Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2020, Page 14

Skessuhorn - 18.03.2020, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 202014 Sveitarstjórn Reykhólahrepps sam- þykkti á fundi sínum þann 25. febrúar sl. umsókn Vegagerðarinn- ar um framkvæmdaleyfi fyrir gerð Vestfjarðavegar milli Bjarkarlund- ar og Skálaness. Fyrirhuguð fram- kvæmd felst í lagningu Vestfjarða- vegar frá Bjarkalundi að Skálanesi, byggingu nýs Djúpadalsvegar með austanverðum Djúpafirði og end- urbyggingar Gufudalsvegar í vest- anverðum Gufufirði, ásamt efnis- töku fyrir framkvæmdum og frá- gangi að framkvæmdum loknum, eins og segir í auglýsingu sveitar- félagsins. Framkvæmdaleyfið og öll gögn málsins eru aðgengileg á heimasíðu Reykhólahrepps undir flipanum „Vesfjarðavegur (60)“. Þá vekur sveitarstjóri athygli á því að ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar um- hverfis- og auðlindamála. Kæru- frestur er einn mánuður frá birt- ingu auglýsingar um leyfið. Á fréttavefnum bb.is kom fram í síðustu viku að Magnús Valur Jó- hannsson, framkvæmdstjóri hjá Vegagerðinni, sæi ekki nein vand- kvæði á því að hægt yrði að upp- fylla þau skilyrði sem sveitarstjórn setur við útgáfu starfsleyfis. Haft var eftir honum að varðandi samn- inga við landeigendur hafi ekki enn náðst samband við eigendur að Hallsteinsnesi og Gröf og stefnir í að beita verði eignarnámsheimild til þess að geta hafið framkvæmdir. Er stefnt að því sem fyrst. „Magn- ús telur ekki verði vandamál að ná samningum við aðra landeigendur, þar snúist viðræður um fjárhæðir og hafi gengið ágætlega og er bú- ist við því að þeim ljúki farsællega fljótlega,“ segir í frétt bb.is um mál- ið. mm Lögreglan á Vesturlandi hefur gripið til ýmissa ráðstafana vegna COVID-19 faraldursins. Eng- inn samgangur er á milli lög- reglustöðvanna sex í umdæm- inu. Þar að auki hefur stöðinni á Akranesi verið skipt upp í tvö hólf og ekki er samngangur þar á milli. Yfirlögregluþjónn og að- stoðaryfirlögregluþjónn munu skiptast á að vinna heima, viku í senn, næstu vikurnar. Ásmundur Kr. Ásmundsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn var einmitt heima að vinna þegar Skessuhorn ræddi við hann í gær. „Við erum að reyna að tryggja að við getum alltaf ver- ið með órofinn rekstur, komi til þess að lögreglumenn smitist, því við þurfum alltaf að gera út lög- reglu,“ segir Ásmundur. „Það er gott að geta leyst til dæmis mitt starf og yfirlögregluþjóns þann- ig að við vinnum heiman frá okk- ur til skiptis, viku og viku. En svo fer ég út á vakt á lögreglubíl ef þannig ástand skapast og við missum menn í sóttkví eða veik- indi. Þá fara yfirmennirnir út. Við erum þannig hálfgert varalið, því grunnlöggæslan getur ekki hætt, það verða alltaf einhverjir að vera úti á bílunum,“ segir hann. Hann segir að eitt og annað í daglegu starfi lögreglu hafi tekið á sig breytta mynd. Við umferð- areftirlit, þegar höfð eru afskipti af fólki, er talað við það á með- an það situr í eigin bíl og reynt að halda ákveðinni fjarlægð sam- kvæmt tilmælum á meðan sam- talinu stendur. „En haldið er uppi allri frumkvæðislöggæslu engu að síður. Við erum að fygljast með umferðarhraða og öðru eins og vanalega,“ segir Ásmundur. Geta sótthreinsað bílana Auk þess segir Ásmundur að búið sé að koma upp sótthreinsiaðstöðu fyr- ir lögreglu- og sjúkrabíla að Þjóð- braut 13 á Akranesi, í hluta þess rým- is þar sem Vínbúðin var áður til húsa. Lögreglan hefur fengið það rými og framundan er stækkun lögreglustöðv- arinnar. „Þar bætast 280 fermetrar við og stefnan er að stækka stöðina á Akranesi. Það verður kærkomið, því í dag er ekki fullnægjandi búnings- eða sturtuaðstaða á stöðinni og ýmislegt sem vantar upp á,“ segir hann. Lögregla hefur ekki fengið hús- næðið afhent, en Ásmundur seg- ir að stjórnendur Vínbúðarinnar hafi tekið vel í að lána lögreglunni húsið þegar í stað til að koma upp sótthreinsiaðstöðu til bráðabrigða. „Búið er að útbúa rými þannig að hægt er að keyra sjúkra- eða lög- reglubíla inn, loka á eftir og hefja sótthreinsun bíla og eftir atvikum biðtíma viðkomandi lögreglu- eða sjúkraflutningamanna,“ segir hann. „Við erum þannig með húsnæðið í láni en fáum það svo afhent seinna,“ segir Ásmundur að endingu. kgk Enn ein brælan skall á hjá sjó- mönnum við Breiðafjörð í byrjun vikunnar. Notaði áhöfnin á drag- nótarbátnum Gunnari Bjarnasyni SH því tímann í gær til að bæta og yfirfara dragnótina eftir veiðiferð mánudagsins. Margir bátar voru á sjó á mánudag, þegar leiðindaveð- ur skall á eftir hádegið; talsverð- ur vindur, hríð og mikil ölduhæð á firðinum. Þurftu nokkrir minni línubátar að hætta veiðum vegna veðurs og skilja línuna eftir í sjó. Þrátt fyrir veðrið var afli bátanna mjög góður. Netabáturinn Bárður SH var með 56 tonn og dragnót- arbáturinn Magnús SH 38 tonn. Mjög fáir bátar voru á sjó í gær vegna brælu. af Enginn samgangur milli lögreglustöðva Komið hefur verið upp sótthreinsiaðstöðu fyrir lögreglu- og sjúkrabíla að Þjóðbraut 13 á Akranesi í rýminu við hlið lögreglustöðvarinnar, þar sem Vínbúðin var áður til húsa. Covid 19 Teigsskógur. Ljósm. úr safni. Auglýsa framkvæmdaleyfi vegna Vestfjarðavegar Hún var óárennileg innsiglingin í Ólafsvíkurhöfn í gærmorgun í norðaustan stormi. Notuðu bræluna til að yfirfara nótina Áhöfnin á Gunnari Bjarnasyni SH bætti og yfirfór dragnótina í Ólafsvík.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.