Skessuhorn - 26.08.2020, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 202018
Rakel Jóhannsdóttir og Jónbjörn
Bogason hafa hvergi setið auðum
höndum síðan þau festu kaup á
Kveldúlfsgötu 1 í Borgarnesi árið
2017. Rakel segir verkefnið, eins og
hún lýsir eigninni þeirra hjóna, vera
stöðugt. Hún leggur íslensk ræktuð
kirsuber frá Svanshóli í Bjarnafirði
á Ströndum á borðið fyrir blaða-
mann Skessuhorns sem forvitnast
um framkvæmdir hússins síðustu
árin. „Við kaupum húsið í júlí 2017
og flytjum inn 16. júní tæpu ári síð-
ar,“ segir Rakel og leggur kaffibolla
á borðið fyrir blaðamann.
Betrekk á veggjum
„Við ætluðum okkur bara að mála
og flytja svo inn. Sonur okkar er
málari og fengum við hann til að
skoða þetta hjá okkur og fara yfir
stöðuna. Honum leist ekkert á blik-
una, það var nefnilega betrekk á
veggjum hérna og ekki sniðugt að
mála yfir það,“ bætir Jónbjörn kím-
inn við.
Húsið er 113 fermetra timburhús
frá árinu 1969 og þegar þau hjón-
in keyptu fasteignina fyrir þrem-
ur árum síðan, var lítið sem ekkert
búið að gera fyrir það en húsið sjálft
í góðu standi.
„Það var allt soldið mikið upp-
runalegt þegar við keyptum. Við
ákváðum því að hefja strax fram-
kvæmdir. Við fluttum inn til Ingi-
leifar í september 2017 og feng-
um að búa þar á meðan við vorum
í framkvæmdum,“ útskýrir Rakel.
Ingileif er góðvinkona þeirra hjóna
og er flestum kunnug í Borgarnesi
og héraði sem hársnyrtifræðingur
og rekur hún sína eigin stofu, Hár-
greiðslustofu Heiðu, í þarnæsta
húsi við Rakel og Jónbjörn. Það
var því stutt að rölta yfir í fram-
kvæmdirnar á meðan þeim stóð yfir
í þessa 10 mánuði sem þau bjuggu
hjá Ingileif. Þess má geta að það var
móðir Ingileifar sem bjó í húsinu
áður en Rakel og Jónbjörn keyptu
það. „Ef maður klárar ekki allt áður
en maður flytur inn þá á maður til
að hætta, enda gerðum við það.
Forstofan var bara tóm í heilt ár og
erum við nýbúin að græja hana,“
segir Jónbjörn og hlær.
Unnið af fingrum fram
Allt var tekið í gegn í húsinu og
spyr blaðamaður hvar best sé að
byrja þegar ráðist er í svona um-
svifamiklar framkvæmdir?
„Við vissum ekkert hvar væri best
að byrja. Við byrjuðum bara að rífa
niður veggi,“ segir hún og hlær.
„Við fórum í þetta stóra og byrjuð-
um eiginlega á eldhúsinu fyrst. Svo
unnum við okkur smátt og smátt
inn eftir húsinu. Þetta var allt unn-
ið af fingrum fram og ákvarðanir
teknar frá einum degi til annars,“
bætir hún við.
„Við erum svo hrifin af opnu
rými, að hafa eldhúsið og stofuna
allt saman opið, en ekki hólfað nið-
ur eins og hús voru uppsett í gamla
daga,“ segir Jónbjörn. „Í timbur-
húsi hefur maður mun meira frelsi
til að gera í rauninni allt sem manni
dettur í hug. Það sem þarf að passa
er burðurinn og ekki hreyfa mikið
við honum. Við til dæmis skeytt-
um saman tveimur litlum átta fer-
metra svefnherbergjum í eitt stórt,
stækkuðum baðið inn í forstofuna
og brutum aðeins af vegg til að hafa
opið inn í sjónvarpsherbergi innst
inni í húsinu. Eina sem við hreyfð-
um ekki við er í rauninni hjónaher-
bergið.“
Allt rafmagn í húsinu var endur-
nýjað. Jónbjörn lagði og fékk raf-
virkja til að draga í. Pípari var feng-
inn til að endurnýja hitaveitugrind-
ina og allar lagnir lagðar upp á nýtt.
Þá var skipt um alla glugga í húsinu
og plastgluggar settir í stað þeirra
gömlu. Gluggarnir í stofunni voru
einnig stækkaðir frá gólfi til lofts
og hurð bætt við. „Við vildum geta
gengið út,“ segir Rakel og horfir
út um gluggana sem snúa í átt að
sjónum.
Heillandi útisvæði
Heljarinnar pallur er í bígerð á bak-
við húsið en lóðin er einstaklega
heppilega staðsett með Borgarvog-
inn og kvöldsólina í bakgarðinum.
