Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRúAR 202014
Kristín Þórhallsdóttir, dýralækn-
ir og kraftlyftingakona frá Lauga-
landi í Stafholtstungum, hafn-
aði í þriðja sæti í opnum kvenna-
flokki í klassískum kraftlyfting-
um á Reykjavíkurleikunum um
mánaðamótin. Hún lyfti þá 170
kg í hnébeygju, 87,5 kg í bekk-
pressu og 180 kg í réttstöðulyftu
og var hlutskörpust í flokki undir
84 kg en hlaut bronsið í heildar-
stigakeppni. Samanlagði árang-
urinn á mótinu var 437,5 kg sem
er nýtt Íslandsmet og dugði þessi
frábæri árangur einnig til að ná
lágmarki fyrir heimsmeistaramót
sem haldið verður í júní í Hvíta-
Rússlandi. Þá er rétt að nefna að
aðeins tíu mánuðir voru frá því
Kristín fór á fyrstu æfinguna sína
í kraftlyftingum og þar til hún
náði þessum árangri. Blaðamað-
ur Skessuhorns heimsótti Krist-
ínu fyrir helgi og reyndi að kom-
ast að leyndarmálinu bakvið ár-
angurinn.
Eignuðust
langveikt barn
Í júní 2018 eingnaðist Kristín son
eftir mjög erfiða meðgöngu. Það
hafði mikið gengið á og var Kristín
í áhættumeðgöngu. Hún varð mikið
veik og var því sett af stað fyrir tím-
ann og fæddist Hinrik veikburða og
varð að vera fyrstu dagana á vöku-
deild. „Við vorum svo útskrifuð og
fórum heim, að við héldum með
heilbrigt barn,“ segir Kristín. Annað
kom á daginn og tóku þau fljótlega
eftir því að ekki var allt eins og það
átti að vera. „Hann þroskaðist lítið
sem ekkert og eitt af því sem við tók-
um eftir var að hann fór ekki að halda
haus. Við fórum með hann til lækn-
is og frá nóvember 2018 fram í janú-
ar fór hann í gegnum miklar rann-
sóknir. Það komu ýmis einkenni í
ljós og það komu bara slæmar fréttir
hver á eftir annarri. Þegar við feng-
um svo loks úr DNA rannsókn kom
í ljós að hann er með mjög sjaldgæft
heilkenni (BFLS syndrome), þar
sem genastökkbreyting er orsökin.
Þetta þýðir að hann er skilgreindur
sem langveikt barn og er fatlaður,“
útskýrir Kristín og bætir því við að
aðeins sé vitað um 50 einstaklinga
í heiminum með þessa genastökk-
breytingu.
Mikil óvissa
Vitanlega var það mikið áfall fyrir
foreldrana að fá að heyra að barn-
ið þeirra væri með heilkennið og
myndi því aldrei eiga venjulegt líf.
„Ég fékk í raun bara taugaáfall og
sökk í mikið þunglyndi og átti bara
mjög erfitt með að taka þessu. Ég er
sem betur fer á betri stað í dag,“ seg-
ir Kristín en rétt rúmlega ár er síð-
an Hinrik fékk greininguna. Krist-
ín hafði aldrei glímt við andleg veik-
indi áður og vissi ekki alveg hvernig
hún ætti að takast á við aðstæðurnar.
Hún varð þunglynd, fékk kvíða og
ofsahræðslu. „Ég óttaðist það bara
stöðugt að vakna á morgnana og að
barnið mitt væri bara ekki lifandi.
