Skessuhorn - 26.08.2020, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 20202
Skólarnir eru hafnir að nýju og því
börn á ferð í umferðinni, sem ekki
eru vön því. Því viljum við minna
ökumenn á að fara afar gætilega
allsstaðar í nágrenni skóla.
Á morgun er spáð vestlægri átt 5-10
m/s og skýjuðu vestantil á land-
inu. Hæg breytileg átt og víða bjart
í öðrum landshlutum, en sumsstað-
ar þokuloft við norður- og aust-
urströndina. Hiti 10-17 stig, hlýj-
ast suðaustanlands. Á föstudag og
laugardag er útlit fyrir vestlæga átt
3-10 m/s og skýjað að mestu og
lítilsháttar væta, en yfirleitt þurrt
austantil á landinu. Hiti 10-15 stig.
Á sunnudag og mánudag er spáð
suðaustlægri átt með vætu, en þurrt
að kalla á Norður- og Austurlandi.
Hiti 11-16 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns hvort lesendur sakni þess að
komast ekki til útlanda. 30% svar-
enda svöruðu því neitandi og sögð-
ust láta sig hafa það. 25% sakna
þess mjög mikið, önnur 25% sakna
þess dálítið. 20% svarenda sakna
þess ekki, enda fari þeir hvort sem
er aldrei þangað.
Í næstu viku er spurt:
Hvað finnst þér um tvöfalda
skimun þeirra sem koma til
landsins?
Á laugardaginn hlupu um áttatíu
manns í áheitahlaupi í Stykkishólmi
til styrktar körfuboltakonunni Berg-
lindi Gunnarsdóttur. Þessir hlaupar-
ar eru Vestlendingar vikunnar sem
og þeir fjölmörgu sem lagt hafa
söfnuninni lið.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Fá leyfi til að
byggja við Gríms-
húsið
BORGARNES: Leyfi hefur
verið veitt til að reisa viðbygg-
ingu við Grímshúsið í Brákarey
í Borgarnesi. Eins og greint var
frá í Skessuhorni í fyrra tók enski
ginframleiðandinn Martin Mill-
er‘s Gin húsið á leigu til næstu 25
ára, með það fyrir augum að opna
gestastofu fyrir gináhugafólk um
allan heim. Sótt var um bygging-
arleyfi vegna viðbyggingarinn-
ar fyrir hönd enska fyrirtækisins
og var það samþykkt á afgreiðslu-
fundi byggingarfulltrúa Borgar-
byggðar á fimmtudaginn. Í við-
byggingunni verða geymslur fyrir
ámur sem hafðar verða sem sýn-
ishorn fyrir gesti, sem og aðstaða
fyrir starfsfólk. Jafnframt var sótt
um leyfi fyrir innanhússbreyting-
um á Grímshúsinu sjálfu. Um-
sóknin var samþykkt og bygging-
arfulltrúa falið að gefa út bygg-
ingarleyfi að uppfylltum skilyrð-
um. -kgk
Lífleg fasteigna-
viðskipti í júlí
VESTURLAND: á Vesturlandi
var 62 samningum um fasteignir
þinglýst í júlímánuði. Er það um-
talsvert meiri fjöldi en mánuðina
á undan. Þar af voru 29 samningar
um eignir í fjölbýli, 12 samningar
um eignir í sérbýli og 21 samn-
ingur um annars konar eignir.
Heildarveltan var 1.883 milljónir
króna og meðalupphæð á samn-
ing 30,4 milljónir króna. Af þess-
um 62 viðskiptum var 31 samn-
ingur um eignir á Akranesi. Þar
af voru 25 samningar um eign-
ir í fjölbýli og sex samningar um
eignir í sérbýli. Heildarveltan var
1.253 milljónir króna og meðal-
upphæð á samning 40,4 milljónir
króna. -mm
Minnismerki um
Jón Vídalín
UXAHRYGGIR: Sunnudag-
inn 30. ágúst verða 300 ár liðin
frá andláti Jóns Þorkelssonar Ví-
dalín, Skálholtsbiskups. á þess-
ari 300. ártíð Jóns biskups verð-
ur tímamótanna minnst með
ýmsum hætti að tilstuðlan Bisk-
upsstofu og fleiri. Meðal ann-
ars verður vígður nýr kross og
afhjúpað minnismerki í Bisk-
upsbrekku á Uxahryggjum sem
Páll Guðmundsson listamaður á
Húsafelli hefur gert að tilstuðlan
Skálholtsfélagsins hins nýja. At-
höfnin í Biskupsbrekku er öllum
opin og hefst kl. 17.00. -mm
Reglubundið sótt-
varnareftirlit
VESTURLAND: Lögreglan á
Vesturlandi heldur uppi reglu-
bundnu eftirliti með stærri versl-
unum og veitingastöðum í um-
dæminu. Þar fylgist lögregla með
því hvort farið er að sóttvarna-
reglum. Að sögn lögreglu hefur
enginn í umdæminu verið kærður
fyrir brot á sóttvarnarlögum. Þó
hefur það gerst að mönnum hef-
ur verið veitt tiltal og þeim leið-
beint frekar, en það er þó aðeins í
undantekningartilvikum, að sögn
lögreglu. -kgk
á afgreiðslufundi byggingarfulltrú-
ans í Borgarbyggð síðastliðinn
fimmtudag var tekin fyrir umsókn
Páls Guðmundssonar um niður-
rif nýlegs legsteinahúss í Bæjargili
í Húsafelli, landnr. 221570. Erind-
ið var samþykkt. Byggingarfulltrúa
var falið að gefa út byggingar - nið-
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir
framkvæmdir við fráveituna í Búð-
ardal. Verið er að sameina útrásirn-
ar tvær sem hafa verið í sitt hvorum
hluta bæjarins í eina, sem verð-
ur úti fyrir miðri Búðarbraut. Um
er að ræða fyrsta áfanga af þremur
við fráveituna og það er verktaka-
fyrirtækið Stafnafell ehf. sem ann-
ast hann.
