Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRúAR 2020 11 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Aðalfundur KFÍA 2020 Aðalfundur KFÍA verður haldinn þrðjudaginn 18. febrúar, næstkomandi, kl. 20:00 í hátíðarsalnum að Jaðarsbökkum. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf Áhugasamir aðilar sem hafa hug á að starfa í stjórnum félagsins eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til kjör- nefndar sem í sitja Magnús Brandsson (magnus.brandsson@islandsbanki.is), Margrét Ákadóttir (margret.akadottir@grundaskoli.is) og Þórður Guðjónsson (thordur@skeljungur.is). Stjórn Knattspyrnufélags ÍA SK ES SU H O R N 2 02 0 Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum er halli á rekstri vetrar- þjónustu Vegagerðarinnar. Sá kvitt- ur hefur komist á kreik að uppsafn- að tap á vetrarþjónustu muni leiða til þess að dregið verði úr þjón- ustunni. Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns hefur verið fundað um sparnaðartillögur hjá Vegagerðinni að undanförnu. Meðal annars hef- ur verið rætt um allt að tíu prósenta niðurskurð til að mæta uppsöfnuð- um rekstrarhalla. Endanleg ákvörð- un um það hvernig niðurskurður- inn verður framkvæmdur hefur þó ekki verið tekin. Dalamönnum stendur ekki á sama um hugsanlegan niðurskurð í vetrarþjónustunni enda eru þeir landfræðilega háðir þjónustunni. Skessuhorn hefur upplýsingar um að meðal hugmynda sem hafi verið ræddar sé að leiðin frá Dalsmynni um Bröttubrekku yfir í Dali og Reykhólasveit yrði aðeins mokuð einu sinni á dag. Hún fellur und- ir svokallaðan þjónustuflokk þrjú og samkvæmt þeim hugmyndum sem ræddar hafa verið fengju vegir í þeim flokki aðeins vetrarþjónustu einu sinni á dag. Ef þyrfti að moka aftur yfir daginn þyrfti að kalla sér- staklega eftir aðstoð Vegagerðar- innar. Aðilar í neyðarþjónustu áhyggjufullir Þessu hafa aðilar í neyðarþjón- ustu á svæðinu verulegar áhyggj- ur af. Nýverið funduðu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Búðardal um málið. Þórður Ing- ólfsson, yfirlæknir í Búðardal, seg- ir starfshópinn samhljóma þeg- ar lýst er yfir miklum áhyggjum af þeim hugmyndum sem virðast vera uppi varðandi snjómokstur og aðra vetrarþjónustu. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni. Ekki síst þeg- ar kemur að forgangsakstri í sjúkra- flutningum þegar byrja þarf á því að kalla út neyðarþjónustu Vega- gerðarinnar í mokstur. Þá verður erfitt að dóla á eftir mokstursbíln- um, tíminn er dýrmætur þegar um slík tilvik er að ræða,“ segir Þórð- ur en jafnframt tekur hann fram að hann hafi engar áhyggjur af því að fá ekki neyðarþjónustuna ef svo ber undir. „Í gegnum árin höfum við þurft að kalla eftir aðstoð Vega- gerðarinnar þegar vegir eru ófærir að næturlagi og koma þarf sjúkling- um á milli staða, alltaf er brugðist vel við með góðri þjónustu. Ég hef því ekki miklar áhyggjur af því að fá ekki mokstur þegar á þarf að halda. En ég hef miklar áhyggur af þeim tíma sem fer í hverja opnun þeg- ar um forgangsakstur er að ræða og hætt við að snjór hafi fengið að safnast á vegi í lengri tíma,“ segir Þórður læknir. Segja að ekki verði dregið úr þjónustu Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vestursvæðis hjá Vegagerðinni, segir í samtali við Skessuhorn að Vegagerðin sé með aðhald í vetrar- þjónustu en að engin ákvörðun hafi verið tekin um breytingar á vinnu- reglum. Breyting í þá veru að að- eins ein mokstursferð verði farin yfir daginn er ekki í farvatninu, að sögn Pálma. Þjónustað verði sam- kvæmt þeim vinnureglum sem til- greindar eru á heimasíðu Vega- gerðarinnar. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, er samhljóma Pálma. Hann sagði í samtali við Skessuhorn í síðustu viku að ekki verði dregið úr vetr- arþjónustu Vegagerðarinnar. Snjó- mokstursreglum verði fylgt stíft og aðhaldi beitt í rekstri vetrarþjónust- unnar. „En staðan er sú að undan- farin þrjú ár hefur safnast upp ríf- lega milljarðs króna halli á vetrar- þjónustunni sem þarf að ná niður á einhverjum tíma,“ segir Pétur. „Það verður ekki gert, a.m.k. ekki núna, með því að minnka þjónustu,“ segir hann en bætir því við að það verði gert með aðhaldi og hagræðingu. En hvað felst í þeim orðum? „Það hefur verið einhver tilhneiging til að gera meira en reglurnar heimila og aðhaldið felst í því að það verði ekki gert,“ segir Pétur. sm/kgk Þorrablótið í Stykkishólmi fór fram um helgina. Það var nú í fyrsta skipti haldið í íþróttahúsi bæjarins. Brugðið var á það ráð vegna fram- kvæmda sem standa yfir við stækk- un og endurbætur á hótelinu. Foss- hótel sá um veitingar og var gerður góður rómur að. Eftir skemmtiat- riði spiluðu svo Matti og Draugab- anarnir fyrir dansi. sá Reykholtskirkja Verið velkomin í Reykholtskirkju 2. sd. í níuviknaföstu, 9. febrúar kl. 14 verður messa í Reykholtskirkju Biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir visiterar prestakallið. Eftir messu gefst fólki tóm til að hitta biskup í kirkjukaffi í safnaðarsal kirkjunnar. Sóknarprestur S K E S S U H O R N 2 02 0 / L jó sm . G uð la ug ur Ó sk ar ss on Dalamenn óttast niðurskurð í vetrarþjónustu Snjómokstur á vestlenskum vegi. Ljósm. úr safni. Þorrablótið haldið í íþrótta- húsinu að þessu sinni HETTUPEYSUR .smaprent rent@smaprent

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.