Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRúAR 2020 27 Skallagrímur tapaði gegn Sindra, 91-73, þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstu- daginn. Leikið var á Höfn í Horna- firði. Fyrir leikinn sátu heima- menn í neðsta sæti deildarinnar en Borgnesingar þar fyrir ofan. Sigur Sindramanna gerði það hins vegar að verkum að nú eru það Borgnes- ingar sem verma botnsætið. Skallagrímsmenn byrjuðu leikinn betur og leiddu 5-10 þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Þá náðu heimamenn yfirhöndinni og leiddu með sex stigum eftir upphafsfjórð- unginn, 22-16. Heimamenn voru sterkari í öðrum leikhluta. Þeir byrjuðu á að auka forystu sína í 13 stig og því forskoti héldu þeir meira og minna til hálfleiks. Staðan var 43-31 í hléinu. Skallagrímur var betra lið vall- arins í þriðja leikhluta og tókst að hleypa mikilli spennu í leik- inn. Hægt og rólega tókst þeim að minnka forskot Sindra niður í að- eins tvö stig, seint í fjórðungnum. Sindri bætti við þremur stigum og leiddi með fimm fyrir lokafjórðung- inn. Staðan var 61-56 og leikurinn galopinn. En fjórði leikhlutinn var aldrei neitt sérstaklega spennandi. Heimamenn juku forskotið í tíu stig í upphafi leihlutans og hleyptu Skallagrímsmönnum aldrei nálægt sér. Sindri kláraði leikinn síðan með miklum lokaspretti á síðustu mínútunum og sigraði að endingu með 18 stigum, 91-73. Kenneth Simms átti stórleik og setti upp tröllatvennu í liði Skalla- gríms, skoraði 22 stig og reif nið- ur 22 fráköst. Davíð Guðmundsson skoraði 13 stig, Isaiah Coddon var með níu stig, Marinó Þór Pálma- son var með átta stig, Hjalti Ásberg Þorleifsson var með sjö stig, Krist- ófer Gíslason og Kristján Örn Óm- arsson skoruðu sex stig og Bergþór Ægir Ríkharðsson skoraði tvö stig. Erikas Jaktsys var atkvæðamestur í liði heimamanna með 25 stig og fimm stolna bolta, Gísli Þórarinn Hallsson skoraði 18 stig og tók átta fráköst, Ivan Kekic skoraði 13 stig, Andrée Fares Michelsson var með tólf stig og fimm fráköst og Ignas Dauksys skoraði tíu stig og tók sex fráköst. Sem fyrr segir gerðu úrslit leiks- ins það að verkum að Skallagrím- ur hrapaði niður á botn deildarinn- ar. Borgnesingar hafa fjögur stig, eins og Snæfell í sætinu fyrir ofan. Skallagrímur mætti liði Álftaness á útivelli í gærkvöldi, þriðjudaginn 4. febrúar. Sá leikur var hins vegar ekki hafinn þegar Skessuhorn fór í prentun. kgk Spænski knattspyrnumaðurinn Gonzalo Zamorano samdi á dög- unum við lið Víking Ólafsvíkur á nýjan leik. Hann samdi við lið Ólafsvíkinga til tveggja ára, eftir að hafa leikið eitt keppnistímabil með liði ÍA í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. „Gonzalo þarf ekki að kynna fyrir stuðningsmönnum félagsins en hann lék með liðinu árið 2018. Þá skoraði hann 11 mörk í deild og bikar og stóð sig gríðarlega vel fyr- ir félagið,“ segir í tilkynningu á Fa- cebook-síðu Víkings Ó. Þar kemur einnig fram að Gonzalo muni leika með liði úr heimabæ sínum á Spáni fram í mars, allt þar til hann snýr aftur til Ólafsvíkur fyrir keppnis- tímabilið 2020. kgk Ingvar Svavarsson frá Crossfit Ægi á Akranesi keppti á Íslandsmeist- aramótinu í Crossfit sem haldið var um liðna helgi. Ingvar hafnaði þar í öðru sæti í flokki 35-39 ára með 580 stig, 35 stigum minna en Stef- áni Helga Einarsson sem hreppti gullið, en Stefán var í 6. sæti í flokki 35-39 ára á Heimsleikunum á síð- asta ári. arg/ Ljósm. Reykjavík Crossfit Championship RIG ÍA sigraði Fotbolta.net mótið í knatt- spyrnu með öruggum sigri á Breiða- bliki, 2-5, í úrslitaleik mótsins sem fram fór á fimmtudag. Leikið var á Kópavogsvelli. Tryggvi Hrafn Har- aldsson átti stórleik í liði Skagamanna og skoraði þrennu. Tryggvi skoraði fyrsta markið eft- ir aðeins korters leik þegar hann lyfti boltanum laglega yfir markvörð Blika eftir stungusendingu frá Steinari Þorsteinssyni. Marteinn Theodórs- son kom ÍA í 2-0 eftir um hálftíma leik eftir varnarmistök Breiðabliks. Tryggvi var síðan aftur á ferðinni á 36. mínútu þegar hann skoraði eftir laglegan einleik og staðan var því 0-3 í hálfleik, Tryggvi fullkomnaði síðan þrennu sína í upphafi síðari hálfleiks áður en Gísli Eyjólfsson skoraði með skalla og minnkaði muninn fyrir Blika skömmu síðar. Benedikt V. Waren minnkaði muninn í 2-4 á 61. mínútu en Steinar Þorsteinsson innsiglaði 2-5 sigur ÍA með marki úr vítaspyrnu fimm mínútum síðar. Stuttu seinna voru Guðjón Pétur Lýðsson og Brynjólfur Darri Willumsson reknir af velli með rautt spjald eftir að hafa báðir misst stjórn á skapi sínu. Blikar kláruðu leikinn því níu gegn ellefu og máttu sætta sig við 2-5 tap. