Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2020, Qupperneq 13

Skessuhorn - 18.03.2020, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020 13 Covid 19 SK ES SU H O R N 2 02 0 Óskað eftir tilboðum í verkið „Límtrésburðarvirki, klæðningareiningar og ytri frágangur“ Fasteignafélag Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í Reiðhöll hestamannafélagsins Dreyra á Akranesi. „Límtrés- burðarvirki, klæðningareiningar og ytri frágangur“. Verkið felst í hönnun og afhendingu á límtrésburðarvirki, festingum og tilheyrandi aukabúnaði til samsetningar og frágangi á burðarvirki og ytra byrði byggingarinnar. Verklok 1. október 2020. Útboðsgögn eru afhent á stafrænu formi með því að senda tölvupóst á netfangið akranes.utbod@mannvit.is, þar sem fram kemur heiti verks, nafn bjóðanda, og nafn, netfang og símanúmer tengiliðs bjóðanda. Tilboð verða opnuð í Stjórnsýsluhúsi Akraness, Stillholti 16-18, 300 Akranes, þriðjudaginn 7. apríl 2020 kl. 12.00. SK ES SU H O R N 2 02 0 Viðbrögð hjá Akraneskaupstað í tengslum við samkomubann Akraneskaupstaður heldur úti upplýsingasíðu um viðbrögð stofnanna bæjarins hvað varðar COVID-19 og samkomubann. Upplýsingar er að finna hér www.akranes.is/covid-19 Stjórnendur í Menntaskóla Borg- arfjarðar í Borgarnesi brugðust snöggt við á föstudaginn þegar stjórnvöld voru búin að gefa það út að samkomubann yrði sett frá og með mánudegi og að framhalds- skólum væri ekki leyft að starfa með hefðbundnu sniði þannig að nem- endur mættu í skóla sína. Nemend- ur voru kallaðir á sal og útskýrt það fyrirkomulag sem yrði á kennslu við skólann næstu vikurnar. Því hófst fjarkennsla strax síðastliðinn mánudagsmorgun og ekkert rof varð á starfseminni. Í frétt á föstudaginn sagði á vef skólans: „Við í MB ætlum og mun- um halda ótrauð áfram okkar námi og kennslu. Við ætlum ekki að láta þessar breyttu aðstæður koll- varpa okkar áætlunum um fram- gang í námi. Kennsla mun halda áfram á námsvef Moodle, í gegn- um Teams, með samskiptaforrit- um svo sem FB og fleiru. Kennar- ar munu ekki allir nota alveg sömu tækni en munu kynna ykkur nem- endum þá leið sem hentar þeim og þeirra námsefni.“ Þá segir að skól- inn muni halda áfram að vinna eftir kennsluáætlun sem fyrir liggur, en mögulega verða gerðar breytingar en kennari tilkynnir það þá. Kenn- ari verður „online“ á þeim tíma sem kennslustund á að vera sam- kvæmt stundaskrá, mæting verð- ur tekin á þeim tíma sem kennslu- stundir eiga að vera og verkefnaskil verða óbreytt eins og verið hefur. Hins vegar verður skólinn lokaður nemendum. Starfsfólk má mæta til vinnu og vera í skólanum og starfa. mm Íslenskir ferðamenn á Spáni fá ekki að njóta náttúrunnar og útiveru eins og til stóð eftir að þarlend yf- irvöld settu á útgöngubann um helgina. Nú bíða því flestir ferða- langar eftir að komast í fyrsta flug heim. „Þetta eru ótrúlega öðruvísi dagar sem við erum að upplifa núna og í raun bara beðið eftir að skoða heimferð á allra næstu dögum, en samkvæmt bókun þá hefðum við átt að vera hér úti til 24. mars. Nú hefur í raun öllu verið lokað nema auðvitað herbergjum, matsal og nokkrum öðrum svæðum. Þetta er sannarlega eitthvað sem maður er að upplifa í fyrsta skiptið,“ sagði Gunnar Svanlaugsson skemmt- anastjóri hjá Heimsferðum í ferð- um sextíu ára og eldri. Rætt var við hann á mánudaginn, þar sem hann dvelur á spænsku eyjunni Tenerife með hóp fólks. Hann hefur auk þess verið skemmtanastjóri í ferð- um Heimsferða til Benidorm og Gran Canaria. „Ég hef verið að fara svona 5-6 sinnum á ári, þ.e. frá september og fram í maí. Ótrúlega gefandi og um leið skemmtilegt starf sem mér bauðst fljótlega eftir að ég hætti í grunnskólastarfinu eftir fjóra ára- tugi, þ.e. átta ár í Reykholti og 32 ár í Stykkishólmi,“ segir Gunnar fyrrum skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi í samtali við Skessu- horn. mm Vilhjálmur Egilsson rektor Háskól- ans á Bifröst segir að skólastarf- ið á Bifröst truflist lítið sem ekkert þrátt fyrir „lokun“ háskóla. „Fjar- námið er stóra skýringin og ástand- ið sannar gildi fjarnámsins. Vinnu- helgi sem átti að vera um síðustu helgi var öll færð á Teams fundi sem gafst vel að því er ég best veit. Skrifstofa skólans starfar í fjarvinnu eins og þarf og Háskólinn á Bifröst er nánast að verða „virtual institu- tion“ þessar vikurnar,“ skrifaði Vil- hjálmur á laugardag í tíðindafrétt af ástandinu í Norðurárdal. mm Bjarni Traustason kennari sat einn við tölvuna í skólastofnunni á mánudags- morgni og kenndi nemendum sem voru heima. Ljósm. Veronika Guðrún Sigurvinsdóttir. Bjuggu nemendur strax á föstu- daginn undir breytt fyrirkomulag Skólastarfið á Bifröst truflast nánast ekkert Gunnar Svanlaugsson í heimabæ sínum. Ljósm. úr safni/sá. Ótrúlega öðruvísi dagar FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF Til leigu strax Frábær staðsetning á Akratorgi. Skrifstofuhúsnæði. Tæplega 90 fm skrifstofu/verslunarrými á besta stað við Akratorg í miðbænum við helstu verslunargötu bæjarins. Rýmið er opið og bjart, flísalögð snyrting í húsnæðinu. Húsnæði með stórum gluggum og góðu aðgengi. Langtímaleiga í boði fyrir réttan aðila. Tilvalið tækifæri fyrir samhenta aðila að samnýta rýmið sem skrifstofur. Húsnæðið er ekki skráð með frjálsri skráningu. Trygging er andvirði þriggja mánaða húsaleigu í formi bankaábyrgðar. Húsnæðið er laust strax. Óskað er eftir skilvísum og traustum leigjanda. Allar nánari uppl. veitir Hákon á skrifstofu Valfells. Hákon Svavarsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali Kirkjubraut 2, 300 Akranesi Sími 570-4824, fax 570-4820, gsm 898-9396

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.