Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRúAR 20206
Varð undir
snjóflóði
SV-LAND: Karlmaður lést í
snjóflóði sem féll við Mósk-
arðshnúka í Esju um hádeg-
isbil síðastliðinn miðviku-
dag. Tildrög slyssins voru þau
að þrír menn voru á göngu í
fjallinu þegar flóðið féll. Einn
þeirra slapp undan flóðinu
og gat gert viðvart, en tveir
lentu í því. Annar þeirra grófst
ekki undir snjó. Fjölmennt lið
björgunarsveitarfólks og við-
bragðsaðila fór á staðinn sem
og þyrla Landhelgisgæslunn-
ar. Maðurinn fannst um tveim-
ur tímum eftir að flóðið féll.
Hann var fluttur með þyrlu á
Landspítalann og úrskurðað-
ur látinn eftir að þangað var
komið. Hann hét Sigurður
Darri Björnsson, var 23 ára og
til heimilis í Hafnarfirði.
-mm
Upplýsingamiðl-
un vegna kórón-
aveirunnar
LANDIÐ: Athygli er vakin á
upplýsingamiðlun sóttvarna-
læknis vegna kórónaveirunn-
ar (2019-nCoV) á vef embætt-
is landlæknis. Þar eru upplýs-
ingar til heilbrigðisstarfsfólks,
leiðbeiningar og fræðsla fyr-
ir almenning, upplýsingar og
fræðsla tengd alþjóðaflugi og
fleira. Sóttvarnalæknir mun
birta nýjar og mikilvægar upp-
lýsingar á vef embættisins eft-
ir því sem efni standa til. Upp-
lýsingarnar eru settar fram á
bæði íslensku og ensku. Sjá
nánar á landlaeknir.is -mm
Klippt af bílum
VESTURLAND: Lögreglan
á Vesturlandi fjarlægði skrán-
ingarnúmer af tólf bifreiðum í
Borgarfirði og Akranesi í vik-
unni sem leið. Ástæðan var
ýmist vanræksla eigenda á að
færa bifreiðarnar til aðalskoð-
unar eða vegna þess að bílarn-
ir voru ekki tryggðir. -kgk
Borgarverk
bauð lægst í tvö
verk
BORGARNES: Hjá Vega-
gerðinni voru í síðustu
viku opnuð tilboð í klæðn-
ingu vega á Vestursvæði
2020-2021, en þeirri vinnu
skal lokið fyrir 1. september.
Í verkinu felst 330.000 fer-
metra yfirlögn með einföldu
lagi klæðningar, 66.000 ferm.
yfirlögn með kílingu ásamt
flutningi stein- og bindiefna.
Þrjú tilboð bárust í verkið og
átti Borgarverk ehf. lægsta
boð, 97,7 milljónir króna.
Það var um 4% yfir kostn-
aðaráætlun Vegagerðarinn-
ar. Sama dag voru opnuð til-
boð í gerð Þórsmerkurvegar
á Suðurlandi. Þar átti Borg-
arverk sömuleiðis lægsta boð
48,8 milljónir, en einungis
munaði 0,2% á tilboði fyrir-
tækisins og kosnaðarætlun í
verkið. -mm
Aðskotahlutur í
Ali bjúga
LANDIÐ: Matvælastofn-
un varar við neyslu á Ali
bjúgum frá Síld og fisk ehf.
með „best fyrir“ dagsetn-
ingum 04.02.20, 05.02.20
og 11.02.20 vegna gruns um
glerbrot í einu bjúga. Fyrir-
tækið hefur innkallað vör-
una. Innköllunin á eingöngu
við eftirfarandi framleiðslu-
lotu: Vöruheiti: Ali bjúgu,
Framleiðandi: Síld og fiskur,
Dalshrauni 9b, 220 Hafnar-
fjörður, Þyngd: 750 gr., Best
fyrir dagsetningar: 04.02.20,
05.02.20 og 11.02.20. Lotu-
númer: 14.01.20, 15.01.20
og 21.01.20. Dreifing:
Verslanir Bónus, Krónunn-
ar og Hagkaupa. Heimkaup,
Nóatún, Iceland Keflavík og
Super1. -mm
Ekið of greitt
VESTURLAND: Töluvert
margir ökumenn hafa ekið
of hratt í umdæmi Lögregl-
unnar á Vesturlandi undan-
farna viku, eins og reynd-
ar annars staðar á landinu.
Alls komu 220 hraðaksturs-
mál inn á borð Lögreglunn-
ar á Vesturlandi í vikunni
sem leið, en vel að merkja
eru þar einnig brot úr hraða-
myndavélum annars staðar
á landinu. Að sögn lögreglu
voru þó flest hraðakstursbrot
framin á Vesturlandsvegi, en
einnig voru allnokkrir gripn-
ir við of hraðan akstur á Inn-
nesvegi af myndavélabíl lög-
reglunnar. -kgk
„útvíkka ætti skattalega hvata og
lögfesta nýja þegar kemur að starf-
semi þriðja geirans.“ Þetta eru niður-
stöður starfshóps fjármála- og efna-
hagsráðherra um skattalegt umhverfi
þessarar starfsemi, sem m.a. snýr að
íþróttafélögum, björgunarsveitum,
góðgerðarfélögum og mannúðar-
samtökum. „Markmið vinnunnar var
að leggja fram tillögur til að styrkja
skattalegt umhverfi þriðja geirans og
hefur starfshópurinn skilað skýrslu
til ráðherra,“ segir í tilkynningu frá
ráðuneytinu.
