Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRúAR 2020 19
Söngkeppni SamVest var haldin í
Tónbergi á Akranesi á miðviku-
dag í síðustu viku. Þar komu sam-
an ungmenni frá félagsmiðstöðvum
af Vesturlandi og áttu gott kvöld.
Þau hlýddu á framlög félagsmið-
stöðvanna í keppninni þar sem
tíu keppendur stigu á svið. Að því
loknu var haldið ball í Arnardal þar
sem Dj Marinó og Daniil komu
fram og skemmtu krökkunum fram
eftir kvöldi. Ein þeirra sem söng í
keppninni var Díana Dóra Berg-
mann úr félagsmiðstöðinni Óðali
í Borgarnesi og komst hún áfram
sem annar af tveimur fulltrúum
af Vesturlandi í söngkeppni Sam-
fés sem haldin verður í Laugar-
dalshöll í mars. Hinn fulltrúinn er
Ninja Sigmundsdóttir frá Arnardal
á Akranesi, sem bar sigur úr býtum
í undankeppninni Hátónsbarkan-
um á Akranesi, eins og greint var
frá í Skessuhorni í síðustu viku.
Díana Dóra söng lagið Dance
Monkey með Tones and I og setti
hún sinn eigin stíl á lagið. „Satt að
segja veit ég ekki mikið um þetta
lag en söngkonan sem syngur það
syngur með ákveðnum effekt í
röddinni. Ég var með systur minni
í bílnum þegar þetta lag kom í út-
varpinu og systir mín sagði lagið
væri gott en að henni líkaði ekki við
þennan effekt sem söngkonan var
með. Hún bað mig um að prófa að
syngja það án þessa effekts svo fór
ég í söngtíma og söng þetta lag. Ég
var þá búin að segja söngkennar-
anum mínum að ég væri að fara að
keppa í söngkeppninni og þá sagði
hún mér að ég ætti að taka þetta
lag,“ segir Díana Dóra í samtali við
Skessuhorn. „Þetta lagaval var því
bara tilviljun því systir mín var ekki
hrifin af þessum effekt,“ bætir hún
við og hlær en hún var upphaflega
með annað lag í huga fyrir keppn-
ina. Aðspurð segist Díana Dóra
hafa sungið lengur en hún man eftir
sér. „Ég hef sungið frá því áður en
ég gat talað. Það eru til upptökur af
mér gefa frá mér ákveðna tóna þó
ég kunni ekki orðin. En ég kem úr
mikilli söngfjölskyldu,“ segir hún.
arg
Eyrarrósin, sem nú er veitt í sext-
ánda sinn, er viðurkenning fyr-
ir framúrskarandi menningarverk-
efni utan höfuðborgarsvæðisins.
Alls bárust 25 umsóknir um Eyrar-
rósina 2020 hvaðanæva af landinu.
Sex verkefni voru í byrjun ferilsins
valin á Eyrarrósarlistann í ár. Þar af
voru þrjú þeirra af Vesturlandi. Þau
eru: Júlíana – hátíð sögu og bóka í
Stykkishólmi, Kakalaskáli í Skaga-
firði, Menningarstarf í Alþýðuhús-
inu á Siglufirði, Plan B Art Festi-
val í Borgarbyggð, Reykholtshá-
tíð í Borgarfirði og Skjaldborg –
Hátíð íslenskra heimildarmynda á
Patreksfirði. Nú hafa þrjú verkefn-
anna hlotið formlega tilnefningu
til verðlaunanna og eiga þar með
möguleika á að hljóta Eyrarrós-
ina 2020. Öll vestlensku verkefnin
féllu við þá grisjun út af listanum,
en þau sem munu koma til greina
sem handhafar Eyrarrósarinnar að
þessu sinni eru Kakalaskáli í Skaga-
firði, Menningarstarf í Alþýðuhús-
inu á Siglufirði og Skjaldborg - há-
tíð íslenskra heimildamynda á Pat-
reksfirði.
