Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRúAR 202018 Síðastliðinn laugardag hófst funda- ferð um landið á Akranesi með al- mennum fundi í Gamla kaupfélag- inu á Akranesi. Heiti fundanna er: „Gerum Ísland heilt á ný – kvót- ann heim.“ Á fundinum kom fram sterk undiralda fyrir breytingum á núverandi kvótakerfi í fiskveiðum. Fjölmenni mætti á fundinn. Ög- mundur Jónasson, fyrrum þing- maður og ráðherra hélt framsögu. Í máli hans kom fram að hugsun- in að baki þessum fundum væri að kvótakerfið í þeirri mynd sem við þekkjum það hefur brotið samfélög og sé verkefnið að gera þau heil á ný. „Kvótann heim þýðir síðan að tryggja þurfi að eignarhald á sjáv- arauðlindinni verði ekki bara orð- in tóm heldur raunveruleg á borði. Kvótann heim þýðir einnig að færa þarf ráðstöfunarrétt og nýtingu auðlindarinnar til sjávarbyggðanna víðs vegar um landið,“ sagði Ög- mundur. Auk Ögmundar hélt Gunn- ar Smári Egilsson fyrrverandi rit- stjóri ræðu. Hann sagði þetta fyrsta kvótafundinn sem boðað yrði til úti á landi, en þeir yrðu fleiri ef marka mætti góðan áhuga heimafólks á Akranesi fyrir málefninu. „Ég ræddi þarna um auðlindina, hver ætti hana, hver hefði nýtt hana og hverjir fengju arðinn af henni og lýsti því jafnframt hvernig kvóta- kerfið virkar; hvernig það flytur í raun allan kvóta til hinna allra stærstu og færir þeim ekki bara arð- inn af auðlindinni heldur hagnað- inn af samþjöppun, fækkun starfa og eyðingu byggða,“ sagði Gunnar Smári. Stór skellur fyrir samfélagið Næst flutti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akra- ness, ávarp heimamanns. „Eins og flestir vita þá hefur núverandi fyr- irkomulag við stjórn fiskveiða gert það að verkum að nánast allur sjáv- arútvegur í sjálfum bænum sem kallaður var Skipaskagi hefur lagst af,“ skrifaði Vilhjálmur eftir fund- inn. Hann rakti í máli sínu hvað gerst hefur í veiðum og vinnslu á Akranesi eftir að Haraldur Böðv- arsson & Co sameinaðist Granda árið 2004. „Ég byrjaði á því að nefna að það væri grátbroslegt og í raun nöturlegt að sjávarútvegsris- inn Haraldur Böðvarsson, sem var stofnaður árið 1904 og hafði því lifað af tvær heimsstyrjaldir, skyldi hafa þurft að lúta í lægra haldi fyr- ir græðgisvæddu fyrirkomulagi við stjórn fiskveiða. Ég fór einnig yfir að árið 2004 hafi um 350 manns starf- að við veiðar og vinnslu hjá HB & Co hér á Akranesi og greiddi fyrir- tækið um 2,2 milljarða króna í laun, en núvirt eru það um 4,7 milljarðar í launagreiðslur. Haraldur Böðvars- son var einn stærsti launagreiðandi á Vesturlandi fyrir sameiningu við Granda. Ég fór einnig yfir að um 170 þúsundum tonna var landað á Akranesi 2004 og var bæjarfélagið þriðja stærsta vertíðarstöð lands- ins. Í dag er allt farið og til að setja þetta í samhengi þá væri þetta svip- að og 6.000 þúsund störf yrðu flutt á einni nóttu í burtu frá Reykjavík. Þarna ræddi ég þá skoðun mína að við eigum ekki að láta átölulaust að hægt sé að svipta heilu byggðarlög- unum lífsviðurværi sínu og skilja fólkið eftir í átthagafjötrum,“ sagði Vilhjálmur. Þorskurinn étur sjálfan sig Fleiri kváðu sér hljóðs. Þeirra á meðal Jóhann Ársælsson, fyrrum alþingismaður Vesturlands, sem minnti á þau varnaðarorð er höfðu verið uppi um framsal aflaheimilda og að ekki væri hægt að losna úr viðjum kvótakerfisins fyrr en upp- gjör hefði farið fram um eignar- aðild samkvæmt 1. grein laga um stjórn fiskveiða. Stefán Skafti Steinólfsson benti á gallana í veiðiráðgjöf sem hefðu verið grunnurinn undir kvótakerf- ið. „Sú ráðgjöf mistókst hrapa- lega og hafa sterkir árgangar eftir þá skýrslu dæmt um það. Árangur