Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRúAR 2020 21 Jókur – félag kvenna í atvinnurekstri á Akranesi og nágrenni var stofnað 2018. Nafn félagsins er með vís- un í tröllskessuna Jóku, en félagið er fyrir konur sem eru stjórnendur eða leiðtogar í sínum fyrirtækjum/ stofnunum. Tilgangur félagsins er að skapa tengslanet fyrir konur á eða frá Akranesi og úr nærsveitum, styrkja þær í sínum stjórnunarstörf- um, almennt að styðja konur og efla samstöðu þeirra í atvinnulífinu. Miðvikudaginn 29. janúar síð- astliðinn var hittingur hjá félaginu. Félagskonur fengu Helenu Ólafs- dóttur í heimsókn og var hún með góðan fyrirlestur um markmið- asetningu og liðsheild. Helena er íþróttakennari og verkefnastóri af- rekssviðs FVA, markþjálfi, einka- þjálfari og hefur verið knattspyrnu- þjálfari í 30 ár með UEFA-A gráðu. Það var margt fróðlegt og skemmti- legt sem kom úr fyrirlestrinum og það skiptir mjög miklu máli að lið- heildin sé góð, því sterkari sem hún er því meira verður úr hópnum. Í lok fundar fengu allar konurnar skipulagsplan frá Smáprenti til að taka með sér heim. Næsti hittingur verður auglýstur í febrúar, hægt er að fylgjast með félaginu á Facebook - Jókur - Félag kvenna í atvinnurekstri á Akranesi. Með bestu kveðju, Tinna Ósk Sólveig Magnúsdóttir hefur verið ráðin upplýsinga- og skjalastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands. Sól- veig er með meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Bifröst og BA gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands með skjalastjórn sem sérfag. Hún hefur frá árinu 2013 starfað sem sem skjalastjóri og forstöðumaður skjala- og rit- araþjónustu hjá Fjármálaeftirlitinu. Áður hafði hún starfað að skjalamál- um og innleiðingu skjalakerfa m.a. hjá Össuri, Sjóvá og Mosfellsbæ. Þá var hún um skeið formaður félags um skjalastjórn og formaður Lyk- ils, félags skjalastjóra hjá sveitarfé- lögum. Sólveig er áhugamanneskja um góða heilsu, útivist, garðyrkju og fleira og segist spennt fyrir starf- inu framundan. „Ég er spennt fyr- ir því starfi sem er framundan við að byggja upp og móta samræmt stjórnkerfi gagna fyrir starfsemi skólans og innleiða nýtt verklag í kringum það. Skólinn hefur sett sér spennandi stefnu og verður áhuga- vert að taka þátt í innleiðingu á henni og öllum þeim verkefnum sem því fylgir.“ Sólveig hóf störf í byrjun febrú- ar og verður með aðstöðu á öllum starfsstöðvum skólans. -fréttatilkynning Ráðin upplýsinga- og skjalastjóri LbhÍ Nýsköpunarverðlaun forseta Ís- lands voru afhent við hátíðlega at- höfn á Bessastöðum síðastlið- inn miðvikudag. Halldór Bjarki Ólafsson, læknanemi frá Akra- nesi, hlaut verðlaunin fyrir verk- efni sitt „Tengsl óeðlilegs blóð- hags við bráða fylgikvilla og lang- tímaútkomu eftir skurðaðgerðir.“ Leiðbeinandi Halldórs var Mart- in Ingi Sigurðsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala og prófessor við Há- skóla Íslands. Halldór var að vonum ánægður þegar Skessuhorn heyrði í honum hljóðið. „Þetta er skrýtin tilfinning, ekki beint hversdagsleg en maður er ansi lukkulegur. Þetta er mikil viðurkenning og gaman að finna fyrir áhuga á því sem maður er að fást við,“ segir Halldór. Viðbragð við bólguástandi Í rannsókn sinni kannaði Halldór tengsl breytileika í stærð rauðra blóðkorna og skamm- og lang- tímadánartíðni eftir skurðaðgerð- ir. Fylgst er með þeim breytileika fyrir allar aðgerðir og notaði Hall- dór sér upplýsingar úr íslenska að- gerðagrunninum við rannsókn- ina. Þar er að finna upplýsing- ar um nálægt 40 þúsund skurðað- gerðir sem framkvæmdar hafa ver- ið á Landspítalanum. „Samkvæmt okkar rannsóknum er kenning- in sú að breytileiki í stærð rauðra blóðkorna komi fram vegna þess að fólk er með undirliggjandi bólguástand. Breytileikinn er við- bragð til að vinna á móti afleiðing- um bólguástands. Þegar við fáum bólgur þá hindra þær bæði fram- leiðslu rauðra blóðkorna og upp- töku járns, sem er mikilvægur þátt- ur í að framleiða rauð blóðkorn. Rauðu blóðkornin eiga öll að vera eins að stærð. En ef þau verða gömul þá minnka þau. Ung, rauð blóðkorn eru áfram stór en göm- ul verða extra lítil og það kemur fram sem aukinn breytileiki. Þeg- ar þessi aukni breytileiki mælist er blóðið að bregðast við því að ekki sé lengur verið