Einkum var horft til þess í vinnu
hópsins að finna leiðir til þess að auka
skattalega hvata gefenda til lögaðila
sem starfa að almannaheillum, styrkja
starfsemi þeirra lögaðila sem starfa
að almannaheillum með skattalegum
ívilnunum og efla og styrkja skatta-
lega umgjörð og skráningu slíkra lög-
aðila hjá Skattinum, m.a. með skrán-
ingu í almannaheillafélagaskrá. Al-
þjóðlegur samanburður leiddi í ljós
að víðast hvar í nágrannaríkjum okk-
ar væru skattalegir hvatar víðtækari
fyrir gefendur vegna fjárframlaga eða
annarra framlaga til slíkrar starfsemi.
Auk þess væru slíkir hvatar víðtæk-
ari fyrir þiggjendur slíkra framlaga.
Var það mat starfshópsins að tækifæri
væru til þess að útvíkka skattalega
hvata, annars vegar fyrir gefendur og
hins vegar fyrir þau félög sem teljast
til almannaheilla.
Auk þess var það mat starfshópsins
að rétt væri að nýir skattalegir hvatar
yrðu lögfestir til að stuðla enn frek-
ar að eflingu þeirrar mikilvægu starf-
semi lögaðila sem starfa til almanna-
heilla og falla undir þriðja geirann.
Með auknum skattalegum hvötum
fyrir starfsemi til almannaheilla og
framlaga til slíkrar starfsemi munu
skattaleg og rekstrarleg skilyrði slíkr-
ar starfsemi verða efld og færast nær
skattalegum ívilnunum í nágranna-
ríkjum okkar.
Helstu tillögur
starfshópsins:
Erfðafjárskattur. Að kannað verði
hvort undanþága félagasamtaka og
sjálfseignarstofnana sem starfa að
almannaheillum frá greiðslu erfða-
fjárskatts af dánargjöfum geti tekið
til lögaðila í öðrum félagaformum.
Fasteignaskattur. Að kannað
verði að veita undanþágu, lækka
eða fella niður fasteignaskatt hjá
lögaðilum sem verja hagnaði sínum
einungis til almannaheilla og hafa
það að einasta markmiði sínu sam-
kvæmt samþykktum sínum.
Fjármagnstekjuskattur. Að lög-
aðilar sem verja hagnaði sínum ein-
ungis til almannaheilla og hafa það
að einasta markmiði sínum sam-
kvæmt samþykktum sínum verði
undanþegnir greiðslu tekjuskatts af
fjármagnstekjum.
Stimpilgjald. Að lögaðilar sem
verja hagnaði sínum einungis til al-
mannaheilla verði undanþegnir, að
öllu leyti eða að hluta, frá greiðslu
stimpilgjalds af kaupsamningum
sem þeir eru aðilar að.
Stuðningur vegna útlagðs bygg-
ingarkostnaðar. Að þeim lögaðil-
um sem starfa til almannaheilla og
hlotið hafa staðfestingu frá Skattin-
um í kjölfar skráningar á almanna-
heillafélagaskrá verði veitt heimild
til að óska eftir fjárstuðningi af út-
lögðum kostnaði upp að ákveðnu
hámarki vegna byggingar, viðhalds
eða endurbóta á mannvirki undir
starfsemi til almannaheilla, að upp-
fylltum ítarlegum skilyrðum.
Tekjuskattur. Að ákvæði 2. tölul.
31. gr. tekjuskattslaga verði endur-
skoðað með tilliti til hlutfalls og
gildissviðs heimils frádráttar frá
tekjum af atvinnurekstri. Jafnframt
verði einstaklingum gert heimilt
að draga frá tekjum sínum sam-
bærilegar gjafir og framlög upp að
ákveðnu hámarki. Samhliða verði
skoðað hvort ákjósanlegt sé að
miða frádráttarheimild ákvæðisins
við tiltekna fjárhæð og/eða ákveðið
hlutfall af tekjum.
Virðisaukaskattur. Að undan-
þáguákvæði 5. mgr. 2. gr. virðis-
aukaskattslaga er varðar góðgerð-
arstarfsemi verði endurskoðað auk
þess sem það verði útvíkkað þann-
ig að undanþágan nái jafnframt til
ráðstöfunar hagnaðar til almanna-
heilla en ekki aðeins til líknarmála.
Þá er lagt til að þau tímamörk sem
sett eru fyrir undanþágu góðgerð-
arstarfsemi samkvæmt ákvæðinu
verði endurskoðuð.
mm
Björgunarsveitir á landinu eru í hópi þeirra félaga sem starfshópurinn telur
eðlilegt að njóti skattalegra hvata til styrkja. Sömuleiðis skattalegar ívilnanir
slíkrar starfsemi til almannaheilla. Ljósm. úr safni: SÁ.
Nýir hvatar til að styrkja skatta-
legt umhverfi almannaheillafélaga