Skessuhorn - 08.01.2020, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 2020 31
Borgnesingurinn Kristín Sif Björg-
vinsdóttir er hnefaleikakona ársins
2019 að því er fram kemur í frétta á
vef Hnefaleikasambands Íslands. Er
þetta annað árið í röð sem Kristín
Sif hreppir þennan titil en hún átti
sex viðureignir árið 2019 og sigraði
í fjórum þeirra. Kristín hefur mikið
farið út til að keppa á stórum mót-
um og til að sækja sér aukna kunn-
áttu í íþróttinni. Hún vann til silf-
urverðlauna á Norðurlandamótinu
í hnefaleikum í ár, annað árið í röð
og er fyrsta íslenska hnefaleikakon-
an til að ná þeim árangri. „Krist-
ín hreppti einnig silfurverðlaun á
Legacy cup, gríðarlega sterku al-
þjóðlegu móti sem haldið var í
október síðastliðnum,“ segir í frétt-
inni. Þá varð hún Íslandsmeist-
ari í -75 kg flokki kvenna. Krist-
ín keppir næst á Golden Girl Cup
sem er eitt stærsta áhugamannamót
heims í hnefaleikum sem fram fer
um næstu mánaðamót í Svíþjóð.
arg
Sameiginlegt Vesturlands- og Vest-
fjarðamót í sveitakeppni í bridds var
spilað á Akranesi síðastliðinn föstu-
dag og laugardag. Á þessu árlega
tveggja daga móti er spilað um tit-
ilinn Vesturlandsmeistarar í sveita-
keppni, en jafnframt er á mótinu
spilað um keppnisrétt á Íslands-
meistaramóti. Þar eiga fimm sveitir
af Vesturlandi keppnisrétt og tvær
af Vestfjörðum. úrslit á mótinu
urðu afgerandi. Vesturlandsmeist-
arar með miklum yfirburðum
varð sveit Guðmundar Ólafssonar
með 121,72 stig. Með Guðmundi
í sveit spiluðu þeir Hallgrím-
ur Rögnvaldsson, Karl Alfreðsson
og Tryggvi Bjarnason. Í öðru sæti
varð Skákfélagið, sveit Guðna Jós-
efs, Hlöðvers, Þórarins og Sigurðar
Páls, en nokkrir þeirra eiga ættir að
rekja á Vestfirðina. Stig þeirra voru
104,11. Í þriðja sæti varð gestasveit
úr Reykjavík, sveit Unnars Atla
með 101,49 stig. Fjórða varð sveit
Einars Guðmundssonar á Akra-
nesi með 98,15 stig og fimmta varð
gestasveit Guðlaugs Bessasonar
með 95,23 stig. Auk fyrrgreindra
sigursveita af Vesturlandi öðluð-
ust keppnisrétt á Íslandsmóti fyr-
ir hönd Vesturlands sveit Ungliða-
hreyfingarinnar og sveit KB-Vír-
nets. mm
Skallagrímskonur mættu Íslands-
meisturum Vals í fyrsta leik liðsins
eftir jólafrí. Leikið var í Reykjavík á
sunnudagskvöld. Um hörkuleik var
að ræða, en lokafjórðungnum náðu
meistararnir yfirhöndinni og sigr-
uðu með tólf stigum, 70-58.
Leikurinn fór fremur rólega
af stað og Valur leiddi með fjór-
um stigum eftir sjö mínútna leik,
10-6. Þá áttu Skallagrímskonur
góða rispu og höfðu fjögurra stiga
forskot eftir upphafsfjórðunginn,
16-20. Borgnesingar héldu foryst-
unni framan af öðrum leikhluta en
Valskonur voru aldrei langt und-
an. Undir lok fyrri hálfleiks kom-
ust þær yfir og leiddu með tveimur
stigum í hléinu, 35-33.
Skallagrímskonur byrjuðu síðari
hálfleikinn af miklum krafti, náðu
forystunni og leiddu lengst framan
af þriðja leikhluta. Undir lok leik-
hlutans komst Valur hins vegar yfir
að nýju og hafði fjögurra stiga for-
skot fyrir lokafjórðunginn. Þar
réðu Íslandsmeistararnir ferðinni.
Valskonur létu forystuna aldrei af
hendi, þvert á móti juku þær hægt
en örugglega og sigruðu að lokum
með tólf stigum, 70-58.
