Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRúAR 202010 Eins og margir þekkja hefur Andrea Björnsdóttir, sem nýverið var kjörin Skagamaður ársins 2019, haft það sem áhugamál að selja varning og sælgæti í anddyri Bónus og víðar. Vöruna kaupir hún inn á heildsölu- verði en lætur síðan hagnað af söl- unni renna óskiptan til einstaklinga eða fjölskyldna þeirra sem glíma við sjúkdóma. Þannig hefur hún á síðustu árum stutt við fjölmarga einstaklinga svo um munar. Andr- ea hefur fram að þessu sjálf lagt út fyrir kostnaði við innkaupin. Í síð- ustu viku framkvæmdi hún svo nýja útfærslu á fjáröflun sinni og biðl- aði til fyrirtækja um að styrkja hana um höfuðstól innkaupsverðs þeirr- ar vöru sem hún er að selja hverju sinni. Lét hún boð út ganga á Fa- cebook síðu sinni og nafngreindi svo fyrirtækin jafnharðan og stuðn- ingi var lofað. Það skipti engum togum að viðbrögðin voru framúr- skarandi. „Það kom í ljós að mjög margir voru tilbúnir til að styðja styrktarsjóðinn minn með þess- um hætti. Upphæðin er 35 þúsund krónur sem dugar fyrir einni ferð í Góu eða til birgjans sem selur mér litlu hjörtun. Með þessum stuðn- ingi tvöfaldast um leið það sem ég get látið af hendi rakna hverju sinni,“ segir Andrea í samtali við Skessuhorn. Síðastliðinn mánudag höfðu sextán fyrirtæki heitið stuðn- ingi við verkefnið, en þá voru fimm dagar frá því hún kynnti söfnunina. „Þetta eru fallegar viðtökur og sýn- ir mikinn samhug í verki,“ segir Andrea. mm „Við viljum að sem flestir geti þátt í móti UMFÍ, ætlum að breikka ald- ursbilið og stefnum á fjölmennt Landsmót UMFÍ 50+ í júní,“ seg- ir Bragi Þór Svavarsson, sambands- stjóri Ungmennasambands Borgar- fjarðar. Hann skrifaði á föstudaginn undir samning um mótið í Borgar- nesi ásamt þeim Hauki Valtýssyni, formanni UMFÍ, og Lilju Björg Ágústsdóttur, settum sveitarstjóra Borgarbyggðar. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Borgarnesi dagana 19.-21. júní. Mótið var fyrst haldið árið 2011 og laðar það að sér æ fleiri þátttakendur sem komnir eru um miðjan aldur og vilja taka þátt í skemmtilegum íþróttagreinum, hvort heldur í einmenningsíþrótt- um eða með fleirum í liði. Eins og áður verður boðið upp á greinar sem margir þekkja og hafa vakið heilmikla athygli, þar á meðal hinn klassíski pönnukökubakstur, stíg- vélakast, boccia og ringó. Til við- bótar verður bætt við knattspyrnu, hlaupagreinum, blaki og ýmsum fleiri spennandi greinum eins og pílukasti. Til viðbótar verður heil- mikil afþreying í boði fyrir alla þátttakendur. Mótið er hugsað fyrir þá sem verða fimmtugir á árinu og eldri. Hins vegar er nú gert ráð fyrir mun fleiri þátttakendum á ýmsum aldri. Bragi segir aldursbilið verða breiðara nú og boðið upp á opn- ar greinar fyrir yngri þátttakend- ur þannig að sem flestir geti tekið þátt í því. „Við viljum að sem flestir heimamenn geti tekið þátt, líka þeir sem eru ekki að verða fimmtugir. Allir geta treyst því að þetta verður skemmtilegt mót,“ sagði hann og lagði áherslu á að mikil reynsla sé fyrir mótahaldi í Borgarnesi og því stefni þar í frábært mót í júní. Haukur Valtýsson, formað- ur UMFÍ, sagði við undirritunina stefna í mjög skemmtilegt mót í Borgarnesi. Staðsetningin sé auk þess góð og aðstaðan með þeim betri á landinu. Lilja Björg Ágústs- dóttir, settur sveitarstjóri Borgar- byggðar, tók undir með Braga og sagði mikla áherslu hafa verið lagða á að sem flestir í Borgarbyggð taki þátt í íþróttastarfi í sveitarfélaginu. „Þetta er gott innlegg í þá vinnu,“ sagði hún. mm útlit er fyrir að Veitur verði fyrsta fyrirtækið sem „nemur land“, ef svo má að orði komast, í nýju at- hafnasvæði í Flóahverfi á Akra- nesi. Þar hyggjast Veitur byggja upp framtíðarhúsnæði sitt á Vestur- landi, að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Hún segir að hús- ið verði steypt, samtals um 980 fermetrar að stærð og muni hýsa bæði verkstæði og skrifstofur. Hönnun hússins stendur yfir um þessar mundir og því enn ekki ljóst hvenær hafist verður handa við byggingu þess, að sögn Ólafar. kgk Veitur nema land í Flóahverfi Andrea fær fyrirtæki til liðs við sig Frá undirritun samningsins í Borgarnesi síðastliðinn föstudag. F.v. Lilja Björg Ágústsdóttir, Haukur Valtýsson og Bragi Þór Svavarsson. Ljósm. umfí. Fimmtugir og eldri stefna á að skemmta sér í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.