Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 05.02.2020, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRúAR 202026 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Eru feitir karlar heimskari en grannir? Spurni g vikunnar (Spurt í ljósi ummæla Kára Stefáns- sonar vísindamanns um að tengsl séu á milli offitu og greindar) Ómar Örn Sigurðsson „Skil ekki spurninguna.“ Magnús Magnússon „Ha! Hvernig á ég að vita það?“ Elmar Snorrason „Ertu að gefa í skin að ég sé feit- ur?“ Gísli Jónsson „Það getur vel passað hjá Kára. Mér finnst ég alltaf verða gáf- aðri með hverju kílóinu sem hverfur.“ Borgarbyggð hefur hækkað starfs- styrki til íþróttafélaga innan vé- banda Ungmennasambands Borg- arfjarðar um 25%, samkvæmt fjár- hagsáætlun ársins 2020. Fram til þessa hefur styrkurinn tekið mið af neysluvísitölu hvers árs, að því er fram kemur í frétt á vef Borg- arbyggðar. Þar segir að hækkun- in komi til með að nýtast félögun- um vel þar sem kostnaður félaga hafi hækkað undanfarin ár, meðal annars vegna ferðalaga og launa- greiðslna þjálfara og leiðbeinenda. „Með þessari hækkun er verið að undirstrika það mikilvæga starf sem unnið er innan félaga UMSB,“ seg- ir á veg Borgarbyggðar. kgk Fyrsta mót Íslandsmeistaramótar- aðarinnar í grjótglímu fór fram í Klifurhúsinu í Reykjavík á laugar- daginn. Klifurfélag ÍA sendi stóran hóp til keppni í C og B flokki auk þriggja klifrara í fullorðinsflokki. Sverrir Elí Guðnason landaði bronsverðlaunum í C flokki og í B flokki vann Sylvía Þórðardóttir til silfurverðlauna. Brimrún Eir Óð- insdóttir hreppti silfrið í Junior- flokki og fylgdi þannig eftir góðri frammistöðu á Reykjavíkurleikun- um. „Hópurinn stóð sig allur með prýði og sýndu þau flotta takta á klifurveggnum. Stuðningsmanna- hópurinn var heldur ekki af verri endanum,“ segir í tilkynningu á Fa- cebook-síðu Klifurfélags ÍA. kgk ÍA vann mikilvægan sigur á Ár- manni í botnbaráttu 2. deildar karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Akranesi á laugardag. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Skagamenn sterkari í þeim síðari og sigruðu að lokum með 14 stig- um, 102-88. Chaz Franklin var mættur aftur til leiks með ÍA eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Auk þess spiluðu nýir leikmenn, þeir Willi- amThompson og Guðjón Hlynur Sigurðarson, sinn fyrsta leik fyrir lið Skagamanna. Ármenningar byrjuðu betur og voru komnir tíu stigum yfir um miðjan upphafsfjórðunginn. Því forskoti héldu þeir meira og minna allt þar til undir lok fyrri hálfleiks. Þá náðu Skagamenn góðum spretti og tókst að jafna metin. Gestirnir skoruðu hins vegar síðustu körfu fyrri hálfleiks- ins og leiddu með þremur stigum í hléinu, 48-51. Skagamenn voru sterkari eftir hléið og leiddu með ellefu stigum fyrir lokafjórðunginn, 75-66. Þeir héldu uppteknum hætti í fjórða leikhluta og sigruðu að lokum með 14 stiga mun, 102-88. ÍA hefur átta stig í tíunda sæti deildarinnar, tveimur stigum meira en Leiknir R. en fjórum stigum á eftir Njarðvík B og Stál- úlfi í sætunum fyrir ofan. Næst leikur ÍA á laugardag- inn, 8. febrúar, þegar liðið mætir Fjölni B á útivelli. kgk Skallagrímskonur töpuðu naum- lega gegn KR á heimavelli, 72-77, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á miðvikudagskvöld. Borgnesingar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik, en gestirnir úr Vesturbæ Reykjavík- ur voru heldur sterkari í þeim síð- ari og höfðu sigur eftir æsispenn- andi lokafjórðung. Skallagrímskonur byrjuðu leik- inn betur. Þær höfðu örfárra stiga forskot lengi framan af fyrsta leik- hluta, en luku honum með góðum kafla og leiddu 20-14 eftir upp- hafsfjórðunginn. Þær juku forskot sitt í níu stig snemma í öðrum leik- hluta áður en KR-ingar tóku góðan sprett og komust yfir, 27-28. Jafn- ræði var með liðunum eftir það og staðan jöfn í hálfleik, 38-38. Skallagrímskonur byrjuðu síðari hálfleikinn illa og skoruðu ekki stig fyrstu fjórar mínúturnar. Á með- an komst KR sex stigum yfir, en Borgnesingar minnkuðu muninn í tvö stig áður en þriðji leikhluti var úti. Staðan var 53-55 fyrir loka- fjórðunginn og leikurinn galop- inn. Fjórði leikhluti var æsispenn- andi. KR byrjaði á að auka forskot- ið í fimm stig en Skallagrímskonur minnkuðu það í eitt stig og kom- ust síðan yfir þegar fjórar mínútur lifðu leiks, 66-65. Gestirnir svör- uðu með þremur körfum í röð og leiddu með sex stigum með innan við tvær mínútur á klukkunni. Þeg- ar þarna var komið við sögu hefðu Skallagrímskonur getað farið með sigur af hólmi, en þeim brást boga- listin á lokamínútunum og KR- ingar kláruðu leikinn af vítalín- unni, 72-77. Emilie Hesseldal var atkvæða- mest Skallagrímskvenna með 25 stig og 14 fráköst. Keira Robinson skoraði 21 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar, Maja Mic- halska skoraði tólf stig og tók sjö fráköst, Sigrún Sjöfn Ámunda- dóttir skoraði fimm stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar, Mathilde Colding-Poulsen skoraði fimm stig og þær Gunnhildur Lind Hansdóttir og Árnína Lena Rún- arsdóttir skoruðu tvö stig hvor. Danielle Rodriguez skoraði 30 stig í liði KR, gaf átta stoðsending- ar, tók fimm fráköst og stal fimm boltum. Sanja Orazovic skoraði 15 stig og tók ellefu fráköst, Hild- ur Björg Kjartansdóttir skoraði 14 stig, Unnur Tara Jónsdóttir skor- aði tíu stig og tók fimm fráköst og Margrét Kara Sturludóttir var með sjö stig og sjö fráköst. Skallagrímskonur eru sem fyrr í mikilli baráttu um sæti í úrslita- keppninni. Þær sitja í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum á eftir Keflavík og Haukum í sætunum fyrir ofan en með átta stiga forskot á Snæfell. Næsti leika Skallagrímskonur í kvöld, mið- vikudaginn 5. febrúar, þegar þær mæta Keflavík í mikilvægum leik í Borgarnesi. kgk/ Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Naumt tap í spennandi leik Keppt í spretthlaupi á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Ljósm. úr safni. Hækka styrki til íþróttafélaga Keppnishópur ÍA sem tók þátt í fyrsta móti Íslandsmeistaramótaraðarinnar í grjótglímu. Ljósm. Klifurfélag ÍA. Klifruðu á verðlaunapall William Thompson, nýr leikmaður ÍA, gerist aðgangsharður við körfu Ármenn- inga. Ljósm. jho. Mikilvægur sigur ÍA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.