Eyrarrósin verður afhent við há-
tíðlega athöfn 14. febrúar á Seyð-
isfirði, heimabæ handhafa Eyrar-
róasarinnar 2019; listahátíðarinnar
List í ljósi. Frú Eliza Reid, vernd-
ari Eyrarrósarinnar, mun afhenda
verðlaunin. Eyrarrósin er samstarfs-
verkefni Listahátíðar, Byggðastofn-
unar og Air Iceland Connect.
mm
Berglind Gunnarsdóttir, körfu-
knattleikskona og læknanemi, slas-
aðist alvarlega í rútuslysi suður af
Blönduósi 10. janúar síðastliðinn.
Hún segir frá þessu í tilkynningu
sem hún sendi frá sér á föstudaginn.
Læknanemar og hjúkrunarfræðing-
ar, alls nálægt fimmtíu manns, voru
á leið norður í land í skíðaferð á
tveimur rútum. Önnur rútan valt
og voru þrjú flutt með þyrlu Land-
helgisgæslunnar á Landspítalann.
Eins og lesendur Skessuhorns
þekkja hefur Berglind um árabil
verið ein fremsta körfuknattleik-
skona landsins. Hún er þrefaldur
Íslansdmeistari með Snæfelli og
hefur verið fastamaður í landslið-
inu frá 2015. Hún hefur ekki get-
að leikið körfuknattleik undan-
farna sjö mánuði vegna aðgerðar
á öxl. Hún segir í tilkynningunni
að fyrir rútuslysið hafi hún áætlað
að geta loksins farið að spila aftur.
Það hafi hins vegar breyst í slysinu,
þar sem hún hlaut háls- og mænuá-
verka. „Fyrst eftir slysið gat ég lít-
ið sem ekkert hreyft mig og skyn-
ið var brenglað. Mestu máli skipti
þó að ég var á lífi, hausinn 100% í
lagi og ég er ennþá sama Berglind.
Við fögnum öllum litlum sigrum en
framundan er löng og mikil endur-
hæfing til að ná sem mestri hreyfi-
getu til baka. Keppnisskapið mitt
er tilbúið í þessa áskorun,“ skrifar
Berglind og sendir jafnframt þakkir
til vina, viðbragðsaðila, starfsfólks
Landspítala og allra sem hafa sýnt
stuðning undanfarnar vikur.
Í kjölfarið á tilkynningu Berg-
lindar sendi Körfuknattleiksdeild
Snæfells einnig frá sér tilkynn-
ingu þar sem deildin lýsir yfir full-
um stuðningi við Berglindi og fjöl-
skyldu hennar. „Janúar hefur ein-
kennst af mikilli óvissu og sársauka
hjá okkur. Við stöndum 100% á
bakvið okkar elsku Berglindi og
hennar fjölskyldu,“ segir í tilkynn-
ingu Snæfells.
kgk
Þeir létu fara vel um sig selirn-
ir sem lágu í fjörunni neðan við
Hellisbrautina á Hellissandi í vik-
unni, þegar ljósmyndara bar að.
Þarna lágu sex landselir og höfðu
það náðugt, létu þeir mannaferðir
ekki trufla sig og voru frekar gæfir.
Þarna eru undantekningarlítið sel-
ir á hverjum degi þegar vel viðrar
þó þeir séu kannski ekki alltaf svona
margir. Þeir voru þó sjö talsins deg-
inum áður. Er þetta því ákjósanleg-
ur staður fyrir ferðamenn og íbúa
að skoða seli.
þa
Berglind Gunnarsdóttir í leik
með Snæfelli.
Ljósm. úr safni/ Haukur Páll.
Langt bataferli framundan
hjá Berglindi
Díana Dóra komst áfram úr söngkeppni SamVest og mun syngja í söngkeppni
Samfés í næsta mánuði fyrir hönd Vesturlands. Ljósm. úr einkasafni.
Díana Dóra og Ninja full-
trúar Vesturlands í Samfés
Eyrarrósarlistinn
2020 opinberaður
Selir njóta lífsins á Sandi