Þetta var svo mikil óvissa fyrir okkur
því við þekktum ekki til langveikra
barna og vissum í raun ekki hvern-
ig líf væri með langveiku barni. Ég
trúði því bara að ég hefði fætt heil-
brigt barn en fæ svo þennan skell
og því fylgir í raun ákveðið sorgar-
ferli, maður syrgir heilbrigða barn-
ið sem maður taldi sig eiga. Þetta er
bara ákveðið ferli sem maður þarf að
fara í gegnum. Á þessum tíma var ég
til dæmis viss um að starfsferillinn
minn væri bara búinn og að ég yrði
heimavinnandi með langveikt barn
og að lífið mitt myndi bara snúast
um það,“ segir Kristín. „Ég var viss
um að það væri enginn leikskóli sem
gæti tekið við barni með svona mikla
fötlun.“
Þurfti að huga
að sjálfri sér
Kristín ákvað að leita aðstoðar hjá
sálfræðingi og í einum tímanum hjá
honum, þegar hún var búin að klára
heilan tissjúpakka og komin með
grátbólgin augu, sagði sálfræðingur-
inn við hana að hún þyrfti að hlúa að
sjálfri sér. „Hann vildi hjálpa mér að
ná mér upp og tók dæmið um þeg-
ar maður er í flugvél og loftþrýst-
ingurinn fellur að þá þurfi maður
að setja súrefnisgrímuna fyrst á sjálf-
an sig áður en maður hjálpar öðr-
um. Hann benti mér á að þannig
væri staðan nákvæmlega hjá mér. Ég
þyrfti að hugsa um mig svo ég gæti
hugsað um börnin mín. Hann vildi
að ég myndi rækta mína styrkleika
og taka tíma til að gera eitthvað fyrir
mig,“ segir Kristín um það hvernig
það kom til að hún fór að lyfta lóð-
um. Kristín stundaði frjálsar íþrótt-
ir í 15 ár sem barn og unglingur og
keppti á mótum, meðal annars fyr-
ir Íslands hönd með bæði unglinga-
landsliðinu en einnig fyrir A lands-
liðið. Hún var auk þess að æfa cross-
fit um tíma áður en hún eignaðist
eldri drenginn sinn í janúar 2016.
„Líkamlegur styrkur hefur alltaf ver-
ið minn styrkleiki. Ég hef alltaf verið
sterk, alveg síðan ég man eftir mér,
og gengið vel í íþróttum. Ég hafði
aðeins fengið nasaþefinn af kraft-
lyftingum í gegnum crossfit og mér
hafði alltaf gengið vel á öllum cross-
fit æfingum þegar það var verið að
lyfta þungu. Þyngdir tóku ekki eins
á mig og margar aðrar konur. Ég
hugsaði því að það gæti verið snið-
ugt hjá mér að rækta þennan styrk-
leika,“ segir Kristín sem byrjaði á að
kíkja í litlu líkamsræktina á Varma-
landi í byrjun síðasta árs og prófa að-
eins að taka í lóðin.
Stefnir á HM
Þegar Kristín var aðeins búin að
máta sig við lyftingarnar hafði hún
samband við Kraftlyftingafélag
Akraness og mætti svo á sína fyrstu
æfingu þar í mars á síðasta ári. „Ég
hafði séð mótaskránna og sá að það
var byrjendamót í apríl sem ég ákvað
að skrá mig á. Mér gekk bara vel þar
og svo fór boltinn að rúlla,“ segir
Kristín. „Þegar ég kom á fyrstu æf-
inguna mína á Akranesi komst ég að
því að ég vissi í rauninni ekki mik-
ið um kraftlyftingar. Ég vissi að þetta
væri hnébeygja, bekkpressa og rétt-
stöðulyfta en meira vissi ég eiginlega
ekki. Þar lærði ég svo dómarabend-
ingar sem þarf að fara eftir á mót-
um, hvernig lyftan þarf að vera svo
hún teljist gild og ýmis tækniatriði
sem hjálpa manni að lyfta þyngra.“
Kristín keppti næst á Íslandsmóti
í réttstöðulyftu þar sem hún varð í
öðru sæti og í september á síðasta ári
keppti hún á Íslandsmeistaramóti og
vann þyngdarflokkinn sinn og náði
Fann sig í kraftlyftingum eftir að
hafa eignast langveikt barn
Rætt við Kristínu Þórhallsdóttur dýralækni á Laugalandi
Kristín Þórhallsdóttir á tvo drengi og sá yngri er með sjaldgæft heilkenni.
Kristín byrjaði að æfa kraftlyftingar í mars á síðasta ári og hefur nú náð lágmarki
til að komast á HM. Kristín rekur dýralæknastofu sína á Laugalandi.