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Snæfellskonur gerðu góða ferð suður með sjó á miðvikudagskvöld, þegar þær lögðu lið Grindavíkur í Domino‘s deild kvenna í körfu- knattleik. Grindvíkingar höfðu yf- irhöndina nær allan leikinn en með mikilli baráttu tókst Snæfellskon- um að halda sér inni í leiknum all- an tímann. Undir lokin tókst þeim að komast yfir í aðeins annað sinn í leiknum og stela sigrinum, 57-59. Jafnt var á með liðunum í upphafi leiks. Snæfell leiddi 5-6 eftir þrjár mínútur áður en Grindavík komst í 11-10. Heimaliðið tók smá rispu eftir það og leiddi 18-13 eftir upp- hafsfjórðunginn. Grindavík hafði yfirhöndina í öðrum leikhluta, en Snæfellskonur voru þó aldrei langt undan. Hólmarar minnkuðu mun- inn í fjögur stig seint í leikhlutan- um en Grindvíkingar áttu lokaorð- ið í fyrri hálfleik og fóru með níu stiga forskot inn í hléið, 38-29. Þriðji leikhluti var kaflaskiptur. Snæfell byrjaði á að minnka muninn í fimm stig áður en Grindavík jók forskotið aftur í níu stig. Snæfells- konur áttu lokaorðið í þriðja leik- hluta og voru fimm stigum undir fyrir lokafjórðunginn, 48-43. Fjórði leikhlutinn var æsispennandi. Snæ- fellskonum tókst með mikilli bar- áttu að feta sig nær Grindvíking- um. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks voru þær tveimur stigum undir og allt galopið. Þá tóku Snæfellskonur smá rispu, náðu forystunni í aðeins annað skiptið í leiknum og tókst að stela sigrinum á lokaandarmínút- unum. Snæfell vann tveggja stiga sigur, 57-59. Amarah Coleman var stigahæst í liði Snæfells með 18 stig, en hún tók 14 fráköst að auki og gaf átta stoð- sendingar. Emese Vida skoraði 14 stig og reif niður 19 fráköst, Veera Pirttinen skoraði 13 stig, Gunn- hildur Gunnarsdóttir var með tólf stig og fimm fráköst og Björg Guð- rún Einarsdóttir skoraði tvö stig. Jordan Reynolds skoraði 19 stig, tók ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar í liði Grindavík- ur. Hrund Skúladóttir og Bríet Sif Hinriksdóttir skoruðu báðar níu stig og tóku sex fráköst en aðrar höfðu minna. Eftir tvo sigurleiki í röð sitja Snæfellskonur í sjötta sæti deild- arinanr með tólf stig, átta stigum á eftir Skallagrími í sætinu fyrir ofan og með átta stiga forskot á Breiða- blik. Næst leika Snæfellskonur gegn Haukum í Stykkishólmi í kvöld, miðvikudaginn 5. febrúar. kgk Skagamenn sigruðu á Fótbolta.net mótinu Amarah Coleman var stigahæst Snæfellskvenna þegar þær stálu sigrinum í Grindavík. Ljósm. sá. Snæfellskonur stálu sigrinum Gonzalo Zamorano fagnar marki í leik með Víkingi Ó. sumarið 2018. Ljósm. úr safni/ af. Gonzi snýr aftur til Ólafsvíkur Ingvar í öðru sæti á Íslands- meistara- móti Borgnesingar á botninn Snæfellingar töpuðu eftir hörku- leik gegn sterku liði Vestra, 87-97 þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á mánudagskvöld. Leikið var í Stykkishólmi. Hólmarar voru sterkari framan af fyrri hálfleik og leiddu með átta stigum eftir fyrsta leikhluta, 23-15. Vestramenn sneru taflinu sér í vil í öðrum leikhluta og voru sjö stigum yfir í hálfleik, 36-43. Snæfellingar tóku forystuna að nýju eftir hléið og höfðu yfirhönd- ina stærstan hluta þriðja leikhlut- ans. En á lokamínútum hans kom- ust gestirnir yfir og létu forystuna aldrei af hendi. Snæfell fylgdi fast á hæla gestanna allt þar til á loka- mínútum leiksins, en að lokum fór svo að Vestri sigraði með tíu stig- um, 97-87. Anders Gabriel Andersteg var atkvæðamestur í liði Snæfells með 25 stig og fimm fráköst. Brandon Cataldo skoraði 20 stig og tók 13 fráköst, Benjamin Kil skoraði 14 stig, Guðni Sumarliðason var með tíu stig og fimm fráköst, Ísak Örn Baldursson skoraði sjö stig, Aron Ingi Hinriksson skoraði sex stig, Eiríkur Már Sævarsson þrjú og Benjamín Ómar Kristjánsson tvö. Toni Jelenkovic var atkvæðamest- ur gestanna með 24 stig. Marko Dmitrovic skoraði 17 stig og tók tíu fráköst, Nebosja Knazevic skor- aði 17 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst og Nemanja Knaze- vic skoraði 13 stig og tók átta frá- köst. Snæfell situr í áttunda sæti deild- arinnar með fjögur stig, jafn mörg og botnlið Skallagríms og Sindri í sætinu fyrir ofan. Næst leika Snæ- fellingar á föstudaginn, þegar þeir sækja Selfyssinga heim. kgk Töpuðu gegn Vestra

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.