að framleiða rauð blóðkorn. Það getur valdið blóð- leysi, en til að vinna gegn því læt- ur líkaminn rauðu blóðkornin lifa lengur. Ef það myndi ekki gerast myndi viðkomandi upplifa svo- kallað blóðleysi, en þá er blóðið ekki að vinna sitt hlutverk sem er að færa súrefni til vefja líkamans,“ útskýrir Halldór. „Þegar sjúkling- ur sem er með þetta undirliggjandi bólguástand fer í skurðaðgerð, sem veldur síðan frekari bólgu- viðbragði, þá á hann rosalega lítið inni. Eftir skurðaðgerð kemur enn meiri bólga sem hindrar enn frekar framleiðslu rauðra blóðkorna. Það gerir blóðinu enn erfiðara um vik að sinna hlutverki sínu, sem er að færa súrefni til vefja líkamans og er rosalega mikilvægur þáttur í að ná bata,“ segir hann. „Þess vegna er rökrétt að sjúklingum með auk- inn breytileika í stærð rauðra blóð- korna farnist verr en öðrum eftir skurðaðgerðir,“ bætir hann við. Mun verri lífslíkur Breytileiki í stærð rauðra blóð- korna er mældur með blóðprufu fyrir nánast hverja einustu skurðað- gerð sem framkvæmd er á landinu. Hingað til hefur hins vegar eng- um hér á landi komið til hugar að kanna tengsl breytileikans við lífs- líkur og batahorfur sjúklinga eftir skurðaðgerðir. „Vísbendingar hafa verið uppi um þetta í krónískum sjúkdómum en þetta hefur lítið ver- ið rannsakað hjá skurðsjúklingum. Svo kemur í ljós þessi mikli munur í minni rannsókn, sem rímar við aðr- ar rannsóknir sem hafa verið gerðar annars staðar,“ segir Halldór. Og niðurstöður rannsóknar hans eru frekar sláandi, svo vægt sé til orða tekið. „Niðurstaða minnar rannsóknar bendir til þess að sjúk- lingar eru um 70% líklegri til að deyja innan þriggja til fimm ára eftir skurðaðgerð ef breytileiki í stærð rauðra blóðkorna telst óeðli- lega mikill. Sé litið til aðeins eins árs eftir aðgerð eru lífslíkurnar líka markvert miklu verri,“ segir hann. „En góðu fréttirnar eru þær að þetta gildi er mælt fyrir nánast hverja einustu skurðaðgerð. Það hefur verið fyrir allra augum allan þennan tíma en aldrei fyrr verið tengt við hvernig fólki farnast eftir skurðaðgerðir. En nú þekkjum við þessi tengsl, vitum hvaða þýðingu þetta hefur og getum við gripið til aðgerða og lagað þetta með því að breyta því hvernig fólk er undirbú- ið fyrir skurðaðgerðir. Það gæti haft virkilega mikil áhrif til hins betra á lífslíkur fólks og líðan eftir aðgerð- ir,“ segir Halldór. Lítil áhætta en mikill ávinningur En í hverju myndi sú breyting í undirbúningi sjúklinga felast? Halldór kveðst ekki geta svarað því fyrir víst að svo stöddu. Hann og leiðbeinandinn vinni nú að vís- indagrein sem fjallar einmitt um það. „Við eigum eftir að komast að því til hversu flókinna ráðstaf- anna þyrfti að grípa fyrir aðgerðir til að laga breytileikann. En okk- ur sýnist á öllu að þær ættu ekki að vera neitt sérstaklega flóknar og gætu haft gríðarlega mikil jákvæð áhrif og sparað mikla peninga, því ég kannaði ekki aðeins dánartíðni heldur fylgikvilla líka. Það er mikill tilkostnaður sem fylgir því að sinna sjúklingum með fylgikvilla eft- ir aðgerðir,“ segir hann. „Það væri áhugavert að skoða hvort vinna megi gegn eða jafnvel laga þennan breytileika með bólgueyðandi lyfj- um og járngjöf fyrir aðgerðir. Það er hugsanlegt,“ segir hann en tekur þó skýrt fram að hér sé hann aðeins að reifa hugsanlega möguleika. „En svona teórískt lítur út fyrir að þær aðgerðir sem grípa mætti til séu tiltölulega einfaldar og bæru litla áhættu í för með sér en hugsanlega gríðarlega mikinn ávinning,“ segir hann. „En við þurfum auðvitað að fá það staðfest og fylgjast svo náið með allri framkvæmd þessara að- gerða þegar þar að kemur. Núna er það sem brennur á okkur að kom- ast að því hvernig nýta megi þessar niðurstöður til að grípa til aðgerða sem myndu auka lífslíkur fólks og bæta líðan sjúklinga eftir skurðað- gerðir,“ segir Halldór Bjarki Ólafs- son að endingu. kgk Fyrsti hittingur Jóka kvenna á nýju ári „Gæti haft virkilega mikil áhrif á lífslíkur fólks og líðan eftir aðgerðir“ segir Halldór Bjarki, handhafi nýsköpunarverðlauna Forseta Íslands Halldór Bjarki ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta sem afhenti Nýsköpunarverðlaunin. Ljósm. Rannís/ Árni Sæberg. Halldór Bjarki í fullum skrúða á leið í aðgerð. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.