Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRúAR 202012
Framleiðslumet var sett hér á landi
í fiskeldi á nýliðnu ári. Var slátr-
að um 34 þúsund tonnum á árinu
samanborið við 19 þúsund tonn
árið á undan. Jafngildir það hátt í
80% aukningu á landsvísu. Aukn-
ingin á sunnanverðum Vestfjörð-
um var um 90% milli ára en á
Austfjörðum var aukningin 160%.
Aukninguna má að langmestu leyti
rekja til slátrunar á laxi, sem tvö-
faldaðist milli ára. Fór framleiðsl-
an úr 13,4 þúsund tonnum í tæp 27
þúsund tonn. Framleiðsla á bleikju
jókst einnig töluvert, en hún fór úr
4,9 þúsund tonnum í 6,3 þúsund
tonn. Jafngildir það aukningu upp
á rúm 29%. Þessi þróun rímar vel
við tölur Hagstofunnar um stór-
aukinn útflutning á eldisafurðum á
nýliðnu ári, en reiknað er með að
útflutningsverðmæti eldisafurða
hafi verið í kringum 25 milljarðar
króna á liðnu ári.
Umfang fiskeldis er mjög mis-
munandi eftir landshlutum. Mest
er framleiðslan á sunnanverðum
Vestfjörðum og hefur framleiðs-
lan á því svæði margfaldast á un-
danförnum árum. Alls var slátrað
rúmlega 16.100 tonnum á Vest-
fjörðum á árinu 2019 samanborið
við um 8.500 tonnum árið 2018.
Næstmest var framleiðslan á Aust-
fjörðum, um 9.700 tonn á árinu
2019 samanborið við rúm 3.700
tonn árið 2018.
mm
Í skýrslunni „Atvinnulíf á Vestur-
landi árið 2040 - Sviðsmyndir um
framtíð atvinnulífs á Vesturlandi
til ársins 2040,“ sem KPMG vann
fyrir Samtök sveitarfélaga á Vest-
urlandi, eru meðal annars birt-
ar niðurstöður netkönnunar með-
al íbúa í landshlutanum. Svarendur
voru beðnir um að leggja mat á það
hversu mörg sveitarfélög þeir telja
að verði á Vesturlandi árið 2040. Í
dag eru tíu sveitarfélög í landshlut-
anum og íbúafjöldi samtals 16.507
íbúar. Meðalsvar þátttakenda var
að fimm sveitarfélög verði á Vest-
urlandi árið 2040. 68% telja að þau
verði sex eða færri.
Þegar könnunin var gerð hafði
hvorki landsþing Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga né Alþingi
samþykkt ályktun um að mæla með
að samþykkja þingsályktunartillögu
um stefnumótandi áætlun í málefn-
um sveitarfélaga. Þar er m.a. miðað
við að lágmarks íbúafjöldi sveitar-
félaga verði 250 fyrir næstu kosn-
ingar til sveitarstjórna og að þeir
verði eitt þúsund árið 2026. Nú
þegar tillagan hefur verið samþykkt
munu að öllum líkindum a.m.k. sex
af núverandi sveitarfélögum á Vest-
urlandi þurfa að sameinast öðrum,
komi ekki til nægilegrar íbúafjölg-
unar fyrir árið 2026. mm
Opinn íbúafundur var haldinn í
húsnæði Grunnskóla Snæfellsbæjar
á Hellissandi í síðustu viku. Kynnt-
ar voru tillögur að hönnun útivist-
ar- og göngusvæða á Hellissandi
og áhrif þess á nánasta umhverfi. Á
fundinum kynnti Elizabet Guðný
landslagsarkitekt hjá Landslagi til-
lögur að heildarskipulagi svæðis-
ins. Felur það meðal annar í sér að
útivistarstígur sem fyrir er á milli
Ólafsvíkur, Rifs og Hellissands
verði framlengdur. Kynntar voru
tvær hugmyndir að hringleið sem
tengir útivistarstíg frá strandlínu
inn í Hraunskarð og grænum teng-
ingum frá Viðvík í vestri að Tröð í
austri og norður með Höskuldsá í
gegnum miðju Hellissands til sjáv-
ar. Þannig á að á að skipuleggja
vegi, stíga og trjágróður sem eitt
svæði með skjólmyndun í huga og
fjölgun á áningarstöðum fyrir íbúa
og aðra. Var fundurinn fjölmenn-
ur og á honum urður góðar um-
ræður. Margar góðar hugmynd-
ir og tillögur bárust frá íbúum sem
nýtast Landslagi við áframhaldandi
vinnu.