Þónokkuð rask hefur fylgt þessari
vinnu, einkum í síðustu viku þegar
farið var í gegnum planið fyrir neð-
an Leifsbúð, enda um nokkuð stóra
framkvæmd að ræða að sögn Krist-
jáns Inga Arnarssonar, umsjónar-
manns framkvæmda hjá Dalabyggð.
„Þetta er stærsta staka verkefnið hjá
okkur á árinu, það held ég að ég
geti fullyrt,“ segir Kristján í samtali
við Skessuhorn. Hann segir verk-
ið hafa gengið vel frá því hafist var
handa í síðasta mánuði. „Það hefur
gengið fínt og alveg eins betur en
ég átti von á,“ segir hann. „Fyrsti
áfangi á að klárast í lok september,
en það gæti alveg gerst fyrr,“ bætir
hann við.
Þegar þessum fyrsta áfanga verð-
ur lokið verður hugað að næstu
áföngum verksins. Þeir felast ann-
ars vegar í lengingu útrásar fráveit-
unnar og hins vegar hreinsistöð.
Búið er að hanna lengingu útrás-
arinnar en Kristján segir að verk-
inu hafi verið hagað þannig að ekki
skipti máli hvorn áfangann verður
ráðist í næst. Þannig megi allt eins
reisa hreinsistöðina áður en út-
rásin verður lögð, þyki það henta
betur. „Það mun endanlega ráð-
ast við gerð fjárhagsáætlunar næsta
árs hvorn áfangann verður farið í á
undan,“ segir Kristján Ingi að end-
ingu.
kgk
Verkalýðsfélag Akraness er byrj-
að atkvæðageiðslu um boðun verk-
falls, fyrir hönd starfsmanna Norð-
uráls á Grundartanga, sem ef sam-
þykkt verður tekur gildi 1. desemb-
er nk. hafi samningar ekki náðst
fyrir þann tíma. Kjaraviðræður hafi
staðið í níu mánuði án árangurs. Í
júlí samþykktu félagsmenn VLFA í
atkvæðagreiðslu með 97% atkvæða
að boða yfirvinnubann frá 1. sept-
ember. VLFA barst skrifleg áskor-
un Samtaka atvinnulífsins, fyr-
ir hönd Norðuráls, þess efnis að
boðuðu yfirvinnubanni yrði aflýst.
Að sögn Vilhjálms Birgissonar for-
manns VLFA tekur félagið þessa
ákvörðun nú í ljósi þess að Samtök
atvinnulífsins, fyrir hönd Norður-
áls, meti sem svo að fyrirtækið telji
starfsmenn ekki hafa heimild til að
fara í yfirvinnubann frá og með 1.
september nk. Litið sé svo á að yfir-
vinnubann sé í eðli sínu verkfall og
því hafi ekki verið löglega til þess
boðað með þriggja mánaða fyrir-
vara. Að sögn Vilhjálms eru kröfur
Norðuráls þær að laun verði hækk-
uð samkvæmt launavísitölu en ekki
krónutölu á grunntaxta eins og lífs-
kjarasamningurinn kveður á um.
„Þegar krafa frá lögmanni
Norðuráls barst var ljóst að Verka-
lýðsfélag Akraness hefur ekki í
hyggju að taka þátt í lagaklækjum
fyrirtækisins sem hefur það mark-
mið að tefja og torvelda þær tak-
mörkuðu verkfallsheimildir sem
starfsmenn Norðuráls hafa. Í ljósi
þess ákvað félagið að aflýsa þeim
vinnustöðvununum sem kosið var
um í júlí til að forðast þessa lagak-
læki. Hins vegar hefur félagið
ákveðið að endurtaka kosningu-
na og er hún með rafrænum hæt-
ti. Kosið er um verkfall sem hefst á
miðnætti 1. desember ef ekki semst
fyrir þann tíma,“ skrifar Vilhjálmur
Birgisson formaður VLFA á síðu
félagsins. Kosningin hófst á há-
degi í gær, þriðjudaginn 25. ágúst,
og mun standa til klukkan 12 má-
nudaginn 31. ágúst.
Bjartsýn um lausn í
tæka tíð
Í samtali við Skessuhorn á mánu-
dagsmorgun, sagði Sólveig Berg-
mann, yfirmaður samskipta hjá
Norðuráli, að fyrirtækið sé meðvit-
að um að kjaraviðræður hafi tekið
langan tíman. „Viðræður eru hins
vegar enn í gangi og við erum full-
viss um að við náum farsælli lend-
ingu í þessa kjaradeilu,“ sagði Sól-
veig.
mm/ Ljósm. kgk.
Unnið fyrir framan Leifsbúð í síðustu viku. Ljósm. kia.
Fráveituframkvæmdir í Búðardal ganga vel
Byggingarfulltrúi samþykkti niðurrif legsteinahúss
Legsteinahúsið er lengst til hægri á myndinni.
urrifsleyfi að uppfylltum skilyrð-
um sbr. gr. 2.3 og 2.3.1. í bygging-
arreglugerð 112/2012. Gerð var sú
athugasemd að niðurrif skuli gera í
samráði við reglur heilbrigðiseftir-
lits. mm
Atkvæðagreiðsla hafin um
verkfallsboðun 1. desember