Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2020, Page 21

Skessuhorn - 08.01.2020, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 2020 21 Byggðarráð Dalabyggðar sam- þykkti á fundi sínum 19. desember síðastliðinn bókun þar sem harmað er það ástand sem skapaðist í óveðr- inu í desember. Það leiddi í ljós al- varlega galla í innviðum samfélags- ins. „Ljóst er að innviðir flutnings- kerfis raforku brugðust. Þó að veð- urhamurinn væri ekki jafn mikill í Dalabyggð og hjá nágrönnum okk- ar skapaðist samt ástand sem ekki er boðlegt í nútíma samfélagi,“ seg- ir í bókun byggðarráðs. „Vegna bilana í tengivirkinu í Hrútatungu voru miklar truflan- ir á rafmagni í Dalabyggð. Vara- afl er af mjög skornum skammti í Dölunum, og oft er reynt að keyra afl á Skógarstrandarlínu, sem er að verða 70 ára gömul sveitalína sem flytur lítið brot af því sem þarf. Varaaflsstöðin í Búðardal nær ekki að halda ragmagni á öllu þéttbýlinu og ekki er tryggð nægileg orka fyrir mikilvæga atvinnustarfsemi eins og Mjólkursamlagið í Búðardal sem hefur valdið stórtjóni, bæði núna og á undanförnum árum. Skammta þurfti rafmagn í Búðardal þar sem þurft hefði að láta Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún hafa forgang.“ Þá segir í bókuninni að hluti Dalabyggðar hafi verið án raf- magns í 22 tíma en slíkt skapar al- varlegt ástand fyrir mjólkurfram- leiðendur auk þess sem fjarskipti lágu niðri vegna rafmagnsleysis. „Lífsspursmál er að íbúar sveitar- félagsins geti náð í viðbragðsaðila ef alvarleg slys eða veikindi ber að höndum. Flutningskerfi rafmagns í Dalabyggð er víða orðið gamalt og ljóst er að hefði veðrið orðið verra hefði það ekki þolað álagið. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að kraftur sé settur í uppbyggingu þess með því að leggja línur í jörð og þá um leið að tryggja aðgang að þriggja fasa rafmagni. Við búum í nútíma samfélagi sem reiðir sig á rafmagn og fjarskipti. Stöðug fjar- skipti er spurning um almannaör- yggi, það öryggi brást. Það er ekki í boði að hafa ekki öruggt fjarskipta- samband, hvernig sem viðrar, sama hvar maður er staddur. Byggðarráð Dalabyggðar krefst þess að þegar verði hafist handa við að endurbæta flutningskerfi raforku til sveitar- félagsins og dreifikerfið innan þess og ekki síður að koma upp vara- afli. Starfsmenn RARIK, Lands- nets, sjálfboðaliðar og margir fleiri unnu þrekvirki við að bregðast við því alvarlega ástandi sem skapaðist og eiga miklar þakkir skildar. Inn- viðirnir brugðust hins vegar,“ seg- ir að endingu í bókun byggðarráðs Dalabyggðar. mm Nú um áramótin létu Samtök sveit- arfélaga á Vesturlandi (SSV) af um- sjón með almenningssamgöngum og tók Vegagerðin hana yfir frá og með 1. janúar síðastliðnum. „SSV tók þetta verkefni yfir árið 2012, líkt og önnur landshlutasamtök sveitarfélaga. Samningar um verk- efnið runnu út í árslok 2018, en voru framlengdir um eitt ár. Eftir langar viðræður um áframhaldandi umsjón landshlutasamtakanna með almenningssamgöngum á milli sveitarfélaga varð það niðurstað- an síðastliðið sumar að landshluta- samtökin voru ekki reiðbúin til þess að halda umsjón með verkefninu áfram miðað við þær forsendur sem fyrir lágu,“ segir Páll S Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV. Á ábyrgð ríkisins Farþegar munu þó ekki verða var- ir við breytingar á rekstri því Vega- gerðin tók um áramótin við öllum landsbyggðarleiðum Strætó. Um er að ræða leiðir frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði, Akureyrar, Eg- ilsstaða, Snæfellsness og Hólmavík- ur. Óvíst er hvort Vegagerðin held- ur áfram samstarfinu við Strætó, en Strætó innheimtir um 100 milljónir króna árlega fyrir þjónustuna. Páll segir að tillagan sem var til umræðu milli landshlutafélaganna og Vega- gerðarinnar hafi gert ráð fyrir því að að stofnað yrði sameiginlegt fé- lag Vegagerðarinnar og landhluta- samtakanna og báðir aðilar myndu koma að fjármögnun á rekstri þjón- ustuskrifstofu sem héldi utan um verkefnið, auk þess sem báðir aðil- ar myndu bera hlutfallslega ábyrgð af mögulegum hallarekstri félags- ins. „Þar með væru landshlutasam- tök sveitarfélaga komin í fjárhags- lega ábyrgð fyrir rekstri almenn- ingssamgangna á milli sveitarfé- laga og vilji sveitarfélaganna stóð ekki til þess. Landshlutasamtökin og sveitarfélögin á landsbyggðinni hafa litið svo á að almenningssam- göngur á milli sveitarfélaga væru á ábyrgð ríkisins enda hafa þær um árabil verið fjármagnaðar af rík- inu,“ segir Páll. Hefur gengið vel Vegagerðin hefur því að undan- förnu búið sig undir að taka við verkefninu. „Það liggur fyrir að skipulag almenningssamgangna á Vesturlandi verður með óbreytt- um hætti árið 2020 og sömu aðilar munu aka þær leiðir sem þeir hafa ekið undanfarin sjö ár. Hins vegar mun Vegagerðin bjóða út aksturinn á árinu 2020 og akstri í samræmi við það útboð verður væntanlega komið á í byrjun árs 2021.