þa
Sveitarstjórn og starfsmenn Borg-
arbyggðar hafa undanfarið staðið
fyrir fundaröð í sveitarfélaginu. Þar
hafa fyrirhugaðar breytingar á úr-
gangsþjónustu í sveitarfélaginu ver-
ið kynntar íbúum. Þær felast í söfn-
un og eyðingu dýraleifa af lögbýl-
um, sem hófst 1. febrúar og söfnun
lífræns úrgangs frá öllum heimilum
í Borgarbyggð, sem fyrirhuguð er
frá 1. apríl. „Brúna tunnan kemur
á öll heimili í þéttbýli og dreifbýli
sveitarfélagsins. Hún er ætluð líf-
rænum úrgangi, en samkvæmt lög-
um verður óheimilt að urða lífræn-
an úrgang árið 2021. Við erum að
bregðast við því með því að bæta
og efla þjónustu við íbúa,“ segir
Lilja Björg Ágústsdóttir, sveitar-
stjóri Borgarbyggðar, í samtali við
Skessuhorn. Fundaröðin hófst með
fundi í Lyngbrekku á mánudaginn
í síðustu viku. Næsti fundur var í
Þinghamri á þriðjudaginn og seinna
sama kvöld var íbúafundur í Hjálm-
akletti í Borgarnesi. Fundaröðinni
lauk síðan með tveimur fundum sl.
miðvikudagskvöld, á Hvanneyri og
í Logalandi.
Á fundinum í Hjálmakletti var
einnig kynningarfundur um helstu
atriði fjárhagsáætlunar Borgar-
byggðar fyrir árið 2020. Fjölmenni
var á fundinum í Hjálmakletti en
einnig var hægt að hægt var að fylgj-
ast með honum í beinni útsendingu
á Facebook-síðu sveitarfélagsins
og senda inn spurningar á sveitar-
stjórnarfulltrúa, sem sátu fyrir svör-
um. Fyrirkomulagið var með þeim
hætti að fundagestir, í Hjálma kletti
og heima, gátu tengst fundinum í
gegnum vefsíðuna Slido. Þar var
hægt að senda inn fyrirspurn sem
birtist á skjá fyrir aftan sveitar-
stjórnafulltrúa. Þeim fyrirspurnum
var svaraði ásamt spurningum úr
sal. Íbúar gátu þannig tekið virkan
þátt í umræðum heiman að frá. „Það
voru milli 60 og 70 í salnum og um
það bil 120 virkir áhorfendur þegar
mest var, að horfa á fundinn heima
hjá sér. Þannig að þetta fyrirkomu-
lag heppnaðist afar vel og þrátt fyrir
örlitla byrjunarörðugleika gekk allt
smurt þegar útsendingin var komin
í loftið,“ segir Lilja og bætir því við
að meira en 900 manns hafi horft á
streymi frá fundinum nú þegar, til
lengri eða skemmri tíma. „Þannig
að við erum að ná til ágætis fjölda
fólks, sem er mjög jákvætt og seg-
ir okkur meðal annars að íbúar eru
að velta fyrir sér umhverfismálum,“
segir sveitarstjórinn.
kgk
Íbúar reikna með fækkun
sveitarfélaga á Vesturlandi
Frá vel sóttum íbúafundi í Hjálmakletti síðastliðinn miðvikudag. Ljósm. Sigurður Guðmundsson.
Snjallfundur í Borgarbyggð
Kynntu á fundum breytingar á úrgangsþjónustu
Fiskeldi nær
tvöfaldaðist að umfangi
Kynntu hugmyndir
að útivistarsvæðum
á Hellissandi