Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRúAR 2020 13 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Þaktúður• Hurðastál• Áfellur• Sérsmíði• Viðgerðir• Málmsuða• www.blikkgh.is • blikkgh@blikkgh.is • Akursbraut 11b • 431-2288 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2019 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 13. febrúar Föstudaginn 14. febrúar Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 02 0 Norðurál á Grundartanga hefur hlotið hina alþjóðlegu ASI vottun um umhverfisvæna og ábyrga fram- leiðslu, fyrst þeirra álfyrirtækja sem starfa á Íslandi. „Vottunin staðfestir að starfsemi og viðskiptahættir fyr- irtækisins eru samfélagslega ábyrg og framúrskarandi á sviði umhverf- isvænnar framleiðslu,“ segir í til- kynningu frá fyrirtækinu. „ASI vottunin tekur til 59 þátta í starfsemi fyrirtækisins, allt frá öfl- un hráefnis um allan heim að end- anlegri afurð, sem er íslenskt há- gæðaál. Alþjóðlega gæðavottunar- fyrirtækið DNV-GL annaðist ítar- lega úttekt á þremur meginstoðum í starfsemi Norðuráls: Stjórnun og rekstri, umhverfisáhrifum fram- leiðslunnar og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins. Vottunin stað- festir að Norðurál stenst ýtrustu kröfur um heiðarlega og ábyrga viðskiptahætti, umhverfisvænt hrá- efni og framleiðslu. Norðurál vinnur hreint ál úr súráli sem flutt er til landsins. Ál- vinnslan krefst mikillar orku, sem fengin er úr íslenskum jarðvarma og vatnsorku. Til þess að halda um- hverfisáhrifum í lágmarki þurfa allir þættir að haldast í hendur: Hráefn- ið þarf að koma frá viðurkenndum samstarfsaðilum erlendis, álvinnsl- an hér á landi þarf að vera í hæsta gæðaflokki og uppfylla ströngustu skilyrði um stöðugleika og tækja- búnað, og kolefnisspor þarf að vera svo lágt sem kostur er.“ Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, segir ASI vottun mik- ilvægt skref í stöðugri framþróun fyrirtækisins. „Við búum að því hér á Íslandi að raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum, sem minnkar umhverfisáhrif okk- ar verulega. En við eigum einn- ig frábært og vel þjálfað starfsfólk, sem heldur framleiðslunni gang- andi hnökralaust allan sólarhring- inn, allan ársins hring. Stöðugleiki í framleiðslunni tryggir að við get- um farið mjög nálægt því að keyra á bestu mögulegu ferlum, sem heldur losun í algjöru lágmarki. Það er svo sannarlega okkar góða starfsfólki að þakka að við höfum náð þeim stóra áfanga sem ASI vottunin er.“ Alþjóðleg ASI vottun ASI (The Aluminium Stewardship Initiative) eru alþjóðleg samtök leiðandi álframleiðenda og hráefn- isframleiðenda, umhverfissamtaka og samtaka um samfélagsábyrgð, ásamt framleiðendum á vörum úr áli og álblöndum. Markmið sam- takanna er að hvetja til samfélags- ábyrgðar og umhverfisvænna vinnubragða við álframleiðslu og álnotkun, allt frá frumvinnslu hrá- efnis að endanlegri afurð og end- urvinnslu áls. Félagar í samtökun- um koma úr öllum áttum og heims- hornum, allt frá námafyrirtækjum til heimsþekktra fyrirtækja á neyt- endamarkaði fyrir drykkjarvörur, bíla og raftæki. mm/ Ljósm. Norðurál. Samkvæmt æskulýðslögum skulu sveitarfélög á landinu hafa starf- rækt ungmennaráð. Í Velferðar- stefnu Vesturlands kemur jafn- framt fram að stofnað skuli vera Ungmennaráð Vesturlands (hér eftir UV). Ráðið er skipað einum fulltrúa frá þeim sveitarfélögum sem hafa skipað ungmennaráð eða fulltrúa ungmenna. Með ráðinu starfa tveir fulltrúar æskulýðs- og tómstundarfulltrúa á Vesturlandi. Þá situr verkefnastjóri velferðar- mála hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í ráðinu en stofnun UV er á ábyrgð SSV. Nýverið var haldinn stofnfund- ur UV þar sem fulltrúar fimm ungmennaráða komu saman og stofnuðu ráðið. Á fundinum var Guðbjörg Halldórsdóttir kos- inn formaður UV en hún kemur frá Ungmennaráði Stykkishólms- bæjar. Varaformaður er Guðjón Snær Magnússon hjá Ungmenn- aráði Akraneskaupstaðar og ritari er Stefanía Bláfeld Viðarsdóttir hjá Ungmennaráði Snæfellsbæjar. „Það er mikill kraftur í UV og að- ilar í ráðinu hafa sterkar skoðan- ir og framtíðarsýn fyrir landshlut- ann,“ segir í tilkynningu frá Sigur- steini Sigurðssyni menningarfull- trúa Vesturlands. Í tilefni að stofnfundinum hitt- ust æskulýðs- og tómsstunda- fulltrúar á Vesturlandi og ræddu ýmis mál; æskulýðsstarfið og for- varnir svo eitthvað sé nefnt. „Voru allir sammála um að mörg tæki- færi liggja í samstarfi innan mála- flokksins á Vesturlandi og leitast var við að hafa fundi fulltrúanna með reglulegu millibili,“ segir Sigursteinn. mm Ungmennaráð Vesturlands tekur til starfa Nýskipað Ungmennaráð Vesturlands. F.v. Guðjón Snær Magnússon f.h. Akraneskaupstaðar, Guðbjörg Halldórsdóttir f.h. Stykkishólmsbæjar, Stefanía Bláfeld Viðarsdóttir f.h. Snæfellsbæjar, Tanja Lilja Jósndóttir f.h. Grundarfjarðarbæjar og Bjartur Daði Einarsson f.h. Borgarbyggðar. Auk þeirra sitja Ívar Orri Kristjánsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi á Akranesi, Magnús Bæringsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi Stykkishólmsbæjar og Sigursteinn Sigurðsson, verkefnastjóri hjá SSV, sem starfsmenn ráðsins. Norðurál fyrst til að hljóta sam- félags- og umhverfisvottun ASI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.