Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRúAR 202024
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Eftirlitsmenn Matvælastofnunar
hafa víða orðið varir við óhreinindi
í fiskikörum. „Einnig berast stofn-
uninni reglulega kvartanir frá sjó-
mönnum og fiskkaupendum um
óhrein og skemmd löndunarkör.
Kör sem notuð eru fyrir matvæli
þurfa að vera hrein og er það ein-
göngu tryggt með hreinsun eftir
hverja notkun. Jafnframt er óæski-
legt að nota fiskikör fyrir annað en
matvæli. Kör til annarra nota skal
merkja sem slík og ekki nota aftur
fyrir matvæli,“ segir í tilkynningu
frá MAST.
Meðfylgjandi eru fjórar myndir
sem eftirlitsmenn MAST hafa tekið
af körum á höfnum landsins. Um er
að ræða kör sem eru í notkun sem
fiskikör, ekki afskrifuð kör sem tek-
in hafa verið afsíðis. „Matvælastofn-
un mun fylgjast áfram með ástandi
kara og hvetur þá sem leggja kör
fram til löndunar að minnast þess
að körin eru ílát undir matvæli.“
mm
Landspítalinn og Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin
(WHO) hafa sett fram leið-
beiningar fyrir almenning
til að forðast smit í þeim
tilgangi að draga úr líkum á
alvarlegum veikindum. Þar
segir að kórónaveiran hagi
sér svipað og inflúensa og
að einkennin séu svipuð og
smitleiðirnar sömuleiðis.
Því er fólk hvatt til að gæta
vel að handþvotti og hrein-
læti í kringum augu, nef og
munn auk þess að huga að
meðhöndlun matar. Í frétt
á vef Landpítalans eru eft-
irfarandi leiðbeiningar sem
unnar voru í samvinnu við
WHO:
Hreinsið hendur oft og
reglulega; notið heitt vatn
og sápu - einnig handspritt
ef kostur er.
Hóstið og hnerrið í
krepptan olnboga eða í
pappír (eldhúss- eða kló-
settpappír) og hendið
pappírnum strax að notkun
lokinni.
Gætið hreinlætis kringum augu
og öndunarveg; munn og nef.
Forðist náið samneyti við fólk
sem er með hita eða hósta eða aug-
ljós flensueinkenni.
Reynið sjálf að komast hjá ferða-
lögum ef veikindi af þessu tagi eru
til staðar.
Ef þið eruð með háan
hita eða þungan hósta eða
finnið fyrir öndunarerfið-
leikum leitið þá til læknis
þegar í stað og greinið frá
nýlegum ferðalögum, hafi
einhver verið.
Munið að hringja á við-
komandi heilbrigðisstofn-
un eða í símanúmerið 1700
(Ísland) áður en farið er
þangað svo hægt sé að gera
ráðstafanir þar til að forð-
ast smit.
Forðist alla óvarða snert-
ingu við villt dýr og hús-
dýr á landsvæðum þar sem
kórónaveiran Novel hefur
greinst.
Á ferðalögum um þekkt
smitsvæði kórónaveiru ætti
fólk að forðast hráar eða lít-
ið eldaðar dýraafurðir. Það
á einkum við um hrátt kjöt,
mjólk og innyfli dýra.
Mikilvægt er að gæta
ítrustu varúðar við elda-
mennsku á smitsvæðum
þar sem kórónaveira hefur
greinst.
Nánari upplýsingar er að finna á
vef Landspítalans.
arg
Nýverið var auglýst; „Tillaga að
breytingu fyrir Dílatanga og Borg-
arvog, Borgarnesi.“ Þegar þessi til-
laga er lesin yfir vekur fyrst athygli
að verið er að fara í aðalskipulags-
breytingar á takmörkuðum hlutum
bæjarins á skipulagi sem aðeins er
áætlað til 2022, þ.e. í tvö ár. Hitt
sem vekur athygli er að í skipulags-
lýsingunni er hrært saman upplýs-
ingum og tillögum fyrir tvö aðskild
svæði í stað þess að taka fyrir hvort
svæði fyrir sig, sem gerði það ein-
faldara fyrir lesendur að átta sig
á hvert er verið að fara, og hvaða
breytingar er raunverulega verið að
gera tillögur um.
