Skessuhorn - 18.03.2020, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020 17
Borgfirskir verktakar hafa með hlé-
um frá því síðasta haust unnið við
að grafa nýjan íshelli í Langjökul
sem ætluð er til geymslu fyrir tæki
og tól sem fylgja útgerð jöklaskoð-
unarfyrirtækisins Into the Glacier.
Verkið var unnið þannig að nýtt op
var grafið inn í jökulinn skammt frá
opinu sem ferðamenn fara um. Eft-
ir að búið var að fullgera geymsl-
una var endað á að gera innangengt
í vélageymsluna frá ísgöngunum.
Nýja vinnsluopið mun svo lokast
næst þegar snjóar en það er fóðr-
að að innan með röri eins og notuð
eru í stærri vegræsi. Samhliða þess-
ari framkvæmd hefur í vetur verið
unnið við það á nóttinni að víkka
sjálf ísgöngin.
Gunnar Konráðsson tók að sér
þessi verkefni en auk hans kemur að
vinnunni Einar Steinþór Trausta-
son og fleiri verktakar úr héraði.
Vinnan við að grafa út geymslu-
na byrjaði síðastliðið haust en eft-
ir mikla snókomu og skafrenning á
jöklinum í vetur varð að gera hlé á
mokstrinum. Nýverið var svo hafist
handa af krafti við mokstur og bo-
run inn í íshelluna og lauk verkef-
ninu um liðna helgi.
mm/ Ljósm. est
Til hægri er opið í vélageymsluna og til vinstri leiðin inn í ísgöngin.
Grafa vélageymslu í jökulinn
Nýr munni í vélageymsluna verður til.
Grafið innan úr jökulstálinu með
gröfu en sérstakur ísbor er framan á
bómunni.
Með síðustu verkunum var að gera innangengt milli ísganganna og nýju
geymslunnar.
ur í hruninu að það borgaði sig að
beina fólki í nám, hvetja það til að
nota tímann á meðan þjóðfélagið
gekk í gegnum erfitt tímabil,“ segir
hún. „Svo hef ég gífurlegan áhuga
á að bjóða upp á gott hagnýtt fjar-
nám á háskólastigi í íslensku fyr-
ir útlendinga. Þeir eru orðnir 15%
landsmanna en sú íslenska sem er
í boði fyrir útlendinga á háskóla-
stigi í dag er mjög fílólígísk, bygg-
ist á bókmenntum og málvísindum.
Mig langar að bjóða þessum hópi
upp á hagnýtara nám,“ segir Mar-
grét. „Ég er líka mjög upptekin af
þjónustu við landsbyggðina. Það
skiptir gífurlega miklu máli fyrir þá
sem búa úti á landi að hafa góðan
aðgang að námi. En ég ætlaði nú
ekki að fara að telja allt upp sem
mér hefur dottið í hug, látum verk-
in tala,“ segir hún létt í bragði.
Ekkert breytist
á einni nóttu
Nýjum námsleiðum verður ekki
komið á fót á einni nóttu, langt því
frá. Þó Margrét hafi fengið margar
hugmyndir og sjái mörg spennandi
tækifæri ætlar hún ekki að marsera
inn á Bifröst með langan lista af nýj-
um áherslum fyrsta daginn. „Núna
er ég á þeim stað að ég er að læra,
lesa í hópinn og kynnast fólkinu.
Það er mjög gott starfsfólk á Bifröst
og ég er að reyna að sjá hvað hóp-
urinn býður upp á og hvert starfs-
fólkið vill fara með námið. Það er
nú bara þannig að leiðtogi verður
að lesa vel í hópinn og passa að all-
ir séu í réttum blómapotti,“ segir
Margrét. „Þannig að þangað til ég
tek við 1. ágúst þá mun ég hlusta og
horfa og læra. Þegar dagurinn renn-
ur upp mun ég stíga inn í nýtt starf
af allri minni auðmýkt og vanda
mig eins og ég mögulega get,“ seg-
ir hún og sér fyrir sér að byggja á
því sem vel er gert fyrir. „Í dag er
Bifröst besti fjarnámsskóli landsins.
