Skessuhorn - 08.01.2020, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 202012
Knattspyrnufélagið Kári afhenti
nýverið Kristni Jens Kristinssyni,
Kidda Jens, afrakstur styrktarsöfn-
unar sem félagið stóð fyrir. Kára-
menn hafa á innan við ári afhent
langt yfir eina milljón króna í styrki
handa þeim sem kljást við krabba-
mein og aðstandendur þeirra sem
hafa kvatt vegna þess. „Við vilj-
um þakka öllum sem lögðu hönd á
plóg en verkefnið var unnið í sam-
starfi við Vini Kidda Jens, en heið-
ursmanneskjan Hulda Birna Bald-
ursdóttir var forsprakkinn að verk-
efninu sem við Káramenn tókum
að sjálfsögðu þátt í, enda verkefnið
fallegt og brýnt,“ segir í tilkynn-
ingu frá klúbbnum. Kiddi Jens var
að vonum innilega þakklátur enda
söfnunin sú langstærsta hingað til.
„Við óskum nýbakaða afanum hon-
um Kidda Jens góðrar framtíðar og
góðum bata,“ segir í tilkynningu frá
Knattspyrnufélaginu Kára. mm
Svala Eyjólfsdóttir hefur verið
ráðin forstöðumaður Frístundar í
Borgarnesi. Svala er með BA próf
í tómstunda- og félagsmálafræði frá
Háskóla Íslands. Hún hefur unnið
sem yfirmaður Frístundar og einn-
Vilhjálmur Einarsson, fyrrum
skólameistari og frjálsíþrótta-
kappi, lést á Landspítalanum í
Reykjavík 28. desember síðatlið-
inn, 85 ára að aldri. Vilhjálmur var
einn fremsti þrístökkvari í heimi á
árunum 1956-1962. Frægasta af-
rek sitt vann Vilhjálmur á Ólymp-
íuleikunum í Melbourne í Ástral-
íu árið 1956 þar sem hann vann til
silfurverðlauna í þrístökki. Varð
hann um leið fyrstur Íslendinga
til að komast á verðlaunapall á Ól-
ympíuleikum. Enginn Íslending-
ur hefur verið kjörinn íþróttamað-
ur ársins oftar en hann. Vilhjálmi
var árið 2005 veittur riddarakross
hinnar íslensku fálkaorðu fyr-
ir framlag sitt til íþrótta- og upp-
eldismála. Þá var hann tekinn inn í
Heiðurshöll ÍSÍ 2012.
Vilhjálmur fæddist á Hafranesi
við Reyðarfjörð 5. júní 1934 og
var sonur hjónanna Einars Stef-
ánssonar frá Mýrum í Skriðdal,
fulltrúa á Egilsstöðum, og Sigríðar
Vilhjálmsdóttur frá Hánefsstöð-
um í Seyðisfirði. Að loknu lands-
prófi lá leið Vilhjálms í Mennta-
skólann á Akureyri og útskrifað-
ist sem stúdent frá stærðfræðideild
vorið 1954. Þá um haustið hlaut
hann skólastyrk við Dartmouth-
háskólann í Bandaríkjunum og
útskrifaðist þaðan með BA-próf
með áherslu á listasögu. Þá sótti
Vilhjálmur framhaldsnám í upp-
eldis- og kennslufræði við Gauta-
borgarháskóla 1974-1975 og aftur
á árunum 1990-1993. Vilhjálmur
var fyrst kennari við Héraðsskól-
ann á Laugarvatni 1957-1958 og
var skólastjóri þar á vorönn 1959.
Eftir það var hann eitt ár kennari
við Gagnfræðaskóla Austurbæjar
en eftir það lá leiðin í Borgarfjörð,
varð fyrst kennari við Samvinnu-
skólann á Bifröst árin 1959-1965.
Eftir Bifrastarveru sína tók hann
við sem skólastjóri Héraðsskólans
í Reykholti og gegndi því starfi til
1979. Þau ár var mikið blómaskeið
í sögu skólans í Reykholti og vann
Vilhjálmur sér virðingar bæði í
röðum nemenda og kennara við
skólann. Til marks um tryggð
nemenda við hann má geta þess að
stór hópur nemenda Vilhjálms úr
Reykholti fylgdi læriföður sínum
austur á Egilsstaði og lauk þaðan
stúdentsprófi. Á Reykholtstíman-
um sínum var Vilhálmur um tíma
formaður Ungmennasambands
Borgarfjarðar og í hópi forgöngu-
manna að Húsafellsmótunum.
Eftir að starfstímanum í Reyk-
holti lauk gegndi Vilhjálmur starfi
skólameistara Menntaskólans á
Egilsstöðum frá upphafi skólans
1979 til ársins 2001 og vann þar
mikið brautryðjandastarf. Eftir
það vann hann að stundakennslu
við skólann, gaf út bækur og kom
að ýmsum verkefnum á Héraði.
Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms
er Gerður Unndórsdóttir, en synir
þeirra hjóna eru sex talsins; Rún-
ar, Einar, Unnar, Garðar, Hjálmar
og Sigmar. Í tilkynningu frá fjöl-
skyldu Vilhjálms kemur fram að
útför Vilhjálms fari fram frá Hall-
grímskirkju í Reykjavík föstudag-
inn 10. janúar klukkan 15.
mm
And lát:
Vilhjálmur Einarsson skólameistari
Magnús Óskarsson, fyrrverandi
kennari og tilraunastjóri á Hvann-
eyri, er látinn. Hann lést 28. des-
ember, á 93. aldursári. Hann var
fæddur á Saurum í Hraunhreppi
9. júlí 1927, sonur hjónanna Ósk-
ars Eggertssonar og Guðrún-
ar Einarsdóttur, en ólst að mestu
upp í Kópavogi þar sem faðir hans
var bústjóri.
Magnús lauk búfræðiprófi frá
Bændaskólanum á Hvanneyri
1950 og búfræðikandidatsprófi
frá sama skóla árið 1953. Á ár-
unum 1953-55 var hann við nám
og störf í Danmörku en réðist til
starfa við Bændaskólann á Hvann-
eyri árið 1955 og starfaði þar all-
an sinn starfsferil sem kennari og
tilraunastjóri. Magnús var virt-
ur og dáður kennari og með sínu
hógværa fasi og látlausa viðmóti
ávann hann sér virðingu nemenda
og traust.
Á sviði rannsókna og tilrauna-
starfs naut Magnús ekki síður
virðingar samferðamanna. Ná-
kvæmni í vinnubrögðum og skil-
virkni voru hans aðalsmerki. Þá
var hann frumkvöðull og óragur
við að prófa nýjar og áður óþekkt-
ar tegundir einkanlega á sviði
matjurta. Hann samdi kennslu-
bækur fyrir bændaskólana og rit-
aði fjölda greina um jarðrækt og
matjurtarækt auk þess að flytja er-
indi og fyrirlestra á ráðstefnum
landbúnaðarins.
Auk starfa sinna við kennslu
og rannsóknir var Magnús virk-
ur á sviði félagsmála bæði fyrir
samfélag sitt og á fagsviði sínu.
Hann sat í hreppsnefnd Andakíls-
hrepp um sextán ára skeið. Átti
sæti í Tilraunaráði landbúnaðar-
ins og Búfræðslunefnd um árabil
auk fjölda nefnda um margvísleg
málefni bæði félagsleg og fagleg.
Þar eins og á sviði fræðanna naut
hann virðingar og trausts.
Með Magnúsi Óskarssyni er
genginn einn af máttarstólpum í
starfssögu Bændaskólans á Hvann-
eyri og frumherji í íslenskri til-
rauna- og ræktunarsögu.
-Magnús B Jónsson.
And lát:
Magnús Óskarsson
Svala ráðin forstöðumaður
Frístundar í Borgarnesi
ig sem tómstundafræðingur hjá
Grunnskóla Borgarfjarðar frá árinu
2018 auk þess að kenna lífsleikni.
Svala starfaði áður í Félagsmið-
stöðinni Óðali í Borgarnesi en hún
hefur einnig unnið við viðburða-
stjórnun, með fötluðum og sinnt
störfum sem tengjast stjórnun,
starfsmannamálum, fjármálum og
rekstri. Alls bárust fimm umsóknir
um starfið, að því að greint er frá á
vef Borgarbyggðar.
mm
Afhentu Kidda Jens afrakstur söfnunar
Friðarganga var farin í Stykkishólmi
að kvöldi Þorláksmessu, mánu-
daginn 23. desember síðastliðinn.
Gengið var sem leið lá frá Hólm-
garði niður á Pláss og var gangan
vel sótt. Níundi bekkur Grunnskól-
ans í Stykkishólmi hafði kyndla til
sölu við upphaf göngunnar og heitt
súkkulaði að henni lokinni. Við
sama tilefni var einnig veitt viður-
kenning fyrir best skreytta húsið í
Hólminum. Val á því var einnig í
höndum nemenda níunda bekkjar
grunnskólans.
Niðurstaðan varð sú að best
skreytta húsið í Hólminum þótti
vera einbýlishús við Hjallatanga 4.
Var Dagbjörtu Bæringsdóttur og
Guðmundi Gunnlaugssyni og fjöl-
skyldu þeirra afhent viðurkenning-
arskjal því til staðfestingar.
kgk/ Ljósm. sá.
Dagbjörtu Bæringsdóttur og Guðmundi Gunnlaugssyni og fjölskyldu þeirra var
afhent viðurkenning fyrir best skreytta húsið.
Best skreytta húsið í Hólminum
Best skreytta húsið í Stykkishólmi, að mati nemenda níunda bekkjar grunn-
skólans.