“ Páll segir að uppbygging og rekstur al- menningssamgangna undanfarin ár á Vesturlandi hafi um margt gengið ágætlega. „Í könnunum sem gerðar hafa verið hefur komið fram að íbú- ar hafa verið þokkalega sáttir með leiðakerfið sem tekið var upp 2012. Reksturinn var erfiður á fyrsta árinu, en eftir breytingar sem gerð- ar voru árið 2013 náðist að snúa honum til betri vegar og var hann í jafnvægi fram til ársins 2017. Árin 2017 og 2018 var nokkur halli á rekstrinum, en auknar fjárveitingar frá Vegagerðinni á árinu 2019 gera það að verkum að reksturinn verð- ur í jafnvægi árið 2019. Við höf- um rekið fimm leiðir og hafa árlega á bilinu 140 þúsund til 175 þúsund farþegar verið að nýta sér almenn- ingssamgöngur á okkar leiðum, en leið 57 Reykjavík-Akureyri hef- ur verið langmest nýtt. Þar mun- ar mestu að fjöldi Akurnesinga hef- ur verið að nýta sér strætóinn með reglubundnum hætti. Flestir voru farþegarnir árin 2014 og 2015.“ „Við viljum nota tækifærið á þessum tímamótum til að þakka öllum þeim sem við höfum átt samstarf við; Vegagerðina, Strætó bs., verktökunum sem hafa séð um aksturinn og farþegunum sem hafa nýtt sér þessa þjónustu fyr- ir samferðina undanfarin sjö ár. Við teljum jafnframt mjög mik- ilvægt að þó svo að Vegagerðin hafi nú tekið þetta verkefni yfir að hún muni í framtíðinni vera í góðu samstarfi við heimaaðila um skipulag leiðakerfis og tíðni ferða,“ segir Páll S Brynjarsson að lokum. mm Sambýliskona manns sem lést á síð- asta ári var dæmd til að greiða dán- arbúi hans fimm milljónir króna, sem millifærðar höfðu verið inn á reikning hennar skömmu fyrir andlát mannsins. Dómurinn taldi manninn ekki hafa verið í ástandi til að gera slíkar fjárhagslegar ráðstaf- anir, en konan bar því við að þau hefðu gert mér sér samkomulag um að peningurinn gengi til kaupa á bifreið handa henni. Dómur var upp kveðinn í Héraðsdómi Vestur- lands 20. desember síðastliðinn. Forsaga málsins er sú að við at- hugun erfingja mannsins á dán- arbúniu kom í ljós að skömmu fyr- ir andlát hans hafði peningurinn verið millifærður af bankareikningi hans inn á reikning konunnar. Hún hafði verið sambýliskona mannsins í nokkur ár fyrir andlát hans. Fram kemur í læknisvottorði sem dóm- urinn vísar til að maðurinn hafi nokkrum dögum fyrir millifærsluna verið lagður inn á sjúkrahús vegna ruglástands og óáttunar af óljós- um toga. Við innlögn hafi hann hvorki áttað sig á stað né stund og því liggi til grundvallar próf og rannsókn. Kemur fram í vottorð- inu að maðurinn hafi á þeim tíma verið ófær um að taka ákvarðanir um ráðstöfun eigna sinna eða pen- inga. Konan kvaðst hafa sótt mann- inn á sjúkrahúsið nokkrum dögum eftir millifærsluna og hann hafi þá dvalið heima í sólarhring. Á þeim tíma hafi maðurinn að sögn hennar haft á hreinu að umrædda peninga skyldi nota til kaupa á bifreið fyrir konuna, sem gæti nýst þeim báðum. Þrjár milljónir af þeim fimm millj- ónum sem millifærðar voru gengu til kaupa á bílnum, samkvæmt skýrslu konunnar fyrir dómi. Dánarbúið byggði kröfu sína á því að millifærslan hefði verið lán sem konunni bæri að endurgreiða, en ekki gjöf eins og konan hélt fram. Yrði ekki fallist á það krafð- ist dánarbúið þess að um ógilda gjöf hafi verið að ræða, enda mað- urinn ófær um að taka ákvarðanir um fjármál sín þegar peningarn- ir voru millifærðir. Konan byggði sýknukröfu sína á því að pening- arnir hefðu verið gjöf og þau hafi verið sammála um að ráðstafa pen- ingunum með fyrrgreindum hætti. Konan hafnaði því enn fremur að maðurinn hafi verið óhæfur til að gefa umrædda gjöf. Dómurinn komst að þeirri nið- urstöðu að telja yrði ljóst að mað- urinn hafi ekki getað gert sér grein fyrir því hvað feldist í ráðstöfun peninganna á þeim tíma sem milli- færslan var gerð, hvort sem um hafi verið að ræða gjöf eða lán. Krafa dánarbúsins var því að fullu tekin til greina og konunni gert að greiða dánarbúinu fimm milljónir króna auk dráttarvaxta. kgk Gert að greiða dánarbúi fimm milljónir Starfsfólk Rarik að störfum í kjölfar óveðursins. Ljósm. Rarik. Alvarlegir gallar í innviðum komu í ljós í óveðrinu Breytingar á rekstri almenningssamgangna á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.