Skessuhorn - 08.01.2020, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 202018
Björgunarsveitir á Vesturlandi Björgunarsveitir á Vesturlandi
Björgunarsveitin Heiðar var stofn-
uð í kjölfar slyss í fjárleit haustið
1972 þegar maður að nafni Hreinn
Heiðar Árnason lést. Björgunar-
sveitin Heiðar er því í raun rek-
in sem minningarsjóður um hann.
Aðspurður segir Arnar Grétars-
son, formaður Björgunarsveitar-
innar Heiðars, áherslur sveitarinn-
ar fyrst og fremst snúa að vetrar-
mennsku. „Eins og hinar sveitirn-
ar í kringum okkur erum við í raun
í öllu en við vinnum annars mikið
saman. Við reynum að vera tilbúin
að stökkva til og aðstoða þar sem
vantar aðstoð, hvort sem það er á
okkar svæði eða ekki. En sjálf erum
við þannig staðsett að við leggjum
áherslu á að eiga búnað til að að-
stoða á veturna, en stór hluti okk-
ar verkefna er að aðstoða „sumar-
dekkjaklúbbinn“ þegar hann hittist
uppi á heiði,“ segir Arnar og bros-
ir. Heiðar er með húsnæði í bílskúr
undir sundlauginni á Varmalandi.
„Þar höfum við með tetrisaðferð-
um komið fyrir öllum okkar tækj-
um,“ segir Arnar. En tækjakostur
sveitarinnar telur stóran snjóbíl,
1991 árgerð af Ford Econoline,
1996 árgerð af Ford pallbíl og To-
yota Hilux sem sveitin keypti fyrir
þremur árum sem svona aðal jepp-
ann. Þá á sveitin tvö ný sexhjól sem
voru keypt síðasta sumar, tvo snjó-
sleða og nýlega var keyptur dróni
með hitamyndavél.
Alltaf í gírnum
Spurður hver voru stærstu verk-
efni sveitarinnar á liðnu ári minn-
ist Arnar fyrst á óveðursútkallið
fyrir norðan. „Á okkar svæði var
útkallið vegna flóðanna um miðj-
an september frekar stórt útkall en
þá var allt komið á flot. Gekk erf-
iðlega að komast að fólki sem var
innlyksa við Langavatn. Það hafa
verið nokkur útköll á árinu þar
sem þurft hefur að aðstoða við að
koma slösuðum að sjúkrabíl. Fólk-
ið er staðsett frá veg og við kom-
um því niður. Svoleiðis útköll hafa
til dæmis verið við Glym, Grábrók
og á fleiri stöðum,“ segir Arn-
ar og bætir því við að björgunar-
sveitarmenn séu alltaf í gírnum til
að hjálpa ef þörf er á. „Einn félagi
okkar kom að rútuslysi í Öræfum
síðasta vor og þá fór hann út til að
aðstoða. Maður gerir það sem þarf
og ef maður er á ferðinni og kem-
ur að slysi þá hjálpar maður bara,“
segir Arnar.
Ford pallbíll mun
draga orkuna
„Það hefur verið talsverð endur-
nýjun á tækjum hjá okkur undan-
farið ár en framundan er Ford pall-
bíllinn okkar sem er eitthvað bilað-
ur. Ég hugsa að hann muni draga
orkuna næstu mánuði og við erum
að safna fyrir því til dæmis með að
selja flugeldana,“ segir Arnar. Eins
og hjá öðrum björgunarsveitum eru
fjáraflanir stór partur af starfinu.
Hjá Heiðari er sala á neyðarkallin-
um, jólatrjám og flugeldum auk þess
sem meðlimir sveitarinnar keyra í
hús og selja gjafapakka fyrir konu-
daginn. „Við seljum nokkuð veg-
lega pakka; blóm, sælgæti og gjafa-
bréf í Hraunsnef. Þau á Hraunsnefi
hafa verið svo elskuleg að gefur okk-
ur gjafabréf til að hafa með í pakk-
anum,“ segir Arnar.
En hvað er að vera björgunar-
sveitamaður í huga Arnars? „Þetta er
fyrst og fremst skemmtilegt, nema
reyndar þegar komið er að alvarleg-
um slysum. En þetta er lífsstíll og
ofan á það er þetta í raun líka ákveð-
in skylda. Þegar maður býr langt frá
fjölmennustu svæðunum þá áttar
maður sig á að það verður einhver
að gera þetta og maður finnur það
bara hjá sér að maður verði að taka
þátt og gefa af sér í þetta starf,“ segir
Arnar. arg
Björgunarsveitin Heiðar
„Þetta er lífsstíll og ofan á það er þetta í raun líka ákveðin skylda“
Hvert er stofnár sveitarinnar?
1973
Hve margir félagar eru
í sveitinni?
Ekki alveg vitað
Hve margir eru á útkallslista?