Á blaðsíðu 2 í tillögunum þá seg-
ir að Íbúðasvæði, Kveldúlfsgata,
Kjartansgata, Þorsteinsgata sé 7,8
ha. sé fullbyggt og tilvitnaði í upp-
drátt Í4. Sama gildir um Íbúasvæði
Kveldúlfsgata 1,8 ha. sé fullbyggt
og tilvitnað í uppdrátt Í5.
Þegar kemur að blaðsíðu 4 þá er
fjallað um „Fyrirhugað deiliskipu-
lag fyrir Dílatanga.“ Þar segir með-
al annars: „Skoða á hvort mögulegt
er að bæta við byggingarlóðum og
jafnframt þarf að lagfæra lóðamörk
í kringum hjúkrunarheimili og
heilsugæslu.“ Þar er líklega kominn
hinn raunverulegi tilgangur með
skipulagsvinnunni, að bæta á við
nokkrum lóðum á svæðið.
Á blaðsíðu 5 kemur þetta: „Við
Kveldúlfsgötu er gert ráð fyrir
tveimur nýjum fjölbýlishúsum.“
Samkvæmt teikningum og texta á
að troða þeim niður á milli núver-
andi fjölbýlsihúsa (18-22 og 24-28)
og við endann á nr. 28. Til þess að
gera þetta mögulegt á að skerða
opin svæði og skerða lóðir þeirra
húsa sem þarna standa, skerða
þinglýst lóðaréttindi eigenda íbúða
í húsunum 18-28, án nokkurs sam-
ráðs við þá.
Þá á að sameina lóðirnar á Borg-
arbraut 61 og Kveldúlfsgötu 2B
þannig að þar verði hægt að byggja
stórhýsi í stíl við Hótel B59, sem
um leið gerir umferð af Kveldúlfs-
götu inná Borgarbraut enn hættu-
legri en nú er.
Þegar þetta er skoðað þá virðist
það alveg gleymt að sveitarstjórn
og skipulagsyfirvöld voru gerð aft-
urreka með skipulagsbreytingar
á árinu 2017 því íbúar við Kveld-
úlfsgötu vildu ekki fjölgun íbúða á
svæðið.
Á kynningarfundi í menntaskól-
anum 4. júní 2019 kom skýrt fram
að enginn áhugi er meðal íbúa
á þessari þéttingu byggðar. Eft-
ir spjall við nokkra nágranna mína
við Kveldúlfsgötu þá verður áhuga
á þéttingu byggðar á svæðinu ekki
vart nú frekar en áður.
Líklega má telja að þeir sem
kjósa að búa í Borgarnesi hafi frek-
ar áhuga á þorpsbrag, dreifðari og
rýmri byggð, frekar en þröngri há-
hýsabyggð þar sem útsýnið er inn-
um glugga hjá nágrönnunum.
Það má því segja, að fyrir utan að
ramma inn lóðir dvalarheimilsins,
þá sé þessi skipulagsvinna algjör-
lega óþörf, séð frá sjónarhóli íbúa
svæðisins.
En líklega er hún ekki hugsuð
með hagsmuni íbúa við Kveldúlfs-
götuna að leiðarljósi, heldur með
hagsmuni byggingaverktaka og
fasteignabraskara í huga.
Að auki mundi bygging þess-
ara fjölbýlishúsa fylgja mikil rask,
óþægindi og hætta vegna þungaum-
ferðar á byggingartímanum í og um
fullbyggt íbúðarsvæði.
Frestur til þess að skila inn at-
hugasemdum við þetta er til 14.
febrúar 2020.
Ég hvet íbúa sem eru þessum
áformum mótfallnir að skila inn at-
hugasemdum og mótmælum!
Borgarnesi, 2. febrúar 2020.
Guðsteinn Einarsson, Kveldúlfs-
götu, Borgarnesi.
Pennagrein
Dílatangi-
Kveldúlfsgata
Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022
Fiskikör skulu vera hrein og óskemmd
Leiðbeiningar um hvernig
megi forðast smit