Það er ofboðslega vel staðið að fjar-
náminu. Það hentar nútímalífinu
vel. Mastersnámið hefur vaxið gíf-
urlega mikið og ekki síst í fjarnámi,
enda hentar það fólki vel,“ seg-
ir hún en bætir því við að stöðugt
þurfi að hafa samfélagsbreytingar
í huga. „Það er töluverður kynsló-
ðamunur milli mín og þeirra sem
eru að byrja í háskóla í dag og meira
að segja er smá munur á þeim sem
eru að byrja í dag og þeim sem hófu
sína háskólagöngu fyrir tíu árum,
svona heilt yfir. Hverju eru þess-
ir krakkar í dag að leita að í náms-
framboði?,“ spyr Margrét. „Það er
í ótrúlega mörg horn að líta. Að
sama skapi langar mig að útbúa
námskeið fyrir eldra fólk, sem hef-
ur lítið verið í háskólanámi í gegn-
um tíðina svona almennt séð. Við
stöndum frammi fyrir því að í dag
er allt öðruvísi fólk að fara á eftir-
laun en áður. Þetta fólk er ekki að
fara beint í föndur, það er að fara
í aðra hluti. Við höldum áfram að
eldast og verðum hressari lengur en
áður. Hvað ætlar fólk sem má búast
við því að lifa í minnst 20 ár eftir
að það fer á eftirlaun að gera þeg-
ar starfsævinni lýkur? Ég held að
háskólanám sé eitthvað sem koma
skal í þeim efnum. Þó ekki nema
að opna betur á þann möguleika,“
veltir Margrét upp. Hver veit nema
hvatningin ein myndi skila tölu-
verðum fjölda eldra fólks í háskóla-
nám. Aðeins ein leið er til að kom-
ast að því.
Valdeflandi aðstæður
Bakgrunnur Margrétar í mennt-
málum kemur úr tungumálanámi.
Blaðamanni leikur forvitni á að vita
hvers vegna hún ákvað að leggja
spænskunám fyrir sig á sínum tíma.
Hún segir að það megi rekja til
þess þegar hún fór sem skiptinemi
til Spánar á unglingsárunum. „Ég
var þar hjá yndislegri fjölskyldu.
Ég fór fyrir 36 árum og mamma
mín spænska er besta vinkona mín
í dag,“ segir hún og brosir. „Ég var
hjá henni um daginn og hún hefur
oft komið til mín og var til dæmis
svaramaður í brúðkaupinu mínu,“
bætir hún við. „Þessi reynsla mín
sem skiptinemi hafði gífurlega mik-
il áhrif á það hvernig ég hugsaði og
hvað ég gerði og breytti mörgu í lífi
mínu til hins betra,“ segir Margrét.
En hvað er það við skiptinámið sem
gerir það að verkum? „Með skipti-
námi fá krakkar tækifæri til að vaxa
mjög mikið á skömmum tíma. Að
ná valdi á öðru tungumáli, jafnvel
tala það reiprennandi, hefur jákvæð
áhrif á sjálfsmyndina. Skiptinám er
svolítið ferðalag hetjunnar, því ef
okkur tekst að sigrast á einhverju
og vaxa svona þá er hægt að yfirfæra
þá reynslu á svo margt annað í líf-
inu,“ segir hún. „Það er mikilvægt
fyrir ungt fólk að fá tækifæri til að
vaxa á eigin forsendum og skera sig
svolítið úr fjöldanum,“ segir Mar-
grét og bætir því við að það heilli
hana jafnframt við nýja starfið á
Bifröst. „Þarna hef ég tækifæri til
að skapa valdeflandi aðstæður fyrir
ungt fólk, aðstæður sem stækka fólk
og fá það til að vinna með styrkleik-
ana sína í stað þess að rýna í veik-
leikana. Það er það sem færir okk-
ur áfram,“ segir Margrét Jónsdóttir
Njarðvík að endingu. kgk
Nemendur við háskólann. Margrét segir miklu skipta fyrir íbúa landsbyggðarinnar að hafa greiðan aðgang að námi. Ljósm.
úr safni/ Háskólinn á Bifröst.
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst. Ljósm. úr safni/ Rolando Diaz.