Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 15. júlÍ 202014
Mjög svo óvenjulegt skip átti við-
komu á Grundarfirði um helgina.
lúxussnekkjan Ragnar er skráð á
Möltu og gaman að rifja upp sögu
hennar. útlit Ragnars er mjög
framúrstefnulegt. Upphaflega var
skipið smíðað 2012 í Hollandi og
hét Sanaborg og var ísbrjótur. Það
er 68,2m á lengd og 14m á breidd.
Ísbrjóturinn hafði svo legið ónot-
aður um hríð þegar núverandi eig-
andi eignaðist hann 2017 og réðist
í að breyta honum í lúxussnekkju
og lauk því verki snemma á þessu
ári. útlitið er sagt skýrast af áhuga
eigandans á miðaldabardögum og
vopnum þess tíma. Á yfirbygging-
in að svipa til hjálms líkt og menn
báru í bardögum þess tíma. Sér-
staða Ragnars er að hann er með
vottun til að sigla í ís. Á að geta
haldið 4 mílna ferð í 50 cm. þykkum
ís og athafnað sig í kulda allt niður
í -35°C. Um borð er pláss fyrir 16
gesti sem geta gist í átta káetum,
þar af eru tvær stórar svítur. Einn-
ig er í skipinu að finna sundlaug,
nuddpott, límasræktarsal og gufu-
bað svo eitthvað sé nefnt. Ragnar
er vel búinn ýmsum búnaði. Þar á
meðal er þyrla, könnunarkafbátur,
rib bátur, tvær sæþotur og Ripsaw
EV2 lúxus skriðdreki!
Ekki hefur komið fram hverjir
ferðast með Ragnari úti fyrir strönd
Íslands, en fram hefur komið að
vikuleiga er 75 milljónir króna. Það
er því ekki á færi nema vel stæðra
að leigja slíka lúxussnekkju.
mm
Starfsemi siglingaklúbbsins Sigur-
fara hefur gengið vel í sumar, að
sögn Guðmundar Benediktsson-
ar formanns. „Siglinganámskeiðin
okkar hafa verið fullbókuð og feng-
ið góðar undirtektir. Nú eru þrjár
vikur eftir. Vikulangar æfingabúð-
ir Siglingasambandsins, þær þriðju
á fimm árum, voru haldnar í kjölfar
Faxaflóamóts kjölbáta sem fór fram
27. og 28. júní. Siglingamenn eru
mjög ánægðir með aðstæður hér,
á og við Akranes, og það er ljóst
að bærinn okkar er orðinn fastur
punktur í siglingalífi landsmanna,“
segir Guðmundur.
Þá fylgdi kayakfólk frá Sigurfara
sundfólki í Helgasundi sem synt
var á Írskum dögum til minningar
um Helga Hannesson sundkenn-
ara. „Hér í bæ er fjöldi sjókayaka
en okkur finnst að þeir mættu vera
oftar á sjó. Sem liður í að hvetja ka-
yakeigendur til dáða ætlum við að
bjóða upp á námskeið á næstunni
þar sem farið veður í grunnatriðin,
hvernig best er að búa sig og hluti
sem varða öryggi. Þetta námskeið
verður haldið við fyrstu hentug-
leika.
Siglinganámskeiðin okkar hafa
miðast við 10-14 ára því að bátarn-
ir okkar henta illa eldri en það. Við
viljum samt höfða til fleiri aldurs-
hópa og í næstu viku verður hald-
ið hér siglinganámskeið fyrir full-
orðna í samstarfi við siglingafélagið
Brokey úr Reykjavík. Hingað mun
koma skútan Sigurvon með kenn-
ara, en hún tók þátt í Faxaflóa-
mótinu. Námskeiðið verður dag-
ana 20., 22. og 23. júlí kl. 18 - 22
og komast fjórir að. Ef undirtekt-
ir verða góðar er möguleiki á dag-
námskeiði sömu daga,“ segir Guð-
mundur og bætir við að það sé von
Sigurfarafólks að þetta námskeið
muni kveikja siglingaáhuga ein-
hverra á Akranesi og efla þann sem
fyrir er.
mm/ Ljósm. Guðm. Ben.