42
Hvert er starfssvæði
sveitarinnar?
Á milli Gljúfurár og Hvítár og upp
á Holtavörðuheiði
Toyota jeppi Heiðars er aðal bíllinn í flotanum. Ljósm. Heiðar.
Arnar Grétarsson stóð vaktina ásamt fleirum í sameiginlegri flugeldasölu Heiðars
og Brákar.
Eitt stærsta verkefni ársins var björgunarleiðangur í Langadal í gríðarlegum
flóðum í kjölfar vatnavaxta. Ljósm. Heiðar.
Skessuhorn leit við hjá Björgun-
arsveitinni Klakki í Grundarfirði
mánudaginn 30. desember síðast-
liðinn. Aron Ragnarsson og Guð-
bjartur Brynjar Friðriksson stóðu
vaktina í björgunarsveitarhúsinu
en Ketilbjörn Benediktsson for-
maður var ekki við. Blaðamað-
ur sló því á þráðinn til Ketilbjarn-
ar á þrettándanum, mánudaginn 6.
janúar sl. Formaðurinn lýsir Klakki
sem nokkuð hefðbundinni björg-
unarsveit á landsbyggðinni. „Við
reynum að gera sitt lítið af hverju
og vera fyrsta viðbragð ef á þarf að
halda bæði á sjó og í landi,“ seg-
ir Ketilbjörn í samtali við Skessu-
horn. Björgunarjeppar Klakks eru
tveir, en auk þess á sveitin tvo vél-
sleða og tvo báta, sem sagt öll helstu
tæki til að bregðast við aðstæðum á
láði og legi.
Flest verkefni
tengd veðri
Spurður um helstu verkefni árs-
ins 2019 segir Ketilbjörn það hafa
verið leit að göngumanni á Hey-
dal sem leit hófst að kvöldi mánu-
dagsins 30. desember. „Tíu manna
hópur frá okkur hefur tekið þátt í
þeirri leit, en reyndar ekki allir í
einu. Það var stærsta verkefni okkar
á síðasta ári,“ segir hann. „En flest
verkefni okkar, svona almennt séð,
tengjast óveðri; draga bíla sem fest-
ast og verðmætabjörgun í vondum
veðrum. Slík verkefni eru algengust
heilt yfir,“ segir formaðurinn. „Þó
hefur mætt töluvert á okkur und-
anfarin ár að vera fyrsta viðbragð á
Kirkjufelli. Ekki voru mörg útköll
þar á síðasta ári, en árin þar tvö á
undan voru þau fjölmörg, marg-
ir sem slösuðust á göngu og einn-
ig urðu dauðsföll í fjallinu,“ segir
hann.
Spurður um helstu verkefnin sem
framundan eru segir Ketilbjörn
ekkert hafa verið ákveðið í þeim
efnum. „Undanfarið hefur verið
fjör í flugeldasölunni og svo er smá
þrettándagleði í dag. Alla jafnan
tekur síðan við frekar rólegur tími,
það er að segja ef veðrið verður
ekki þeim mun verra. Það má segja
að okkar starfsemi tengist að miklu
leyti veðrinu,“ segir hann.
Alltaf klár
Ketilbjörn hefur tekið þátt í björg-
unarsveitarstarfi frá því um miðj-
an níunda áratuginn og hefur ver-
ið formaður Klakks með smávægi-
legum hléum frá árinu 2001. Það
er því ekki úr vegi að spyrja þennan
reynslubolta hvað felist í því að vera
björgunarsveitarmaður? „Björgun-
arsveitarmaður þarf að hafa áhuga
á þessu og vera reiðubúinn að fórna
bæði frítíma sínum og vinnutíma í
starfið. Að vera sjálfboðaliði, eins
og björgunarsveitarmenn eru, snýst
um að vera fórnfús á eigin tíma og
alltaf klár að svara kallinu, alltaf til-
búinn að fara af stað þegar á þarf að
halda,“ segir Ketilbjörn Benedikts-
son að endingu. kgk
Björgunarsveitin Klakkur í Grundarfirði
„Snýst um að vera fórnfús á eigin tíma“
Guðni E. Hallgrímsson var léttur í bragði þar sem hann skoðaði úrvalið af flug-
eldum hjá Klakki.
Hvert er stofnár sveitarinnar?
Líklega 1970
Hve margir félagar eru
í sveitinni?
Um það bil 45
Hve margir eru á útkallslista?
24
Hvert er starfssvæði
sveitarinnar?
Grundarfjarðarbær og Breiða-
fjörður
Ketilbjörn Benediktsson er for-
maður Björgunarsveitarinnar Klakks í
Grundarfirði. Ljósm. úr safni/ tfk.
Guðbjartur Brynjar Friðriksson (t.v.) og Aron Ragnarsson (t.h.) stóðu vaktina í
flugeldasölunni þegar Skessuhorn bar að garði.