Keira Robinson var atkvæðamest
í liði Skallagríms með 18 stig, átta
stoðsendingar og sjö fráköst. Maja
Michalska skoraði 15 stig, Emilie
Hesseldal var með ellefu stig og 14
fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
skoraði níu stig og tók ellefu fráköst
og Mathilde Colding-Poulsen skor-
aði fimm stig.
Kiana Johnson setti upp þrennu
í liði Vals, skoraði 16 stig, gaf 14
stoðsendingar og tók 13 fráköst.
Hallveing Jónsdóttir skoraði 15 stig
einnig, Dagbjört Samúelsdóttir var
með 13 stig og Sylvía Rún Hálfdán-
ardóttir skoraði ellefu.
Skallagrímskonur sitja í fimmta
sæti deildarinnar með 16 stig, tveim-
ur stigum á eftir Haukum í sæt-
inu fyrir ofan. Þessi tvö lið mætast
í næstu umferð. Leikur Skallagríms
og Hauka fer fram í Borgarnesi í
kvöld, miðvikudaginn 8. janúar.
kgk/ Ljósm. úr safni/
Skallagrímur.
úrslitakeppnin í Futsal fór fram
um síðustu helgi. Keppt var í átta
liða úrslitum á föstudagskvöldinu.
Þar komust áfram lið Afturelding-
ar/Hvíta riddarans, Ísbjarnarins,
Víkings Ólafsvík og Íslandsmeist-
ararnir 2019 Vængir Júpíters. Fjög-
urra liða úrslitin voru spiluð á laug-
ardeginum. Þar sló Ísbjörninn út
íslandsmeistarana í Vængjum Júp-
íters með tveim mörkum gegn einu
og Víkingur Ólafsvík lagði Aftur-
eldingu/Hvíta riddarann í hörku-
leik sem endaði 5 - 3 en framlengja
þurfti báðum leikjunum þennan
dag. Á sunnudeginum fór svo úr-
slitaleikurinn fram þar sem Ísbjörn-
inn og Víkingur Ólafsvík mættust í
hörkuleik og var staðan 1 - 1 eftir
venjulegan leiktíma. Var mikill has-
ar í framlengingunni þar sem loka-
tölur urðu 3 - 5 Víkingi Ólafsvík
í vil og þeir því Íslandsmeistarar í
Futsal 2020.
Víkingur hefur gert góða hluti í
innanhússboltanum undanfarin ár
og vann Íslandsmótið árin 2015 og
2016. Árið 2017 töpuðu Víkingar
fyrir Selfossi í úrslitaleiknum og
fyrir Vængjum Júpíters í undanúr-
slitum bæði árið 2018 og 2019.
þa
Knattspyrnukonurnar Erla Karit-
as Jóhannesdóttir, Sigrún Eva Sig-
urðardóttir og María Björk Ómars-
dóttir endurnýjuðu samninga sína
við ÍA skömmu fyrir jól. Allar eru
þær fæddar árið 2002 og skrifuðu
undir samning sem gildir út keppn-
istímabilið 2021.
Erla Karitas hefur leikið 35
meistaraflokksleiki fyrir ÍA og
skorað í þeim fimm mörk. Sigrún
Eva á að baki 46 leiki fyrir meist-
araflokk, en í þeim hefur hún skor-
að tvö mörk og María Björk hefur
leikið 27 meistaraflokksleiki með
ÍA. „Þetta eru framtíðarleikmenn
liðsins og mikil ánægja með að þær
séu að framlengja sína samninga,“
segir í frétt á vef KFÍA.
kgk
Víkingur Ólafsvík er Íslands-
meistari í innanhússfótbolta
Sigursveitin. F.v. Karl, Guðmundur, Tryggvi og Hallgrímur.
Sveit Guðmundar er
Vesturlandsmeistari í bridds
Kristín Sif Björgvinsdóttir með
silfrið á Norðurlandamótinu á
síðasta ári.
Ljósm. mmafrettir.is/Steinar
Thors
Kristín Sif hnefaleikakona ársins
Tólf stiga tap
eftir hörkuleik
Unnar Þór Garðarsson þjálfari, Sigrún Eva Sigurðardóttir, Erla Karitas Jó-
hannesdóttir, María Björk Ómarsdóttir og Aron Ýmir Pétursson aðstoðarþjálfari.
Ljósm. KFÍA.
Þrjár framlengja við ÍA