Skessuhorn - 18.03.2020, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 202018
Systurnar Ólöf Helga og Margrét
Þóra (kölluð Gréta) Jónsdætur hafa
alla tíð verið mjög nánar, enda bara
eitt skólaár milli þeirra. Þær eiga
sömu áhugamál, sömu vinkonur
og fóru báðar í sama nám. Eftir að
þær luku grunnnámi í líffræði við
Háskóla Íslands fóru þær í fram-
haldsnám í næringarfræði, Gréta
í mastersnám og Ólöf í doktors-
nám. Í dag hafa þær stofnað fyrir-
tæki saman sem heitir 100g ehf. og
taka þær m.a. að sér að fræða fólk
um næringu og góðar matarvenj-
ur. En af hverju nafnið 100g? „Á
öllum pakkningum um matvæli er
næringargildi innihaldsins alltaf til-
greint í 100 grömmum svo okkur
fannst þetta grípandi og alls ekki
klisjukennt heiti fyrir svona alhliða
mataræðisþjónustu,“ útskýra þær.
Hjálpa fólki að breyta
mataræðinu
Systurnar bjóða m.a. upp á fyrir-
lestra, einstaklings- og hóparáð-
gjöf og ætla þær að halda nám-
skeið á Akranesi þegar samkomu-
banni verður aflétt. Á námskeiðinu
hjálpa þær fólki að breyta mataræði
sínu skref fyrir skref, nú eða með
því að taka allt í gegn í einu fyrir
þá sem það hentar. „Við vinnum
með hverjum og einum í að finna
hvernig sé best að breyta mataræð-
inu á þann hátt sem endist,“ útskýra
þær og bæta við að þær leggi líka
áherslu á að hjálpa fólki að breyta
viðhorfi sínu til matar. „Matur er til
að nærast en ekki hafa á heilanum
og verða að þráhyggju. Við erum
ekki hrifnar af boðum og bönnum.
Við viljum frekar að fólk hugsi um
hvað sé gott fyrir okkur að borða
en ekki um allt sem er bannað
eins og er svo algengt, þá fáum við
óhollustuna frekar á heilann,“ seg-
ir Gréta og bætir við að hollt mat-
aræði þurfi ekki að vera flókið. „Ef
allir færu nokkurn veginn eftir ráð-
leggingum landlæknis værum við í
góðum málum en það er því mið-
ur aðeins lítill hluti sem gerir það.
Einfalda leiðin er að borða fyrst
og fremst hreina fjölbreytta fæðu
og meira úr jurtaríkinu. Fækka til-
búnum matvælum og drekka mest-
megnis vatn, þótt þetta hljómi ekki
mjög spennandi og er ekki þessi
töfralausn sem svo margir eru að
leitast eftir,“ segir Gréta.
Samtaka í flestu
Það var alltaf ætlunin hjá þeim
systrum að vinna saman enda eru
þær svo nánar að þær gera nánast
allt saman. Þær voru meira að segja
samtaka í barneignum. „Ég átti eitt
barn árið 2008 en eftir það eign-
uðumst við báðar þrjú börn, alltaf
á sama árinu,“ segir Ólöf og hlær.
Þær byggðu sér líka báðar hús á
Akranesi á sama tíma. „Við bjugg-
um meira að segja saman á meðan
kallarnir voru að byggja, með sjö
börn frá eins árs upp í átta ára. Það
var mikið fjör en við lifðum það af
svo ég held að það verði ekkert mál
fyrir okkur að reka fyrirtæki sam-
an,“ segir Ólöf og hlær. Systurnar
ólust báðar upp á Akranesi og hafa
búið þar alla tíð, að undanskildum
tímanum sem þær voru í háskóla-
námi. Ólöf hefur starfað við rann-
sóknir, næringarráðgjöf hjá Heil-
brigðisstofnun Vesturland (HVE)
og við gæðamál í matvælafyrir-
tæki og vinnur nú hálfan daginn
á hrossaræktarbúi foreldra þeirra,
Skipaskaga. „Þar er ég fram að há-
degi alla daga að moka skít og ríða
út og fæ þar útrás fyrir hreyfingu
líka og er að elska það,“ segir Ólöf
og brosir. Gréta kennir næring-
arfræði í Fjölbrautaskóla Vestur-
lands, er næringarráðgjafi á HVE
auk þess sem hún hefur verið gæða-
stjóri í matvælafyrirtæki. „Það er
gaman að fá að kenna unglingum
en mér finnst að næringarfræði eigi
að vera skyldufag fyrir alla. Ég er
kannski ekki hlutlaus en mér finnst
svo margir eiga erindi í þessa áfanga
og myndi helst vilja að næringar-
fræði yrði kennd neðar í skólastig-
inu. Næringarfræði er eitthvað sem
við ættum að kenna krökkum bara
eins snemma og hægt er, það er svo
nauðsynlegt að efla forvarnir“ seg-
ir Gréta.