Þar sem flestar framkvæmdir inni
í húsinu er lokið hafa þau hjónin
snúið sér að því að láta verkin tala
undir berum himni. Hafa þau stór
plön fyrir garðinn sinn. „Við erum
með ýmsar hugmyndir fyrir garð-
inn. Hérna verður heitur og kald-
ur pottur ásamt bílskúr. Þegar pall-
urinn er klár þá ætlum við að hafa
útisvæði á grasinu og útbúa eld-
stæði sem hægt er að sitja í kring-
um og eiga notalega stund,“ seg-
ir Rakel. „Við eigum eftir að taka
ofan af einu grenitré í garðinum.
úr stofninum ætlum við að útbúa
leik, setja upp belg sem barnabörn-
in geta klifrað og leikið sér í,“ bæt-
ir Jónbjörn við. Gert er ráð fyrir
að bílskúrinn verði 48 fermetrar í
heildina. Skúrinn sjálfur mun taka
40 fermetra en átta fermetrar verða
teknir frá fyrir hálfgert þjónustu-
hús en þar hyggjast þau hjónin setja
sturtu og klósett fyrir pottana.
Óhrædd að prófa
sig áfram
Aðspurður segist Jónbjörn aldrei
hafa lært að smíða heldur hef-
ur hann prófað sig hægt og rólega
áfram í áhugamálinu. „Maður lær-
ir af mistökunum. Sagar skakkt
og byrjar upp á nýtt,“ segir hann
hógvær en Jónbjörn hefur smíð-
að nokkra palla yfir árin ásamt því
sem þau hjónin gerðu upp hús-
ið sitt að hluta til á Akranesi þegar
þau bjuggu þar. „Ég hef samt aldrei
gert neitt í líkingu við þetta,“ bætir
hann við og horfir í kringum sig á
vel unnin störf.
„Við höfum alltaf unnið allar
framkvæmdir sjálf og erum allt-
af að verða betri og betri í þessu.
Við höfum líka fengið hjálp frá
strákunum okkar, Jóa og Gunn-
ari. Verkfærin eru til staðar til að
framkvæma hugmyndirnar okkar.
Það hefur alveg komið fyrir að mér
detti eitthvað í hug og séð fljótt að
það gangi ekki upp. Þá stoppum við
og finnum aðra lausn. Við erum al-
veg ofsalega ánægð með allt sem
við höfum gert hérna,“ segir Rakel
stolt og Jónbjörn tekur undir það.
Sjóari frá Hólmavík
Jónbjörn starfar hjá Ríkislögreglu-
stjóra í Reykjavík og ekur á milli til
og frá vinnu. Þegar hann er ekki í
vinnunni eða með hamarinn á lofti
þá kýs hann að vera með tærnar upp
í lofti. „Það er gott að búa í Borg-
arnesi, þess vegna fluttum við aft-
ur hingað.“
Fjölskyldan bjó í Borgarnesi frá
1993 til 2004 áður en þau fluttu
á Akranes. Þar bjuggu þau til árs-
ins 2014 áður en búferlar voru til
Reykjavíkur, þaðan sem Jónbjörn
er. „Það þurfti nú ekki mikið að
sannfæra hann til að flytja aftur út
á land. Við erum með rafmagnsbíl
til að keyra á milli og þetta er ekk-
ert mál,“ segir Rakel sem er fædd
og uppalin á Hólmavík.
Sjálf vinnur Rakel í Reykja-
vík sem bókari hjá endurkoðanda.
Rakel stundar einnig strandveiðar
og gerir út sinn eigin bát, Boggu
St-055, frá Norðurfirði á Strönd-
um. „Þetta er bara dugga. Bátur-
inn er 3,9 tonn sem er mjög lítið en
meira en nóg fyrir mig. Hann siglir
hægt enda fer ég ekki eins langt út
og karlarnir og veiði ekki eins mik-
ið og „hinir“ karlarnir. Stundum er
ég mjög heppin ef ég lendi í moki,“
segir Rakel um sjómennskuna. „Ég
lenti í þessu af fíflagangi. Þetta eru
reyndar allt sjómenn í fjölskyldunni
minni og ég keypti bátinn af fjöl-
skyldunni. Jónbjörn kemur stund-
um með mér, en mér þykir best að
vera ein í þögninni,“ bætir hún við
að lokum.
glh. Ljósm/ aðsendar.
Stefnt er að því að gera garðinn að
miklum sælureit en hér sést Jónbjörn
leggja sig í hengirúmi sem þau komu
fyrir í garðinum.
„Við ætluðum okkur bara að mála og flytja svo inn“
Hjónin Rakel og Jónbjörn umturnuðu heimili sínu í Borgarnesi áður en þau fluttu inn
Rakel og Jónbjörn við eldhúsborð sitt í nýja eldhúsinu. glh.
Eldhúsinnréttinging áður en hún var rifin niður.
Nýja eldhúsið þeirra hjóna. Ljósm. glh.
Flestir veggir voru fjarlægðir fyrir utan svefnherbergisveggi til vinstri. Hér sést þar
sem baðherbergið, forstofan og eldhúsið var án veggja.
Nýja stofan þar sem hægt er að ganga beint út í garð. Ljósm. glh.
Stofan fyrir breytingarnar. Gluggarnir voru meðal annars stækkaðir frá gólfi til
lofts og hurð bætt við.