Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 6. tbl. 23. árg. 5. febrúar 2020 - kr. 950 í lausasölu
sími 437-1600
Nýtt á Sögulofti
Landnámsseturs
Auður og Auður
Frumsýning laugardaginn 8. febrúar
kl. 20:00
Næstu sýningar
Laugardaginn 15. febrúar
Öxin – Agnes og Friðrik kl. 16:00
Auður og Auður kl. 20:00
Sunnudagin 16. febrúar
Öxin kl. 16:00
Miða- og borðapantanir á
landnam.is/vidburdir eða á
landnam@landnam.is
UPPSELT
arionbanki.is
Núna getur þú sett þér markmið
í sparnaði í Arion appinu
Tíminn vinnur
með þér í sparnaði
FEBRÚ
AR
DOMINOS.IS | DOMINO’S APP
1.790 KR.
AÐEINS EF ÞÚ PANTAR Á NETINU EÐA MEÐ
APPINU, GREIÐIR FYRIRFRAM OG SÆKIR
PIZZUR MÁNAÐARINS
Síðastliðinn föstudag var skrifað undir samning um Landsmót 50+ sem haldið verður dagana 19.-21. júní í Borgarnesi. Það er UMFÍ sem stendur fyrir mótinu. Á með-
fylgjandi mynd er brugðið á leik eftir undirritun samningsins sem þau rituðu nafn sitt á þau Lilja Björg Ágústsdóttir, starfandi sveitarstjóri í Borgarbyggð, Haukur
Valtýsson, formaður UMFÍ og Bragi Þór Svavarsson, formaður stjórnar Ungmennasambands Borgarfjarðar. Sjá nánar frétt bls. 10.
„Fæðingartíðni hefur lækkað mik-
ið undanfarinn áratug alls staðar á
Norðurlöndum og er nú í sögulegu
lágmarki á Íslandi, í Noregi og í
Finnlandi. Fæðingartíðni á Íslandi,
sem lengi var með þeim hæstu í
Evrópu, hefur fallið hratt frá árinu
2009 þegar hún var að meðaltali 2,2
börn á hverja konu í aðeins 1,7 börn
að meðaltali árið 2019. Nú er fæð-
ingartíðni hér á landi örlítið lægri
en í Svíþjóð (1,76) og Danmörku
(1,72). Færeyjar eru eina svæðið
þar sem fæðingartíðnin er nægi-
lega há til að stuðla að náttúrulegri
fólksfjölgun eða 2,5 börn á hverja
konu. Þetta er á meðal þess sem
fram kemur í State of the Nordic
Region, nýrri skýrslu frá Norrænu
ráðherranefndinni sem Nordregio
tók saman.
„Helsta ástæða þessarar þróunar
er að konur eignast sitt fyrsta barn
mun seinna en áður tíðkaðist. Árið
1990 var fæðingartíðni hæst meðal
kvenna á aldrinum 25–29 ára en í
dag er tíðnin hæst í aldurshópnum
30–34 ára. Breytinga fór að gæta á
tíunda áratugnum þegar algengara
varð að konur biðu með barneignir
þar til þær höfðu menntað sig. Inn-
flytjendur hafa haldið við endur-
nýjun íbúa á mörgum fámennari
og afskekktari svæðum sem ann-
ars myndu glíma við fólksfækkun.
Þannig varð fólksfjölgun í 26 pró-
sentum sveitarfélaga á Norður-
löndum 2010–2018 einungis vegna
innflytjenda.
Samhliða lækkandi fæðingartíðni
stuðla bætt heilsa og aukin lífsgæði
að því að samfélögin eldast. Lífslík-
ur fólks við fæðingu hafa aukist alls
staðar á Norðurlöndum frá árinu
1990 og heldur meira hjá körlum og
því hefur dregið saman með kynj-
unum,“ segir Kjell Nilsson, for-
stjóri Nordregio. Búast má við að
lífslíkur fólks haldi áfram að aukast
og því mega karlar reikna með að
lifa í rúmlega 87 ár og konur í rúm-
lega 91 ár árið 2080. „Áhugavert
er að skoða lífslíkur og aldurssam-
setningu í löndunum sem heild en
Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki
það er ekki síður áhugavert að sjá
hvernig útkoman er mismunandi
eftir svæðum. Í mínu heimahéraði,
Kronoberg í Svíþjóð, eru lífslíkur
karla til dæmis mestar á Norður-
löndunum,“ bætir Nilsson við.
Frá 1990 til 2019 fjölgaði fólki
hlutfallslega langmest á Íslandi af
norrænu löndunum eða um 40,7%,
en næst á eftir fylgdi Noregur með
tæplega 26 prósenta fjölgun. Á
sama tíma fjölgaði Finnum aðeins
um 10,9% og Grænlendingum um
0,8%. Heildarfólksfjölgun á Norð-
urlöndum frá 1990 er 18%.“ mm
Tilboð gildir út febrúar 2020
Franskar og sósa fylgir
með tilboði
Grilled chicken thighs
1.790 kr.