Ekkert ríkismataræði
Mikil umræða er í samfélaginu um
ýmislegt mataræði sem lofar okk-
ur að aukakílóin renni af okkur og
vöðvarnir stækki, en er þetta svona
einfalt? „Nei, alls ekki. Það er búið
að flækja þetta svo mikið með alls-
konar ólíkum kúrum sem lofa fólki
árangri strax. Þessir kúrar geta
kannski hjálpað fólki að missa kíló
í einhvern tíma en það er bara ekki
það eina sem skiptir máli. Við þurf-
um að hugsa um heilsuna okkar og
mataræðið skiptir miklu máli hvað
varðar lífsstílstengda sjúkdóma og
geðheilbrigði,“ segir Gréta og Ólöf
bætir þá við að mikilvægt sé að átta
sig á að það sama hentar ekki endi-
lega öllum þegar kemur að mat-
aræði. „Það er ekki hægt að setja
alla á eitthvað ríkismataræði og
leysa þannig allan vanda. Við erum
ólík, lifum mismunandi lífi, erum
með mismunandi matarsmekk og
mismunandi líkamsstarfsemi. Þess
vegna er svo mikilvægt að næring-
arráðgjöf sé einstaklingsmiðuð,“
segir hún.
Matur á að næra
Fagaðilar eru að sögn systranna al-
mennt ekki hrifnir af matarkúrum
því þeir eru oft aðeins tímabundnir.
Þær segja kúra sem slíka ekki vera
alslæma en að þá sé bara oft erf-
itt og leiðinlegt að halda út. „Það
skipti mestu máli að fólk tileinki
sér mataræði sem það getur hald-
ið út, eitthvað sem hægt er að sam-
sama lífstíl hvers og eins,“ seg-
ir Gréta. Kúrar snúast að mestu
um hvað megi ekki borða en þær
systur segja það ekki vænlega að-
ferð til að finna mataræði sem end-
ist auk þess sem það hafi slæm sál-
ræn áhrif á fólk ef það tapar barátt-
unni og fær sér það sem er bannað,
það búi til samviskubit og fólk ann-
að hvort gefst upp eða refsi sér með
fleiri boðum og bönnum. „Við vilj-
um að fólk upplifi sig ekki í megrun
eða á kúr. Við eigum að borða til að
næra líkamann okkar. Við þurfum
að hafa það sem markmið að koma
í veg fyrir lífstílstengda sjúkdóma
og huga að góðri andlegri og lík-
amlegri heilsu en ekki vera of upp-
tekin af því sem við sjáum í spegl-
inum. Margir hafa skapað mjög
óheilbrigt samband við mat og vilj-
um við hjálpa fólki að vinda ofan af
því og gera hugarfarsbreytingu hjá
fólki varðandi mataræði, þannig að
fólk eigi í heilbrigðu sambandi við
mat,“ segir Ólöf.
Bæta við frekar en að
taka út
Ef þær mættu ráðleggja öllum einn
vana til að taka upp strax, hvaða
vani væri það? „Að bæta eitthverju
hollu inn í mataræðið á hverjum
degi. Byrja á að bæta til dæmis við
einum ávexti eða grænmeti á dag og
drekka meira vatn. Við viljum frek-
ar að fólk horfi á hvað megi bæta
við frekar en að taka út því með að
bæta við góðum og næringarrík-
um mat minnkar hitt oft sjálfkrafa
með tímanum,“ svara þær og bæta
við að mataræði er bara einn þátt-
ur af heilbrigði. „Svefn, hreyfing og
geðheilsan skipta einnig sköpum.
Þetta helst allt í hendur, ef við sof-
um illa er fæðuval okkar ekki eins
gott og ef við hreyfum okkur ekki
erum við gjörn á að borða óholl-
ara. Eins erum við líklegri til að
sofa betur og hreyfa okkur meira ef
við borðum hollt. En ekkert okkar
er með 100% mataræði alltaf, ekki
einu sinni við, mataræði okkar er
alls ekki fullkomið og það þarf ekki
að vera það,“ segir Ólöf. „Við fáum
„Matur er til að nærast en
ekki hafa á heilanum“
- segja næringarfræðingarnir og systurnar Ólöf Helga og Margrét Þóra Jónsdætur
Systurnar Gréta og Ólöf stofnuðu fyrirtækið 100g ehf. saman þar sem þær fræða fólk um allt tengt mataræði og næringu.