Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2020, Page 22

Skessuhorn - 08.01.2020, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 202022 Elínbjörg Katrín Þorvarðardóttir í Stykkishólmi er mikið jólabarn, svo ekki sé meira sagt. Eins og jóla- barna er von og vísan þá skreytir Elínbjörg allt hátt og lágt á heim- ili sínu fyrir hátíðirnar, bæði inn- an húss og utan. „Ég er mikið jóla- barn, var það reyndar ekki þegar ég var lítil en svo breyttist það. Mér þykir mjög gaman að skreyta og gera fínt í kringum mig, skreyti allt um miðjan nóvember, bæði inni og úti svo hér er allt uppljómað í sex til sjö vikur,“ segir Elínbjörg í sam- tali við Skessuhorn. „Mikið til eru þetta heimagerðar skreytingar sem ég hef útbúið sjálf, mér finnst það skemmtilegra en að kaupa skraut- ið,“ bætir hún við. Skömmu fyrir jól, föstudag- inn 20. desember, bauð Elínbjörg leikskólabörnum í Stykkishólmi í heimsókn til sín að skoða jólaljós- in. „Þetta er í annað skiptið sem ég geri þetta hérna í Stykkishólmi, en ég gerði þetta líka á Flateyri þar sem ég bjó áður,“ segir Elínbjörg. „Ég hef haft jólasveinafætur sem vísa upp í loft á skúr hér í bakgarð- inum hjá mér, sem snýr einmitt að leikskólanum. Þegar ég var búin að setja fæturna upp núna fóru börn- in að spyrja mig hvenær þau fengju að koma í heimsókn. Þau biðu eftir þessu núna og það fannst mér mjög gaman,“ segir hún. Börnin voru því að vonum ánægð þegar þau fengu að líta við hjá Elín- björgu og skoða sig um í jólahús- inu hennar. „Það kom allur leik- skólinn, um 70 börn. Yngsta deild- in kom fyrst og svo koll af kolli. Þau fengu svo bara að gera það sem þau vildu heima hjá mér, skoða sig um, leika við gæludýrin og svona. Svo hafa börn líka bara gaman af því að koma inn til annars fólks,“ segir hún og kveðst ætla að halda áfram að bjóða leikskólabörnum heim í aðdraganda jólanna. „Ég reikna með að gera þetta áfram. Ef ég hef heilsu til þá langar mig til þess. Mér þykir alltaf voða gaman að hafa börn í kringum mig,“ segir Elínbjörg að endingu. kgk Stærsti trefjaplastbátur landsins; Bárður SH, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Ólafsvík á Þorláks- messu. Tók fjöldi manns á móti bátnum og áhöfn hans og þeyttu meðal annars bílflautur þegar siglt var inn til hafnar. Var almenningi boðið að skoða bátinn og þiggja veitingar um borð. Að sögn Péturs Péturssonar skip- stjóra og útgerðarmanns var fyrir- hugað að leggja netin á milli jóla og nýárs og svo verður tekið á því eftir áramót. af Nú liggur fyrir að ríflega hundað hross fórust í hamfaraveðrinu sem gekk yfir Norðurland vestra dagana 10.-12. desember sl. Í samantekt Matvælastofnunar um áhrif veðurs- ins kemur fram að þetta eru mestu afföll á hrossum í áratugi og svar- ar til um 0,5% þeirra 20.000 hrossa sem ætla má að hafi verið á útigangi á þessu landssvæði. Hross fórust á alls 46 bæjum, þar af 29 í Austur- Húnavatnssýslu (61 hross), 9 í Vest- ur-Húnavatnssýslu (20 hross) og á 8 bæjum í Skagafirði (22 hross). Oftast var um að ræða eitt til fjög- ur hross á hverjum bæ, sem gerir að meðaltali tvö hross á bæ. Dreif- ingin endurspeglar að afföllin verða ekki rakin til óviðunandi aðbúnaðar eða undirbúnings á einstaka bæjum en ljóst má vera að veðrið kom mis- hart niður á svæðum innan lands- hlutans. Hross á öllum aldri fórust í óverðinu; 29 folöld, 34 trippi og 30 hryssur, en einnig drápust 15 hest- ar, flestir fullorðnir. Hryssurnar voru sömuleiðis í flestum tilfellum í eldri kantinum og því má segja að elstu og yngstu aldurshóparnir hafi orðið verst úti í óveðrinu. Algengast var að hross hefði hrakið undan veðri í skurði, girð- ingar eða aðrar hættur en einn- ig fennti hross sem stóðu í skjóli, þ.m.t. hross sem rekin höfðu ver- ið sérstaklega í skjól og gefið þar. Dæmi voru um tveggja metra snjó- dýpt niður á hræin, en gríðar- legir skaflar mynduðust hvar sem skjól var að finna. Almennt séð var harðara á hrossum á jörðum nærri ströndinni á meðan hross sem stóðu hærra í landinu sluppu mun betur, líklega vegna þess að þar var kaldara og ekki hlóðst á þau ís með sama hætti. Afar óvenjulegt er að saman fari svo hart norðan áhlaup með mik- illi úrkomu og hitastigi við frost- mark. Veðurskilyrðin leiddu til þess að slydda lagðist á hrossin og fraus þar. Hrossin urðu klömbruð og þung sem gerði þeim erfiðara fyrir að standa af sér þá langvarandi stór- hríð sem á eftir fylgdi þar sem veð- urhæðin náði styrk fellibyls á köfl- um. Skjól kom ekki að gagni þar sem aðstæður voru verstar og átti það jafnt við um manngerða skjól- veggi og náttúrulegt skjól. Hross voru alla jafna í góðu standi fyrir áhlaupið enda hafði haustið verið hagfellt hrossum á útigangi. mm Selma Pétursdóttir, Lovísa Sævarsdóttir, Pétur Pétursson og Pétur Pétursson yngri. Björn Arnaldsson hafnarstjóri, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og sonur hans, Kristinn Jökull, bíða þess að fara um borð færandi hendi. Fögnuður þegar Bárður SH kom til heimahafnar Bárður siglir inn í Ólafsvíkurhöfn. Elínbjörg Katrín Þorvarðardóttir ásamt hópi nemenda Leikskólans í Stykkishólmi og hluta starfsmanna skólans, fyrir framan fagurlega skreytt heimili Elínborgar. Ljósm. sá. Bauð leikskólabörnum að skoða jólaljósin Ríflega hundrað hross drápust í fárviðrinu MT: Björgunarsveitafólk víða af landinu kom að leit og björgun hrossa og komu bændum til aðstoðar. Meðfylgjandi mynd er úr safni Landsbjargar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.