kvótakerfisins er afleitur. Áætlað var að skila um 500 þúsund tonna afla, en veiðin hefði dottið niður í um 170 þúsund tonn og er nú rétt rúmlega 200 þúsund tonn eftir öll þessi ár í kvótakerfi. Kerfi þetta hefur auk þess lagt fjöldamörg sjáv- arpláss í rúst og hindrað nýliðun og atvinnufrelsi í greininni. Ástand fiskistofna er í raun mjög slæmt þar sem m.a. þorskurinn er farinn að éta sjálfan sig. Ekki er hægt að geyma fisk í sjó ef hann hefur ekki æti, heldur verður að grisja. Nauð- synlegt er að auka veiðar, ekki þarf að taka neinar heimildir af neinum, heldur veiða meira samfélaginu til heilla.“ Stefán Skafti benti auk þess á þá þöggun sem honum virtist í gangi gegn þeim sem hafa mót- mælt veiðiráðgjöfinni. „Til dæmis er Jón Kristjánsson fiskifræðingur nánast í fjölmiðlabanni þar sem hann er mótfallinn veiðiráðgjöfinni og kvótakerfinu. Þöggunin með kvótakerfinu er mikil og víðtæk. Því verður að breyta með rökum og mælingum á árangri sem er haf- ið yfir vafa,“ sagði Stefán Skafti. Fisk á markað Ólafur Jónsson skipstjóri tók til máls á fundinum og þakkaði fyrir að farið er af stað með þessa fundi. Sem leið út úr ógöngum kerfis- ins benti hann að að menn skyldu byrja á því að setja allan fisk á markað, síðan væri hægt að setja á sóknarmark í áföngum. Það myndi tryggja eðlilega verðmyndun á fiski og fjarlægja galla kvótakerfisins. „Það er skortveiðikerfi sem hvet- ur til brottkasts og slæmrar um- gengni um auðlindina. Auk þess að skilja eftir sviðna jörð um allt land. Kvótakerfið hefði algerlega brugðist sem veiðistjórnunartæki og svarta skýrsla Hafró var röng, það hefur aflinn árin á eftir sýnt. Á árum áður var gott samtal milli sjó- manna, Hafró og ráðherra. Það var hlustað á þá sem lifðu og hrærðust með auðlindinni og fiskveiðum.“ Ýmsir fleiri tóku til máls og ræddu stöðu Akraness og fisk- veiða almennt. Ögmundur þakk- aði að lokum fyrir góða mætingu og hreinskiftar umræður. Greindi hann frá kveikjunni að þessari fundaherferð, sem voru boðaðar skaðabótakröfur af hendi stórút- gerða vegna makrílúthlutunar til smærri báta og útgerða. Það væri kornið sem hefði fyllt mælinn. „Nú er mikilvægt að fá kvótann heim og gera Ísland heilt á ný,“ sagði Ög- mundur. mm/sss Lítið hefur verið um snjókomu undanfarin misseri og því lítið um snjó á skíðasvæðinu í Grundar- firði. Sá litli snjór sem hefur fallið á svæðinu hefur verið troðinn nið- ur með snjótroðara í von um að hann héldist lengur. Þeir Hjalti All- an Sverrisson hjá Rútuferðum ehf., sem á snjótroðarann og Sigurbjörn Hansson hafa borið hita og þunga af þeirri vinnu í vetur. Sunnudaginn 2. febrúar síðast- liðinn buðu þeir Hjalti og Sigur- björn upp á ferðir með snjótroðar- anum upp að Eldhömrum sem eru fyrir ofan skíðasvæðið í meiri hæð og þar af leiðandi með meiri snjó. Þónokkur fjöldi fólks nýtti sér þetta enda veður með eindæmum milt á sunnudaginn. Troðarinn fór nokkr- ar ferðir á heila tímanum en skíða- færi var ágætt og var þetta kærkom- ið framtak fyrir skíðaþyrsta heima- menn. „Á hluta þessa svæðis eru hugmyndir og draumar bæjarbúa um að byggja upp nýtt og fjölbreytt skíðasvæði á Snæfellsnesi,“ segir í færslu á Facebook síðu Grundar- fjarðarbæjar. mm/ Ljósm. tfk. Ekið var með fólk á troðaranum upp fyrir Eldhamra. Skíðað í Grundarfirði Sigurbjörn Hansson ökumaður troðarans kampakátur. Húsfyllir á fundi um kvótamál Vilhjálmur Birgisson ræddi á fundinum um áhrif kvótakerfisins á útgerð á Akranesi. Á Akranesi var 170 þúsundum tonna landað árið 2004 og var bæjarfélagið þriðja stærsta vertíðarstöð landsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.