Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2020, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 18.03.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 202016 Margrét Jónsdóttir Njarðvík var ráðin í starf rektors Háskólans á Bifröst í ársbyrjun. Hún tekur við starfinu 1. ágúst næstkomandi en hefur verið iðin þetta misserið við að hitta starfsfólk og stjórnendur skólans og hagsmunaaðila og setja sig inn í starf rektorsins. Skessu- horn hitti Margréti að máli síð- astliðinn fimmtudag og ræddi við hana um hana sjálfa og nýja starfið sem hún tekur við í haust. Tengir við ræturnar Margrét rekur ættir sínar í Borgar- fjörðinn og segist meðal annars þess vegna spennt fyrir að taka við rekt- orsstöðu á Bifröst. „Það gefur mér tækifæri til að tengja við ræturnar mínar,“ segir hún. „Pabbi fæddist í Fljótstungu og ég var alltaf í sveit á Húsafelli þegar ég var lítil. Við vor- um eiginlega alin upp í einni hrúgu, Húsafellskrakkarnir og við systkin- in. Við erum sex og þau eru fimm, við fimm stelpur og einn strákur en þau fjórir strákar og ein stelpa. Þetta var ótrúlega skemmtileg súpa af krökkum,“ segir Margrét og brosir. „Taugar mínar liggja hingað í héraðið,“ segir hún. „Undanfarin þrjú ár hef ég búið á Siglufirði, ég giftist manni þar í töku tvö,“ segir hún og brosir. „Hann heitir Hálf- dán Sveinsson og er fæddur í Borg- arnesi. Núna erum við bæði að koma í héraðið sem okkur þykir af- skaplega vænt um,“ segir Margrét, en framundan eru búferlaflutning- ar að Bifröst. „Bifröst er yndisleg- ur staður og ég hlakka til að flytja þangað.“ Víðtæk reynsla Margrét býr yfir mikilli reynslu af háskólastarfi og menntamál- um. „Ég hef unnið í menntakerf- inu í 25 ár, er með doktorspróf í spænsku frá Princeton og er höf- undur spænsk/íslensk - íslensk/ spænsku orðabókarinnar,“ segir hún. „Ég var yfir spænskunáminu í Háskóla Íslands eftir að ég kom heim úr námi frá Bandaríkjun- um. Árið 2003 fór ég yfir í Háskól- ann í Reykjavík, þegar ég uppgötv- aði að ég er frumkvöðull og þrífst ekkert rosalega vel í ríkisumhverf- inu,“ segir Margrét. Í HR lauk hún MBA námi en færðist smám sam- an meira yfir í stjórnun og var falið að stofna alþjóðasvið HR árið 2007 og veitti hún því forstöðu fram til 2011. „Árið 2011, í kringum þessi erfiðustu ár eftir hrunið, vorum við margir forstöðumennirnir í HR kurteisislega látnir fara. Þá stofnaði ég ferðaskrifstofuna Mundo og það hefur verið ævintýri,“ segir Mar- grét. „Þar bjó ég til fyrirtæki utan um sjálfa mig, gerði bara það sem mér þykir skemmtilegt, er góð í og hef menntun til,“ bætir hún við. Mundo sérhæfir sig meðal annars í þjálfunarferðum íslenskra kennara erlendis, skiptinámi fyrir bæði ung- menni og fullorðna, sumarbúðum unglinga erlendis, ferðum á Jakobs- veg, auk þess að annast ráðgjöf í al- þjóðamálum. „Látið mig bara hafa þennan skóla“ „Það er gaman að segja frá því núna að árið 2010 eyddi ég sumarfríinu mínu í mögulega sameiningu HR og Háskólans á Bifröst. Og ég man að ég hugsaði eiginlega allan tím- ann; „við skulum ekkert vera að þessu, látið mig bara hafa þennan skóla“,“ rifjar hún upp og hlær við. „Svo líða tíu ár. Staða rektors á Bif- röst var auglýst. Ég var hvött til að sækja um og hér er ég,“ segir hún en bætir því við að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að skipta um vettvang. „Ég var ekki að leita að vinnu. Ég er í rosalega góðum málum, lífið er mjög skemmtilegt hjá Mundo og ævintýri á hverjum degi,“ segir Margrét. „En ég ákvað að slá til og halda uppi þeim merkj- um mínum að ég vil alltaf lifa í vexti. Mig hefur alltaf langað þetta, ég vil áskoranir og ákvað að láta slag standa,“ segir hún og kveðst full eftirvæntingar fyrir nýju starfi. „Skólinn er núna kominn rétt- um megin við núllið og ég tek við mjög góðu búi af Vilhjálmi Egils- syni sem kemur mér af miklu örlæti inn í starfið. Það er mikið sóknar- færi fyrir hugmyndaríka manneskju að koma inn og gera skemmtilega hluti. Ég ætla að gera það og það er frábær áskorun núna að laða að skólanum besta starfsfólkið og for- vitnustu nemendurna. Það er þann- ig sem allir græða.“ Hugmyndarík manneskja Margrét lýsir sjálfri sér einmitt sem mjög hugmyndaríkri manneskju. „Ég er ein af þeim sem fær svona 200 nýjar hugmyndir á dag,“ seg- ir hún. „En ég er ólíkindatól sem frumkvöðull því ég klára það sem ég byrja á,“ segir hún og hlær við. „En það er kostur að fá margar hug- myndir því ég vel úr þeim og fram- kvæmi þær sem virka,“ bætir hún við. Hún segist sjá ýmsa spennandi möguleika og finnst vanta ýmsar námsleiðir í menntakerfið. Margrét kveðst vera komin með langan lista yfir spennandi námsleiðir sem hana langar að koma á fót á Bifröst. „Ég hef mikinn áhuga á öllum litlum fjölskyldufyrirtækjum sem eru hér um allt, hvort sem er í landbún- aði eða ferðaþjónustu og sé mikla samstarfsmöguleika við Háskólann á Hólum og Landbúnaðarháskól- ann. Það er eitthvað sem ég mun strax líta mjög sterkt til við mótun nýrra námsleiða. Til dæmis þykir mér vanta stjórnunarnám með sér- stakri áherslu á ferðaþjónustu. Nú horfum við fram á að greinin er á leið inn í kreppu og kannski ein- mitt tíminn til að bjóða upp á slíkt nám. Það sýndi sig heldur bet- Mörg spennandi tækifæri fyrir Háskólann á Bifröst - rætt við Margréti Jónsdóttur Njarðvík, sem tekur við rektorsstöðunni í haust Margrét Jónsdóttir Njarðvík tekur við starfi rektors Háskólans á Bifröst 1. ágúst næstkomandi. Ljósm. kgk. „Bifröst er yndislegur staður og ég hlakka til að flytja þangað,“ segir Margrét. Ljósm. úr safni/ Árni Sæberg.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.