennt séð
vel fram, að sögn lögreglu. -kgk
Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun
LANDIÐ: Alþingi samþykkti
fyrir jólafrí frumvarp þess efn-
is að sameina Íbúðalánasjóð og
Mannvirkjastofnun í nýja stofn-
un sem mun fá nafnið Hús-
næðis- og mannvirkjastofnun
(HMS). „Markmið stjórnvalda
með því að sameina stofnan-
irnar tvær er að stuðla að betri,
öruggari og skilvirkari hús-
næðismarkaði fyrir almenn-
ing, byggingariðnaðinn og aðra
haghafa. Í nýrri stofnun verður
stjórnsýsla bygginga-, bruna-
og húsnæðismála efld auk þess
sem stofnunin mun sinna nán-
ara samstarfi við sveitarfélög
landsins á þessum sviðum og
veita þeim aukinn stuðning. Allt
starfsfólk heldur störfum sínum
hjá sameinaðri stofnun,“ segir í
frétt félags- og barnamálaráðu-
neytisins. -mm
Mjólk hækkar
um 2,5%
LANDIÐ: Verðlagsnefnd bú-
vara tók skömmu fyrir jól
ákvörðun um hækkun lág-
marksverðs mjólkur til bænda
og heildsöluverðs á mjólk og
mjólkurafurðum. Eftir verð-
breytingar nú um áramótin
hækkar lágmarksverð mjólkur
til bænda um 2,5%, úr 90,48 kr.
í 92,74 kr. lítrinn. Heildsölu-
verð mjólkur og mjólkurafurða
sem nefndin verðleggur hækk-
ar sömuleiðis um 2,5%. „Verð-
hækkunin er til komin vegna
kostnaðarhækkana við fram-
leiðslu og vinnslu mjólkur, en
síðasta verðbreyting fór fram
1. september 2018. Frá síðustu
verðlagningu hafa gjaldalið-
ir í verðlagsgrundvelli kúabús
hækkað um 5,9% og reiknuð
hækkun vinnslu- og dreifingar-
kostnaðar afurðastöðva hækkað
um 5,2%,“ segir í tilkynningu.
-mm
Bólusett við
hlaupabólu og
kíghósta
LANDIÐ: Öll börn sem fædd
eru 1. janúar 2019 eða síð-
ar eiga nú rétt á bólusetningu
við hlaupabólu án endurgjalds.
Reglugerð þessa efnis tók gildi
1. janúar síðastliðinn. Reglu-
gerðin kveður einnig á um
bólusetningu við kíghósta fyr-
ir sérstaka áhættuhópa og mæl-
ir sóttvarnalæknir með slíkum
bólusetningum fyrir barnshaf-
andi konur. -mm
Búist við jákvæð-
um rekstri
EYJA- OG MIKL: Fjárhags-
áætlun Eyja- og Miklaholts-
hrepps gerir ráð fyrir rúm-
lega 7,1 milljónar afgangi frá
rekstri samstæðu A og B hluta
árið 2020. Tekjur sveitarfélags-
ins eru áætlaðar 171,5 milljónir
en gjöld 167,8 milljónir. Áætlað
er að fjármunatekjur nemi 3,4
milljónum á næsta ári og niður-
staðan verði því jákvæð um 7,1
milljón, sem fyrr segir. Veltu-
fé frá rekstri er áætlað að verði
tæpar 10,3 milljónir í árslok
2020 og handbært fé verði tæp-
ar 96,8 milljónir í árslok. Eig-
ið fé sveitarfélagsins er áætlað
að verði tæpar 237,2 milljónir í
árslok. kgk
„Brælur og eintómar brælur,“ segir
Sigurður Reynir Gunnarsson hafn-
arvörður í Rifi einkenna veiðarn-
ar undanfarna daga og býst við að
bræla verði út vikuna miðað við af-
leita veðurspá.
Litlu línubátarnir komust á
mánudaginn í sinn fyrsta róður á
nýju ári og var afli þeirra þokka-
legur. Sama má segja um dragnót-
arbátana, en Egill SH landaði 16
tonnum á mánudaginn, mest skar-
kola, eða sjö tonnum. Verð á skar-
kola hefur aldrei verið hærra en
núna og fór kílóið á 406 krónur á
fiskmörkuðum. Sigurður Reyn-
ir hafnarvörður segir að það hafi
verið mjög gott verð á öllum fiski
á mánudaginn og var meðalverð á
óslægðum þorski 545 krónur á kíló-
ið, ýsan fór á 422 krónur og karf-
inn á 390 krónur. „Vegna ótíðar er
mikill skortur á fiski og í dag eru
aðeins tveir bátar á sjó,“ sagði Sig-
urður síðdegis á mánudaginn þegar
fréttaritari Skessuhorns kom við á
kajanum. af
Áætlað er að hefja loðnuleit seinni
part næstu viku. Stefnt er að því að
Árni Friðriksson RE, rannsókn-
arskip Hafrannsóknarstofnunar,
haldi til loðnuleitar föstudaginn 13.
janúar og að því fylgi veiðiskip til
aðstoðar við leitina. RúV greinir
frá. Ferðinni er heitið norður fyr-
ir land og leitin hefst á landgrunns-
brúninni fyrir norðan. „Við mun-
um þar fara yfir og glöggva okkur
á því hvernig hún liggur og hvert
hún er komin í göngunni,“ er haft
eftir Birki Bárðarsyni, fiskifræðingi
hjá Hafró, á vef RúV.
Afar lítið mældist af loðnu í
stórum rannsóknarleiðangri í haust
og kveðst Birkir ekki bjartsýnn á
leitina nú, né á komandi vertíð. Þó
hafi gerst að meira finnist í seinni
mælingum, en aðeins sé hægt að
bíða og sjá. Hann segir mikla pressu
á fiskifræðinga að leyfa einhverja
veiði eftir loðnubrestinn á síðustu
vertíð og að þeir geri sér grein fyrir
hvað sé í húfi. Hafa þurfti slíkt hug-
fast en líka að tegundin sé mikilvæg
vistkerfinu og mikilvæg fæða ann-
arra nytjastofna. Því þurfi að vanda
til verka við framkvæmdina.
kgk
Loðnuhrognum pakkað í Heimaskagahúsinu á Akranesi vorið 2017.
Ljósm. úr safni/ kgk.
Halda til loðnuleitar í næstu viku
Kjartan Arnar Geirdal Einarsson skips-
verji á Lilju var einnig brosmildur, en
sagði róðurinn hafa verið erfiðan.
Fiskverð hátt þegar
brælur hamla sjósókn
Emil Freyr Emilsson skipstjóri á Lilju SH var brosmildur við löndun í Rifi á
mánudaginn eftir fyrsta róður ársins. Aflinn var fimm tonn.