Skessuhorn - 18.03.2020, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 202026
Tvö ný hús í gömlum stíl eru nú í
byggingu í gamla bænum á Akra-
nesi, nánar til tekið við Vestur-
götu 49 og 51. „Við bræður erum
að byggja þarna hlið við hlið,“ segir
Björn Ólafur Guðmundsson í sam-
tali við Skessuhorn. Hann ætlar að
flytja inn í húsið að Vesturgötu 51
ásamt Guðnýju Rós Þorsteinsdótt-
ur og syni þeirra, Adam Kára. Við
hliðina byggja bróðir Björns, Lár-
us Beck Björgvinsson og Kathleen
Ang eiginkona hans, sem jafn-
framt er innanhússarkitekt beggja
húsanna.
Björn segir að fjölskyldunum hafi
þótt þetta lagleg fyrsta eign, nýtt
hús í gömlum stíl í gamla bænum
á Akranesi. „Þetta eru lítil og krútt-
leg hús, þannig lagað, tvær hæðir
og ris, um 160 fermetrar þegar allt
er talið. Svefnherbergin verða þrjú
á efri hæðinni og eitt í kjallaranum.
Okkur fannst þetta sniðugt sem
fyrsta eign og ef til þess kemur held
ég að það verði lítið mál fyrir okkur
að selja. Mér finnst þetta mjög fall-
eg hús,“ segir Björn, en húsin sem
þeir bræður eru að byggja sér verða
alveg eins útlítandi að utan.
Framkvæmdir hófust með
jarðvinnu síðasta sumar. Síð-
an var steyptur sökkull og hef-
ur vinnan að sögn Björns gengið
hægt en örugglega síðan. „Þetta
kemur jafnt og þétt og við erum
bara róleg í þessu,“ segir hann.
Við ákváðum að flytja húsin inn
í gegnum fyrirtæki sem heitir
Emerald, en þau koma frá fyrir-
tæki í Lettladi sem heitir Tivo.
Við flytjum líka inn parket, flís-
ar, pall og allt sem tilheyrir. Tivo
sér um flutninginn og það komu
menn frá þeim og setja húsin
upp,“ segir Björn.
Búið er að reisa húsið við Vest-
urgötu 49 og við nr. 51 er reising
hálfnuð. Björn vonast til að báð-
ar fjölskyldurnar geti flutt inn
áður en haustar. „Vonandi verð-
um við öll flutt inn seint í sum-
ar. Ég hugsa að við flytjum inn á
svipuðum tíma þó húsið þeirra sé
komið lengra en okkar núna. Við
reynum að samnýta allt, þannig
að hægt sé að vinna sem mest í
báðum húsum í einu. Lokafrá-
gangur verður því á svipuðum
tíma fyrir bæði húsin. Þess vegna
fórum við náttúrulega í að reyna
að byggja bæði húsin í einu, til að
reyna að samnýta allt sem hægt
er til að spara bæði tíma og pen-
inga,“ segir Björn að endingu.
kgk
Ungmennasamband Borgarfjarð-
ar hélt sambandsþing sitt, það 98.
í röðinni, í félagsheimilinu Loga-
landi 12. mars síðastliðinn. Gest-
gjafarnir í Ungmennafélagi Reyk-
dæla sáu um framkvæmd þingsins. Í
upphafi þings voru veittir styrkir úr
afreksmannasjóði UMSB. Þær sem
hlutu styrki upp á 180 þúsund krón-
ur voru þær Birgitta Dröfn Björns-
dóttir dansari og kraftlyftingakon-
urnar Alexandrea Guðnýjardóttir
og Kristín Þórhallsdóttir.
Hallbera Eiríksdóttir frá UMFÍ
og Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ
voru viðstödd þinghaldið. Hall-
bera heiðraði nokkra sjálfboðaliða
UMSB. Starfsmerki UMFÍ fengu
að þessu sinni Brynjólfur Guð-
mundsson og Ingvi Árnason. Gull-
merki UMFÍ fékk Íris Grönfeldt
fyrir ómetanlegt starf við frjáls-
ar íþróttir í áranna rás. Þá veitti
Viðar Sigurjónsson þeim Sigurði
Guðmundssyni og Jóni G. Guð-
bjartssyni gullmerki ÍSÍ fyrir frá-
bært starf í þágu ungmennafélags-
hreyfingarinnar. Einnig veitti hann
UMSB viðurkenningu fyrir fyrir-
myndar héraðssamband ÍSÍ. Er það
áfangi sem UMSB hefur stefnt að í
nokkur ár.
Þingstörf gengu vel. Fram kom
að rekstur UMSB er sterkur. „Mik-
ilvægt er að viðhalda áfram góðum
rekstri sambandsins. Samstaða var
um þær tillögur sem afgreiddar voru
á þinginu og fundarmenn voru sátt-
ir með gott þing. Sveitarfélögum
innan UMSB var sérstaklega þakk-
að fyrir dýrmætan stuðning og gott
samstarf á liðnu ári. Stuðningur sem
þessi gerir UMSB kleyft að halda
úti öflugu starfi, samfélaginu öllu til
heilla. Landsmót UMFÍ 50+ verður
haldið í sumar í Borgarnesi og verð-
ur mikil þörf á öflugum sjálfboðalið-
um til tengslum við þann viðburð,“
segir Sigurður Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri UMSB.
Að endingu var kosið í nýja stjórn
UMSB. Bragi Þór Svavarsson verð-
ur áfram sambandsstjóri UMSB.
Sigríður Bjarnadóttir er gjaldkeri,
Guðrún Þórðardóttir varasam-
bandsstjóri, Borgar Páll Bragason
er vara-varasambandsstjóri, Bjarni
Traustason er ritari, Rakel Guð-
jónsdóttir er meðstjórnandi, Ástríð-
ur Guðmundsdóttir er vararitari
og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson er
varagjaldkeri. mm/ Ljósm. umsb.
Húsin eru í gömlum stíl og passa vel inn í þá götumynd sem fyrir er.
Bræður byggja hlið við hlið
Hús í gömlum stíl í gamla bænum á Akranesi
Húsin sem eru að rísa í gamla bænum á Akranesi, við Vesturgötu 49 og 51.
Jóni G Guðbjartssyni og Sigurði Guðmundssyni var veitt gullmerki ÍSÍ.
Ungmennasamband Borgarfjarðar komið í hóp
fyrirmyndar héraðssambanda
Stjórn UMSB. F.v. Sigríður, Bragi Þór, Rakel, Guðrún og Bjarni.
Viðar Sigurjónsson afhenti Braga Þór viðurkenningu UMSB fyrir fyrirmyndar
héraðssamband ÍSÍ.