Á fundi Byggðarráðs Borgar-
byggðar um miðjan júní var fjallað
um niðurrif á tveimur bröggum
við Egilsholt í Borgarnesi, ofan
við verslunarhús Kaupfélagsins og
Húsasmiðjunnar. Braggarnir voru
síðast í eigu Kaupfélags Borgfirð-
inga en nú í eigu Borgarbyggðar.
Þeir hafa í gegnum tíðina gegnt
ýmsu hlutverki. Meðal annars sem
áburðargeymsla á vegum Áburð-
arverksmiðjunnar í Gufunesi. Nú
stendur til að rífa braggana til að
rýma fyrir nýju skipulagi og hefur
byggðarráð falið sveitarstjóra að
auglýsa eftir áhuasömum aðila til
að fjarlæga þá gegn því að eignast
byggingarefnið.
Hernámsárin voru viðburðarík-
ur tími í Borgarnesi líkt og í fleiri
byggðarlögum landsins. Hundruð
hermanna dvöldu í Borgarnesi frá
hausti 1940 og fram til 1943, fyrst
breskir og síðan bandarískir. Frá því
er greint á upplýsingasíðu Safna-
húss Borgarfjarðar að þegar Bret-
arnir komu haustið 1940 voru þeir
580 talsins, en þá bjuggu í Borg-
arnesi um 600 manns. Viðbrigðin
voru því mikil fyrir Borgnesinga
þegar íbúatalan tvöfaldaðist.
„Þrjú braggahverfi voru reist í
Borgarnesi yfir hermennina. Eitt
var á túni jóns Björnssonar kaup-
manns frá Bæ í Bæjarsveit, þar
sem nú er ráðhús Borgarbyggð-
ar, eitt var á túni jóns Björnsson-
ar kaupmanns frá Svarfhóli í Staf-
holtstungum, þar sem nú er rað-
húsalengjan Borgarbraut 35-45,
oft kölluð langavitleysan og loks
eitt á knattspyrnuvelli ungmenna-
félagsins Skallagríms í Neðri-
Sandvík, þar sem nú er mennta-
og menningarhúsið Hjálmaklettur.
Einnig voru reist varðskýli og stak-
ir braggar hér og þar um bæinn.
Þegar Bandaríkjamenn tóku við
af Bretum reistu þeir braggahverfi
við Engjaás fyrir ofan Borgarnes.
Margir Borgnesingar og nærsveit-
ungar unnu við braggagerðina fyr-
ir herinn,“ segir í frásögn á síðu
Safnahússins.
Tveir braggar sem reistir voru
á stríðsárunum standa enn. Þeir
eru við Egilsholt ofan við Borg-
arnes og blasa við þeim sem eiga
leið um þjóðveg eitt. Á þessu svæði
var einnig skotfærageymsla sem
sprengt var inn í klett og loftvarna-
byssa þar sem hermenn gættu inn-
komuleiðarinnar að Borgarnesi.
Tímar gömlu herbragganna verða
nú brátt taldir á þessum stað, en
spurning hvort áhugasamir ein-
staklingar vilja taka að sér rif þeirra
og nýta efnið til að reisa þá á nýjum
stað mm
Sigurfari stendur fyrir námskeiðum í sjókayakasiglingum
Ákveðið hefur verið að braggarnir við Egilsholt í Borgarnesi verði rifnir. Þeir eru síðustu vel sýnilegu stríðsminjarnar sem enn
standa uppi í Borgarnesi. Ljósm. Þorleifur Geirsson.
Síðustu stríðsminjarnar á
förum úr Borgarnesi
Lúxussnekkjan
Ragnar átti viðkomu
á Grundarfirði
Ragnar við ankeri út af Grundarfirði. Ljósm. Sverrir Karlsson.